Grímugerðin langvinsælust!

Kynning að hefjast í íþróttahúsinuUndir kl. 10 í morgun mættu fyrstu börnin á tímabil 3. Ekki var jafnhlýtt og verið hefur, en logn ríkti og svo hækkaði hitastigið eftir því sem leið á daginn.

Umsjónarmenn tóku á móti hópunum sínum, aðstoðuðu börnin með farangurinn og sýndu þeim herbergin. Síðan settust hóparnir niður, hver með sínum umsjónarmanni, og mikið var spjallað og kynnst og síðan var farinn sýningarhringur um svæðið, bæði úti og inni.

Krossfiskar eru elstu börnin (fjólubláir), blandaður hópur, og umsjónarmaðurinn þeirra er hann Gummi. Gullfiskar (gulir) er stelpuhópur, 7-9 ára, og María er umsjónarmaður þeirra. Hafdís heldur utan um Hafmeyjarnar (bleikar) en það eru 9-11 ára stelpur. Atli er með Sæljónin (blá) sem eru 7-9 ára strákar. Börnin geta vissulega leitað til allra starfsmanna en þau EIGA þennan umsjónarmann alla vikuna. Hann vekur þau, borðar með þeim morgunverð, heldur hádegisfund hópsins, les fyrir þau kvöldsöguna og er til taks fyrir þau. Það er sko ekki amalegt. :) Þetta er frábær hópur, hress og skemmtilegur.

Grímugerð vinsælasta námskeiðiðÞegar þau voru búin að koma sér fyrir var ekki amalegt að fara út að leika, útisvæðið er mjög skemmtilegt með trampólínum, rólum, vegasalti, risastéttum til að kríta á, hægt að sippa, fara í teygjó og margt fleira og nokkur léku sér inni og komu sér enn betur fyrir í herberginu sínu. Svo var bara komið að hádegismat. Pasta og volgar, nýbakaðar hvítlauksbollur.

Eftir mat var farið út í íþróttahús þar sem starfsfólkið kynnti sig. Síðan voru námskeiðin kynnt. Vinsælasta námskeiðið þessa vikuna er grímugerð. Þar á eftir er það listaverkagerð, þá íþróttir og svo kvikmyndagerð. Börnin sem völdu sér leiklist og dans ætla að semja leikrit með dansatriði. Afrakstur námskeiðanna verður síðan sýndur á lokakvöldvökunni, síðasta kvöldið.

Spilaborg Þá var komið að námskeiðunum sjálfum. Tíminn leið hratt fram að kaffi og börnin voru mjög skapandi, fannst þetta ógurlega gaman allt saman.

Í kaffinu var boðið upp á skúffuköku ... og í eftirrétt voru melónur í miklu magni. Mikið er borðað af ávöxtum í sumarbúðunum - og þeir renna líka vel og hratt niður.

Eftir kaffi var skráning í karókíkeppnina og einnig völdu þátttakendur sér lag til að æfa en þetta er bara vinnuheiti hjá okkur á Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum. Heil níu atriði hafa þegar verið skráð og gæti bæst við á morgun.

Börnin léku sér á útisvæðinu og líka í Spilaborg, dásamlegu leiksvæði sem er yfirfullt af púsluspilum, bókum, spilum, dóti, blöðum og öðrum skemmtilegheitum.

Kassabílarnir eru æðiKassabílarnir nutu mikilla vinsælda og urðu nokkur lið til en það verður haldið æsilegt kassabílarallí á föstudaginn. Svo fór að rigna en þá var bara farið í íþróttahúsið og kassabílarnir fluttir í hús.

Á sama tíma á öðrum stað: Glæsileg hárgreiðslukeppni fór fram og hér eru úrslitin:

1. sæti: Þórdís Ásta greiddi og Sædís Lind var módel
2. sæti: Gyða María greiddi og Kamilla Rún var módel
3. sæti: Auður Anna greiddi og Linda Björk var módel
Krúttlegasta greiðslan: Auður Anna greiddi og Lilja Sól var módel
Frá hárgreiðslukeppninniMest „kúl“ greiðslan: Ísalind Örk greiddi og Thelma var módel
Sætasta greiðslan: Gyða greiddi og Sóley Hrönn var módel
Frumlegasta greiðslan: Þórdís Ásta greiddi og Vicky var módel

Keppendur og módel fengu verðlaun og viðurkenningarskjöl.

Það rignir aldrei lengi á Kleppjárnsreykjum, þeim dásemdarstað, svo ekki svo löngu eftir að fór að rigna hætti að rigna og þá var hoppað út í góða veðrið aftur. Ekki hefðu börnin orðið verri þótt þau hefðu vöknað ... en það er t.d. ekki nógu þægilegt að renna sér á blautri rennibraut þannig að íþróttahúsið var betri kostur, enda stórt og afar skemmtilegt. Einnig smá kósítími inn á herbergjum og í Spilaborg. Byrjað var á að gera bandfléttur í hár svo að allir sem vildu fengju núna næstu dagana.

Í kvöldmatinn var gómsætur grjónagrautur sem féll heldur betur í kramið hjá börnunum ... og svo var auðvitað boðið upp á ávexti og aftur ávexti. Þetta eru sko sumarbúðir hinna miklu ávaxta.

Kvölddagskráin hófst með brennókeppni milli hópanna. Hún var svo jöfn að allir unnu alla!

Gaman í sundiSvo var nú gott að fara í sund á eftir og mikið svamlað, synt og hoppað, heiti potturinn var alveg frábær líka.

Eftir kvöldkaffið, brauð og safa, fóru börn í ból og fengu fyrsta lesturinn á framhaldssögunni en umsjónarmennirnir lásu fyrir sinn hóp bók sem hópurinn kom sér saman um. 

Fínasta veður verður á Kleppjárnsreykjum á morgun, seinnipartinn fer hitinn í 17°C ef marka má hirðveðursíðuna okkar, yr.no. Sól og blíða mestallan daginn. Svona eins og verið hefur í sumar. Ekki sjáum við betur en að hitinn fari upp í 18 gráður á miðvikudaginn.

Myndir frá deginum koma inn á morgun (þri), bæði hingað á bloggið og á heimasíðuna sumarbudir.is.

Beinn hlekkur á myndir dagsins: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T3D1.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 90769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband