Stóra stundin ... lokakvöldvakan!

Myndlistarsýningin undirbúinVeðrið var mjög gott í gær, hlýtt en ekki jafnmikil sól og verið hefur síðustu daga.
 
 
Eftir morgunverð voru námskeiðin á dagskrá, síðustu tökur kvikmyndagerðarhópsins og hinir hóparnir æfðu sig og myndlist/grímugerð byrjaði að setja upp sýningu og velja sér búninga.
 

Í hádeginu var boðið upp á pastarétt.
 
 
 

Tökur kvikmyndagerðar á skrifstofunniHádegisfundir voru á sínum stað og stelpurnar fengu blað til að skrifa nöfnin sín á og svo var blaðið látið ganga á milli og allir skrifuðu eitthvað fallegt um hvern og einn í hópnum.
 

Námskeiðin aftur eftir hádegið, já, já, ... lokakvöldvakan fram undan og mikið sem þurfti að æfa.
 

Elva Sól afmælisbarnÍ kaffinu var skúffukaka og tekex með heimalöguðu marmelaði sem hvarf hratt ofan í stelpurnar sem drukku mjólk með.
 
Afmælisbarnið, Elva Sól, 11 ára, fékk sérskreytta afmælisköku og svo var afmælissöngurinn sunginn. Gummi spilaði á gítarinn og allir tóku undir. Hún fékk kort og pakka frá sumarbúðunum.

Eftir kaffi var  ruslatínsla. Stelpurnar sem tóku þátt voru duglegar að tína rusl og steina, og sópa. Verðlaun fengu svo stelpurnar að velja sér í lokin.

Dekur fyrir hendurEllen bauð upp á handdekur þar sem þær settu maska á hendurnar sem Ellen bjó til úr kaffikorgi, hunangi, matarolíu og hrásykri. Þegar maskinn var þveginn af urðu hendurnar dásamlega mjúkar og flestar vildu naglakk líka og þær fengu semilíustein á eina nögl.
 

Sprell í íþróttahúsinu var rétt fyrir kvöldmat og þar var sipp- og húllakeppni. Síðan skiptu þær um föt fyrir kvöldið.
 

Þá var komið að kvöldmat, sem var hamborgari með öllu, franskar og gos ... þvílík sæla.
 

Loksins rann stóra stundin upp ... það var komið að lokakvöldvökunni.
 

GrímugerðargjörningurÁ meðan grímugerðar- og listaverkahópurinn gerði klárt fyrir sýninguna skemmtu stelpurnar sér inni í Framtíðinni (setustofa). Gummi með gítarinn, mjög gaman.
 
 

ListaverkSýningin tókst afar vel, listaverkin voru sérlega flott.
 
 
Grímurnar voru ekki notaðar í látbragðsleikrit eins og svo oft, heldur voru stelpurnar með grímurnar á sér og í búningum og stilltu sér upp eins og alvöru myndastyttur. Glæsilegur gjörningur hjá þeim.
 
 
 

Leikrit íþróttahópsinsÞá var skundað í íþróttahúsið og þar byrjaði íþróttahópurinn dagskrána. Í stað þess að sýna listir sínar í íþróttum ákváðu stelpurnar að vera með leiksýningu. Hún fjallaði um strák sem situr alla daga við tölvuna og nennir ekki að hreyfa sig. Hann heitir Letimann. Íþróttakrakkarnir reyna að fá hann til að vera með sér og þegar það loks tekst finnst honum þetta svo gaman. Nafn hans breytist úr Letimann í Súpermann og hann slæst í hópinn til að breiða út boðskapinn um mikilvægi hreyfingar. 
 
 

Leiklist og dansLeiklist og dansi var skellt saman þessa vikuna og kom mjög vel út. Það var að sjálfsögðu samið dansleikrit. Hádramatískt dansleikrit.
 
Leikritið fjallaði um fimm systur á munaðarleysingjaheimili í Úkraínu árið 1920. Eina huggun þeirra var dansinn. Á heimilinu ríktu tveir harðstjórar sem var meinilla við börn og leyfðu systrunum ekki að dansa, heldur urðu þær að vinna baki brotnu, fengu lítið að borða og aðeins að sofa í fimm klukkutíma að nóttu. Þær gerðu uppreisn, handsömuðu harðstjórana, breyttu munaðarleysingjaheimilinu í danshótel, allir urðu vinir, líka harðstjórarnir og lifðu hamingjusömu danslífi til æviloka. Þess má geta að stelpurnar sömdu handritið sjálfar og það á við um íþróttaleikritið og stuttmyndina líka. Ekkert skorti upp á hugmyndaflugið hjá þessum frábæru stelpum.

Gréta og HansStarfsfólkið var næst í röðinni og sýndi leikritið um Hans og Grétu og til að sporna við fordómum um stjúpmæður sem alltaf eru svo vondar í ævintýrum, þá fékk stjúpan í leikritinu samviskubit og sá eftir öllu saman og leitaði og leitaði að börnunum með pabbanum og tók svo vel á móti þeim þegar þau komu aftur. Hans og Gréta voru bæði á gelgjunni, nornin þolir ekki börn og ofninn var með stæla.
Búrið var illkvittið og þrengdi alltaf að Hans sem alltaf tókst þó að plata nornina með prikinu,
 
 
 
Ávextir voru í boði í kvöldkaffinu og FROSTPINNI rétt fyrir sýningu stuttmyndarinnar.

KvikmyndasýninginStuttmynd kvikmyndagerðarhópsins, Önnur vídd, fjallaði um börn sem fóru í sumarbúðir. Sumarbúðastjórinn var rosalega vond kona sem þolir ekki börn ... Hún sendi börnin í aðra vídd en eitt barn slapp og gat látið spæjarana vita. Hún var handtekin og þurfti að hringja í hina víddina og láta skila börnunum.
Stelpurnar hlógu mikið í tökunum og myndin sló algjörlega í gegn.

Það voru þreyttar stelpur sem fóru yfir i svefnálmuna en ekki var allt búið enn því um leið og þær voru komnar upp í rúm fengu þær viðurkenningu frá umsjónarmönnunum sínum og þar kom fram hvað þær væru búnar að fá marga plúsa í vikunni ... en það finnst þeim mjög mikilvægt að vita. Í einum hópnum fengu allar stelpurnar 35 plúsa sem er hæsta talan.

Plakat frá kvikmyndagerðVinningshafar:
Bingó: Ísabella Ronja, Natalía Sif og Sonja Heiða
Draugaleikur: Krossfiskar
Sippkeppni: Þórunn
Húllakeppni: Krista

Dagskráin í dag, heimfarardag:Pakka eftir morgunmat, horfa aftur á myndina, leikir í íþróttahúsinu, kakósúpa í hádegismat og svo bara út í rútuna sem leggur af stað klukkan 13.00 og er áætlaður komutími í Perluna klukkan 14.45.
 
 
 
Við þökkum kærlega fyrir frábæra og bráðskemmtilega stelpuviku. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband