Frábær fyrsti dagur

GlæsilegtSvo kom rútanÍ gær fagnaði sól og steikjandi hiti börnunum. Þau fyrstu byrjuðu að koma um kl. 10.30 en rútan ók í hlað um það bil klukkutíma seinna.

Umsjónarmennirnir tóku á móti börnunum, aðstoðuðu þau með farangurinn og sýndu þeim herbergin sín.

Síðan settust hóparnir niður, hver með sínum umsjónarmanni, og farið var í að kynnast svolítið, sýningarrúntur var tekinn um svæðið, bæði úti og inni. Þessa vikuna eru börnin á aldrinum 10-13 ára.

 

Í hádeginu var boðið upp á pastarétt og með honum voru nýbakaðar hvítlauksbollur, glóðvolgar. Eldhúsið bara rétt að byrja ... ó, hvað þau eiga eftir að fyllast mikilli matarást á sumum ... :)

 

Haldið var út í íþróttahús eftir matinn þar sem starfsfólkið kynnti sig og síðan voru námskeiðin kynnt. Flest börnin völdu íþróttirnar og þar á eftir kvikmyndagerð. Listaverka- og grímugerð kom þar á eftir en það fá völdu leiklist/dans að þau fóru alsæl í annað val sitt, kvikmyndagerð.

 

Kvikmyndahópur í búningamátunNámskeiðin fóru á fullt og voru í gangi fram að kaffi. Í kaffinu var boðið upp á skúffuköku (heimabakaða að sjálfsögðu) og síðan voru melónur í miklu magni.

 

Á fimmtudagskvöldið verður karaókíkeppni, eða söngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn. Það var því ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig og eru komin átta atriði á blað - og fyrsta æfingin fór fram.

 

Spilaborg var opin en þar eru leikföng, bækur, spil, púsl og sitthvað fleira skemmtilegt, einnig fóru börnin út í íþróttahús eða voru á útisvæðinu. Þau völdu sér bara hvar þau vildu vera. Gott að leika sér úti í smástund og flýja síðan hitamolluna og fara í rólegheitin í Spilaborg, eða ærslast í íþróttahúsinu og skreppa síðan í sólbað.

 

Hárgreiðslukeppni fór fram eftir kaffi og hér koma úrslitin:

Hárgreiðslukeppnin 1. sæti: Inga Bjarney greiddi og Dagbjört var módel
2. sæti: Ásta Margrét greiddi og Katla Kristín var módel
2. sæti: Halldóra Vera greiddi og Eygló var módel
3. sæti: Anita Ögn greiddi og Guðmunda Sjöfn var módel
3. sæti: Erla Svanlaug greiddi og Andrea Dísa var módel
Ævintýralegasta greiðslan: Ólöf Rún greiddi og Bergþóra var módel
Sniðugasta greiðslan: Bára Sif greiddi og Margrét Hildur var módel
Frumlegasta greiðslan: Perla Sól greiddi og Jóhanna Nína var módel

Allar fengu viðurkenningarskjöl og smáverðlaun.

Rétt fyrir matinn var kíkt inn á herbergin og einnig var útisvæðið vinsælt.

Eldhúsið bauð upp á grjónagraut í kvöldverð, ótrúlega góðan sem hvarf hratt ofan í börnin, og einnig voru ávextir eins og hver gat í sig látið.

Kvölddagskráin hófst með brennókeppni á milli hópanna. Keppnin var mjög jöfn og svo fór að allir unnu alla - algjört jafntefli.

PottormarSíðan var farið í sund, mikið synt og leikið og einnig slakað á í heita pottinum. Kvöldsólin skein eins og hún fengi borgað fyrir það. Þau sem vildu ekki fara í sund voru á útisvæðinu að leika sér og svo var boðið upp á kertagerð í föndurstofunni.

 

Kertagerð í glampandi kvöldsólEin máltíð var eftir, eða kvöldhressingin, og snæddu börnin með bestu lyst smurt brauð og drukku safa með, enda svöng eftir annasamt kvöld. Ekki gott að fara svangur í háttinn.

Þau voru orðin nokkuð lúin eftir annasaman dag og farið var beint í að bursta tennur og hátta. Síðan las umsjónarmaður hvers hóps kvöldsögu fyrir þau sem vildu og einhverjir lásu síðan aðeins lengur en bókasafn Ævintýralands er fjölbreytt og skemmtilegt. 

Svo var það bara draumalandið. Sleeping

Myndir frá deginum eru hér > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T6D1.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 90692

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband