Húllumhæ, gleði og gómsætar vöfflur

Brosstrákur á trampólíniGærdagurinn var ógurlega skemmtilegur á allan hátt. Veðrið var gott að vanda og skapið líka. Þetta var sjálfur húllumhædagurinn og litur dagsins var appelsínugulur. Börnin klæddu sig í eitthvað appelsínugult og fleira var appelsínugult þennan dag, í kaffitímanum ...

Kassabílarnir eru svo skemmtilegirNámskeiðin voru, að þessu sinni, á dagskrá eftir morgunmatinn og allt gengur mjög vel, undirbúningur í fullum gangi fyrir sýningar föstudagskvöldsins og heilmikil leynd hvílir yfir. 

 

Í hádeginu voru núðlur og núðlusúpa í boði, og brauð með eggjum og brauð með kæfu. Nammmmm.

 

Hádegisfundir fóru vel fram að vanda og svo var komið að því ...

 

Húllumhædagurinn settur... sjálfur húllumhædagurinn var settur með pompi og prakt!

 

Byrjað var á því að fara í fánaleikinn skemmtilega, og var börnunum skipt í tvo hópa, Martröð og Draum. Börnin fengu andlitsmálningu, annar hópurinn rauða og hinn bláa. Að þessu sinni sigraði Draumur og náði að safna flestum klemmum. 

 

Draumur sigraðiStrax á eftir fór fram sápukúlusprengikeppni en sá sem sprengir flestar sápukúlur á einni mínútu sigrar. Hún Kamilla Rán bar sigur úr býtum og sú gat klappað/sprengt!!!

 

 

Síðan fóru börnin í sundföt en leiðin lá sannarlega ekki út í sundlaug, heldur út á grasbala þar sem við breiddum byggingaplast á grasið, sprautuðum vatni á það og hviss, bang, vatnsrennibraut komin! Rosalega gaman að renna sér.

 

Vá, vá, váBökunarilmur tók á móti börnunum í matsalnum um kaffileytið en hið stórkostlega eldhús hafði hrært í vöfflur og bakað heilan helling af þeim. Einnig var búinn til súkkulaðiglassúr (einu sinni prófað, þú getur ekki hætt) ... og haldið ykkur, rjóminn var appelsínugulur í tilefni dagsins. Skrítinn rjómi en mjög góður, enginn bragðmunur.

 

Appelsínugulur rjómi á vöfflunumNóg var við að vera eftir kaffi. Hin svakalega Jósefína Potter frá Borgarnesi kom og sat í spákonutjaldinu í smástund. Sum börnin fóru til hennar og fannst það ógurlega spennandi. Að vanda fóru þau aðeins að efast og voru alveg viss að þetta væri einhver starfsmaðurinn í gervi spákerlingar en starfsfólkið setti upp undrunarsvip og var jafndularfullt í svörum og börnin þegar þau eru spurð um bíómyndina, íþróttasýninguna, myndlistargjörninginn og það allt sem frumsýna á á föstudaginn ... 

Skartgripagerðin var algjört æði, líka zumba wii-leikurinn, andlitsmálun, keila (líka wii) og tattú. Bandfléttur í hár voru einnig í boði, allir sem vilja bandfléttur fá þessa vikuna.

SápukúlusprengikeppninPylsur voru í matinn, pylsur með öllu og gos með sló í gegn og mikið var borðið. „Æðislega er alltaf góður matur hérna,“ varð einni snúllunni að orði.  Við heyrum þetta mikið, enda er matseðillinn miðaður við smekk barnanna.

 

Og svo kom að draugaleiknum. Hann var haldinn í diskóherberginu. Nokkrar hetjur lögðu í (fyrir hópinn sinn) að sækja glóprik í hinn enda herbergisins og sleppa svo í burtu undan ýmsum forynjum á ljóshraða. Krossfiskarnir voru fljótastir að þessu sinni. Þau Gummi, Apríl og Sindri Steinn hneigðu sig fyrir börnunum eftir að hafa tekið niður grímurnar, en þau léku draugana fyndnu. Mikið var hlegið og skrækt á meðan á leiknum stóð.

Náttfatapartí með popp og safa og bíómyndSíðan var farið í sund og heita pottinn og það var nú gott eftir annasaman dag.

Grunlaus um frekari skemmtun gengu börnin frá sundfötunum sínum, háttuðu sig og fóru á náttfötunum í kvöldkaffið. En það var ekkert venjulegt kvöldkaffi, heldur bíósýning, takk fyrir. Myndin sem kvikmyndagerðarhópurinn á tímabili 1 gerði var sýnd við mikinn fögnuð og börnin mauluðu popp og drukku safa með. Æðislegur endir á góðum húllumhædegi.

Þau voru fljót að sofna, þessu duglegu börn, alveg uppgefin. :)

Myndir frá deginum eru hér: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T3D3.html  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 90769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband