Ha, bíddu ... fjólublár rjómi!

Frá íþróttanámskeiðinuLoksins kom rigning eftir nánast endalausa sól í sumar. Gott fyrir gróðurinn. Það rigndi aðeins í gærmorgun, stytti upp í hádeginu og svo fengum við rigningu aftur.

Þetta var öðruvísi dagur á annan hátt líka, sjálfur húllumhædagurinn þar sem þemalitirnir voru blár og fjólublár.

GrímugerðEftir morgunverð voru námskeiðin á dagskrá. Allt of mikil leynd hvílir yfir þeim og sama hvað við reyndum að njósna þá þögðu börnin bara og hlógu. Þetta kemur víst allt í ljós á föstudagskvöldið, við verðum að bíða.

Núðlur og núðlusúpa í matinn í hádeginu og einnig smurt brauð með eggi og kæfu.

Á hádegisfundinum drógu börnin, hvert í sínum hópi, miða með nafni eins úr hópnum og þar með var kominn leynivinur. Þá er hægt að gera eitthvað skemmtilegt, gleðja viðkomandi á ýmsan hátt sem er svo gaman.

FánaleikurinnSíðan hófst fánaleikurinn. Skipt var í tvö hörkulið, Martröð og Draum. Martraðarbörnin fengu rauða andlitsmálningu og Draumsbörnin bláa. Eftir mikla baráttu og hlaup fór svo að Draumur vann leikinn. Það fór að rigna en það skipti börnin ekki nokkru máli.

Sápukúlusprengikeppni var frestað þar til síðar en þess í stað fóru börnin í íþróttahúsið til að klára brennókeppnina sem hófst tveimur dögum áður. Yngsti hópurinn, Gullfiskar, fóru með sigur af hólmi.

KókosbolluboðhlaupRétt fyrir kaffi, á meðan eldhús dýrðarinnar bakaði vöfflur af miklum móð, útbjó súkkulaðiglassúr og þeytti rjóma, var skellt á einu stykki af kókosbolluboðhlaupi. Starfsfólkið fórnaði sér og hóf keppnina til að sýna hvernig ætti að fara að ... Sömu lið og í fánaleiknum „boðhlupu“ og borðuðu kókosbollur af krafti á miklum hraða. Draumur sigraði aftur.

Í eftirmat, á eftir kókosbollunni sem hver og einn fékk, voru vöfflurnar ... og þar sem þemalitirnir voru fjólublár og blár var rjóminn náttúrlega litlaður með þeim litum, svona góðum og hreinum litum, auðvitað. Sumum þótti þetta reyndar skrítinn rjómi en hann bragðaðist þó alveg eins og hann átti að gera. 

Jósefína Potter af BorgarnesiMikið fjör ríkti eftir kaffi. Hún Jósefína Potter af Borgarnesi hefur mætt á alla húllumhædagana okkar og situr í spátjaldinu sínu. Flest börnin vildu fara til hennar og heyra um bjarta framtíð ... eða jafnvel reyna að sjá hvaða andlit var á bak við slæðurnar ... kannski einhver starfsmaður? Hmmm. 

Hann Delphin ákvað að stríða Jósefínu svolítið, hann spurði hana tveggja spurninga í stað einnar, hafði frétt að það fyki í kerlu ef það gerðist. Það reyndist sannarlega rétt. Jósefína var með gjallarhorn og setti sírenuna í því í gang svo stráksi þaut í burtu ... skellihlæjandi. 

Boðið var upp á skartgripagerð, tattú, bandfléttur, keilu og zumba wii, að ógleymdri andlitsmálun og var ég búin að segja bandfléttur?

KraftakeppninBörnin hafa ósegjanlega gaman af því að taka þátt í keppnum af ýmsum toga ... og skömmu fyrir kvöldmat var haldin þreföld keppni í íþróttahúsinu. Kraftakeppni (2 l gosflaska með vatni í höndum sem haldið var beint út ... hver gat lengst) og sigurvegari var Omar Anwar frá Akranesi. Sippukeppni ... húllakeppni, sami sigurvegarinn, Karen Sif. Hún Erla Svanlaug rústaði svo keilukeppninni.

Pylsur með öllu voru í kvöldmatinn og gos með, sem sló algjörlega í gegn og mikið, mikið var borðað.

 

Börnin fylgjast með kókosbolluboðhlaupinuÞá hófst DRAUGALEIKURINN og var haldinn í diskóherberginu. Nokkrar hetjur voru meira en til í að sækja eitt stykki glóstiku inn í dimmt og draugalegt herbergið og fljúga síðan út á ljóshraða. Sá fljótasti vann fyrir hópinn sinn, Krossfiskana. Þar á eftir voru Gullfiskar og á hælunum á þeim voru Hafmeyjarnar.
Draugarnir „ógurlegu“ (aðallega fyndnu) voru Gummi, Árni Páll og Davíð sem hneigðu sig fyrir börnunum um leið og þeir tóku niður grímurnar.

 

 

Kósí bíókvöldÞessi skemmtilegi dagur endaði ekki á venjulegri kvöldhressingu, heldur var börnunum boðið í bíó, og sáu gamlar og góðar sumarbúðamyndir. Búið var að poppa, að sjálfsögðu, og svo var einnig safi með til að skola niður poppinu. Einstaklega kósí.

Það voru síðan fljót að sofna, alveg uppgefin þessi duglegu börn.

Myndir frá deginum eru hér > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T6D3.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband