Pítsur, leikrit, dagbókargerð og diskótek

Flott dagbókVeðrið í gær var dásamlegt, steikjandi hiti og glampandi sól.

Eftir að börnin vöknuðu héldu þau inn í matsal og fengu sér morgunverð af hlaðborðinu. Þar var í boði súrmjólk, kornfleks, cheerios, ristað brauð og alls kyns álegg og einnig hafragrautur. Hægt að fá sér eitthvað eitt eða tvennt ... eða smakka á öllu, þetta er jú hlaðborð.

Myndlist og grímugerð Síðan var haldin karaókíæfing fyrir þau sem ætla að taka þátt í Ævintýrabarkanum, sum börnin fóru í sund, önnur léku sér á útisvæði og í boði var einnig kortagerð og dagbókargerð í föndurstofunni. Sérlega flott kort voru búin til og dagbækurnar voru líka algjört æði.

Skömmu fyrir hádegi fóru öll börnin í íþróttahúsið en þar var flutt forvarnaleikrit þar sem starfsfólk (og eldri starfsmannabörn) léku hlutverkin. Þetta er margþætt leikrit og margar persónur í því. Góðuráðavélin Ping og Pong hjálpaði t.d. barni sem varð fyrir einelti og gaf sérlega góð ráð, lærdómsríkt líka fyrir börn sem verða vitni að slíka að vita hvernig gott er að bregðast við. :) Svo voru það Sing og Song, sá fyrri með hlutina á hreinu en hinn sannarlega ekki. Mikið var hlegið t.d. þegar Song sagði að auðvitað væri allt í lagi með að fara upp í bíl hjá ókunnugum ... Börnin greinilega alveg með þetta á hreinu. Frábær sýning sem hvetur sannarlega til umhugsunar.

Í hádeginu bauð eldhúsið góða upp á skyr og svo voru borðuð ósköpin öll af safaríkum ávöxtum sem var ekki verra í þessum villta hita.

Kvikmyndagerð Þá voru haldnir hádegisfundir, hver hópur með sínum umsjónarmanni. Þessir fundir eru á dagskrá daglega og þar er tekinn púlsinn á líðan barnanna, ýmis umræðuefni tekin fyrir, farið í uppbyggjandi leiki og annað slíkt. Leikritið rétt fyrir mat var umræðuefni hjá hópunum, boðskapurinn hafði greinilega náð vel í gegn.

Síðan hófust námskeiðin. Listafólkið málaði grímur eða hélt áfram með listaverkin sem byrjað var á deginum áður og veltir fyrir sér hvort eigi að semja látbragðsleikrit og sýna eða gera eitthvað annað skemmtilegt, eins og gjörning ...

 

Kvikmyndagerðarhópurinn er búinn að semja handritið að bíómyndinni og tökur hófust í dag. Íþróttahópurinn er virkilega duglegur og æfir grimmt fyrir sýningu á lokakvöldvökunni, grunar okkur, en mikil leynd hvílir alltaf yfir þeim atriðum sem verða á dagskrá lokakvöldið. 

SpilaborgÍ kaffitímanum var kryddkaka með súkkulaðikremi ... og svo auðvitað ávextir. Þetta eru jú sumarbúðir hinna mörgu ávaxta ... eða þannig.

Föndurstofan var vinsæl eftir kaffi, einnig íþróttahúsið, spilaborg og útisvæðið þar sem kassabílarnir leika stórt hlutverk og búið er að blása til kassabílarallís á föstudaginn. Í föndurstofunni var lögð síðasta hönd á kort og dagbækur sem byrjað var á í morgun en ekki náðu allir að klára sitt þá.

 

Pítsa í kvöldmatinnReiðnámskeiðsbörnin voru sótt um miðjan dag og tóku með sér nesti og góða skapið. Þau hlökkuðu mikið til en Guðrún reiðkennari kom í eigin persónu á rútunni til að sækja þau. Þau taka myndavél með sér á fimmtudaginn og um kvöldið koma myndir frá námskeiðinu á heimasíðuna (sumarbudir.is)

 

Dásamlegheitin voru nánast rétt að hefjast ... fram undan var pítsuveisla og síðan diskó á eftir. Pítsurnar vöktu mikla lukku og voru einstaklega góðar, mikið, mikið borðað.

Dynjandi diskóPrúðbúin börnin héldu síðan á ball, dansleikinn stóra sem gengur reyndar bara undir nafninu diskó. Og eins og á öllum alvörudansleikjum var boðið upp á limbókeppni, og þegar börnin fóru fram til að kæla sig gátu þau fengið bandfléttur og tattú. Það var líka gott að fara á útisvæðið þótt heitt væri í veðri.

Þá var ekkert eftir annað en að fá kvöldhressinguna ... eða ávexti. Börnin voru lúin eftir daginn og bara notalegt að skríða í koju.

 


Myndir frá deginum
eru hér >
http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T6D2.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að sjá hvað allir eru glaðir. Bestu kveðjur til Oddnýjar Þóru og Laufeyjar Erlu.

Vala og Vigdís.

Vala Dröfn (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband