Ævintýrabarkinn, lengsti parís í heimi og bingó!

Yndislegt í sundiLengsti parís í heimi í vinnsluÞetta hafa vissulega verið frekar einhæfar veðurlýsingar upp á síðkastið en enn skín blessuð sólin, veðrið búið að vera frábært í dag.

Eftir morgunverð var farið í sund og á útisvæðið þar sem sitt af hverju var brallað, og þær sem taka þátt í Ævintýrabarkanum æfðu sig, enda stutt í keppnina.

Tíminn leið hratt og þar var kominn hádegismatur, grjónagrautur og ávextir í miklu magni.

Námskeiðin voru á sínum tíma eftir hádegisfundina og það eina sem við fengum að vita var að allt gengi vel þar og væri eftir áætlun. Íþróttahópurinn skellti sér í ævintýraferð, fór að vaða í nærliggjandi á - mjög gaman.

 

Við ákváðum að hafa kaffitímann úti og meðlætið með öllum vökvanum sem drukkinn var og safaríku melónunum var ævintýrakaka, eða heimabökuð sandkaka.

 

Ævintýraferð íþróttahópsinsFrá reiðnámskeiðinuÚtisvæðið var vinsælt eftir kaffi og einnig íþróttahúsið. Spilaborg þótti líka góð þegar þurfti að kæla sig niður. Já, kæla sig niður - inni.

 

 

Myndavélin fór með á reiðnámskeiðið og teknar voru flottar myndir að vanda, sjá myndir á heimasíðunni, hlekkur neðst. Hestarnir hennar Guðrúnar reiðkennara eru svo ekkert annað en dásamlegir.



Kvöldmaturinn var heldur betur góður en eldhúsið bauð upp á glænýjan steiktan fisk með hrísgrjónum og karrísósu ... og tómatsósu fyrir þær sem vildu.

 

BingóÁ meðan rennslið fyrir keppnina fór fram spiluðu stelpurnar bingó.

Síðan hófst Ævintýrabarkinn! Og þvílík keppni, stelpurnar voru stórkostlegar! Dómnefndin sat og hlustaði og gaf hverju og einu atriði stig. Svo var farið að reikna og endurreikna og enn og aftur endurreikna. Stigin féllu á einstakan hátt. Tvö atriði voru í fyrsta sæti með hnífjöfn stig, tvö atriði í öðru sæti og haldið ykkur, tvö atriði með jafnmörg stig lentu í þriðja sæti! Stórmerkilegt! Og hér koma sigurvegararnir:

 

 

 

Sigurvegarar í Ævintýrabarkanum1. sæti: Valný Lára og Dagný Freyja sungu lagið Save and sound og Valný spilaði undir á gítar
1. sæti: Íris Ósk söng lagið Ben

2. sæti: Vigdís Elva og Solveig Þóra sungu lagið Part of me
2. sæti: Fríða Lilja söng lagið Skater boy

3. sæti: Anna Día og Rut dönsuðu við lagið Set it on fire
3. sæti: Agnes dansaði við lagið Stóð ég úti í tunglsljósi

 

Jú, þetta er lengsti parís í heimiÞess má geta að þátttakendur kvöldsins koma alls staðar að, eða frá Hafnarfirði, Siglufirði, Eskifirði, Egilsstöðum, Garðinum, Þorlákshöfn og Garðabæ.


Kvöldhressingin var á sínum stað, og eftir kvöldsaöguna var það bara draumalandið.
Sleeping

Myndir frá deginum eru hér > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T5D4.html#grid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 90700

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband