Pítsudiskótattúdagur með meiru

Sundí sundAnnar dagur tímabilsins rann upp og var veðrið sérlega gott, sólríkt að mestu og hlýtt. Börnin voru vel sofin, enda sofnuðu þau langflest mjög snemma eftir virkilega annasaman dag. Ragna næturvörður var alsæl með þessi góðu börn og gaf þeim öllum broskarl.

Morgunverðarhlaðborðið beið barnanna og þar gátu þau valið um hafragraut, kornfleks, súrmjólk, ristað brauð með áleggi, seríos ... Börnin tóku vel til matar síns og svo var haldið út í góða veðrið, nóg við að vera. Sund og önnur skemmtilegheit.

Og meira sundUpp úr klukkan 11 voru börnin boðuð í íþróttahúsið en þar fór fram forvarnaleikrit með starfsfólki í hlutverkum. Leikritið var fyndið og spennandi þrátt fyrir alvarlegan undirtón og tekið mjög vel á eineltismálum, hættum þess að fara upp í bíl hjá ókunnugum, adda hverjum sem er á Facebook og fleira, eins og skort á sjálfstrausti. Leikritið féll í mjög góðan jarðveg hjá börnunum sem höfðu heilmiklar skoðanir á þessum málum. Þeim fannst gott hjá söguhetjunni að fara ekki upp í bíl hjá eiganda sætra hvolpa þótt hann vantaði hjálp með litlu skinnin. Af hverju bað hann ókunnugt barn um að hjálpa sér, var hann kannski að plata? 

Síðan var haldið út í sólina, kassabílarnir svo spennnnnandi og sumir slökuðu á inni í herberginu sínu fram að mat.

Flottur íþróttahópurEldhúsið bauð upp á gómsætt skyr og ávexti að vanda ... og svo var haldið á hádegisfundi en hver hópur fundar daglega með umsjónarmanninum sínum. Tekinn er púlsinn, hvernig líður börnunum, hvernig sváfu þau, farið er í uppbyggjandi og skemmtilega leiki eða spjallað um það sem liggur börnunum á hjarta. Forvarnaleikritið var mikið í umræðunni og allt það sem þarf kom upp. Börnin voru mjög meðvituð um að maður fer ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Bara aldrei! Flott hjá þeim.

Námskeiðin hófust klukkan 14. Haldið var áfram með flottu listaverkin síðan í gær, grímurnar voru málaðar og tökur fóru fram hjá kvikmyndagerð. Mikil leynd hvílir yfir myndinni en samkvæmt auglýsingamiðum sem hafa verið hengdir upp um allt heitir myndir Heimavistarskólinn. Þau fengu meira að segja lánaðan bíl (án lykla) fyrir eina tökuna. Leiklistar- og danshópurinn er ekki minna dularfullur og þar er líka æft stíft fyrir lokakvöldvökuna en inn á milli æfinga eru skemmtilegir leikir. Íþróttahópurinn íþróttast út í eitt og upp um allt og er íþróttaþjálfarinn þeirra mjög ánægður með krakkana sína og segir þá mjög duglega. Þetta er allt eins og það á að vera, dásamlega skemmtilegt.

Kvikmyndatökur ... í bílÍ kaffinu var boðið upp á kryddköku ... og, haldið ykkur ... ávexti! Ja, melónur.

Valið sem börnin hafa fellur heldur betur í kramið hjá þeim, það er aldrei sagt: „Jæja, krakkar, nú förum við öll í gönguferð.“ Gönguferðir eru þó í boði fyrir þá sem vilja fara. En eftir kaffi var föndurstofan opin, Spilaborgin líka og á útisvæðinu voru kassabílarnir mjög vinsælir. Skotboltinn réð ríkjum í íþróttahúsinu. Ógurlega fallegar myndir urðu til í föndurstofunni en hitinn úti var svolítið þreytandi svo gott var að kíkja aðeins inn, teikna eins og eina mynd og hlaupa svo út aftur. Góð gæsla er á hverri stöð og börnin aldrei eftirlitslaus.

Tvö tampólínSkömmu fyrir kaffi voru reiðnámskeiðsbörnin sótt en þau fóru með nesti og nýja skó, og brostu svo fallega þegar Siggi rútubílstjóri og Guðrún reiðkennari komu og sóttu þau. Við sendum þau með myndavélina á fimmtudaginn. Þær myndir fara með hinum á heimasíðuna um kvöldið.

Eins og þessi dagur hafi ekki verið fullkominn ... nei, það þurfti að bæta um betur og þegar dásamlegur ilmur barst um allt fóru garnirnar að gaula hjá ýmsum. Eldhús snilldarinnar hafði bakað ótrúlega girnilegar pítsur í kvöldmatinn. Hægt var að fá margarítu, pítsu með skinku og pítsu með pepperoni. Til að spara tíma skiptu börnin um föt rétt fyrir mat, fóru í dansgallann því strax eftir mat fór fram diskótek.

Svo flott tattúMikið var dansað og hoppað og þegar börnin fóru fram til að kæla sig biðu bandfléttu- og tattúmeistarar úr hópi starfsmanna eftir þeim. Það var eiginlega ekki hægt að fara á útisvæðið til að kæla sig því það var glampandi sól úti og jafnmikill hiti og inni á diskóinu Ef maður labbaði mjög hægt eða lagðist í sólbað var þetta bærilegt.

 

Þreytt og sæl börn fengu ávexti í kvöldkaffinu og svo var kvöldsagan góða lesin. Þau sem ekki voru þegar steinsofnuð eftir lesturinn lásu sjálf í smástund en svo sigu augnlokin ...zzzz

 

GrímugerðÁ morgun verður húllumhædagurinn, nokkurs konar 17. júní-dagur sumarbúðanna en þá ríkir hátíðarstemning frá hádegi þegar dagurinn er settur. Appelsínugulur litur verður ríkjandi og við höfum grun um að rjóminn á vöfflunum í kaffitímanum verði appelsínugulur, hvað annað!

 

Hér er beinn hlekkur á myndir dagsins:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T3D2.html#grid

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 90769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband