Vatnagleði og vöfflur með bleikum rjóma

Leiklist og dansÞar sem veðurlýsingar eru hluti af helstu fréttum héðan úr Ævintýralandi má geta þess að gærdagurinn, dagur 3, var stórkostlegur fyrir sóldýrkendur, hiti og logn, sannkölluð bongóblíða.

Tökur í kvikmyndagerðinniÞetta var öðruvísi dagur - eða sjálfur Húllumhæ-dagurinn. Eftir morgunverð fór stelpurnar á námskeiðin en þau eru vanalega eftir hádegi. Við vildum hafa skemmtunina samfellda og þótt námskeiðin séu ógurlega skemmtileg eru þau tekin alvarlega af stelpunum. Enda heil lokakvöldvaka í húfi.

 

Mikil leynd hvílir yfir öllu, enda eiga atriðin að koma á óvart á lokakvöldvökunni. Það er til dæmis ekkert voðalega spennandi fyrir hina (á hinum námskeiðunum) að vita um hvað bíómyndin fjallar, hvernig íþróttasýningin verður, eða leikritið/dansinn ... en við fengum að kíkja inn og taka nokkrar myndir sem sýna hluta af því sem er í gangi.

 

Tvær íþróttastelpurMorgunninn var fljótur að líða og allt í einu komið hádegi. Í boði voru núðlur/núðlusúpa og smurt brauð með eggjum og kæfu. 

 

Frá setningarhátíð húllumhædagsinsÞá var haldinn hádegisfundur með umsjónarmönnunum og þar á eftir var húllumhædagurinn settur. Litur dagsins var bleikur og reyndu stelpurnar virkilega að finna þó ekki væri nema bleika hárspennu til að setja í sig ... eða þannig. Tounge Allar voru þær vel í stíl við þemað. 

 

Farið var í vatnagleði þar sem stelpurnar renndu sér eftir vatnsbraut (slip and slide, upp á útlensku). Við breiddum byggingaplast á grasið, sprautuðum vatni á það og stelpurnar renndu sér, alsælar í sundfötunum. Svo var legið á handklæðunum í sólbaði, algjör sólarlandastemning.

 

VatnagleðiÍ kaffinu bauð eldhúsið hins bleika litar upp á nýbakaðar vöfflur með súkkulaðiglassúr og BLEIKUM rjóma. Vel var borðað af kræsingunum og rjóminn sló í gegn!

 

 

Jósefína Potter ... Eftir kaffi var heilmargt við að vera. Ber þar að nefna að skrítin kerling frá Borgarnesi, Jósefína Potter, mætti uppáklædd á svæðið og sagðist ætla að spá fyrir börnunum. Það vakti heilmikla kátínu ... og vangaveltur um það hver af starfsfólkinu þetta gæti verið ... Hún sagði stelpurnum að þær yrðu forsetar, kjarneðlisfræðingar eða slökkviliðskonur ... og allt þar á milli og þótti þetta vera bráðskemmtilegt atriði.

 

SkartgripagerðSkartgripagerðin var frábær, líka keila og zumba Wii-leikirnir, ásamt því að tattú og bandfléttur voru áfram í boði. Allar sem vilja fá fléttu og tattú. Cool

 

Spennandi sápukúlukeppni var haldin á útisvæðinu og tókst Gyðu Stefaníu að sprengja eitthvað um milljón, trilljón sápukúlur á einni mínútu svo hún var „krýnd“  sápukúlusprengimeistari Ævintýralands.

 

KertagerðEinnig var kertagerð og fjöldi fallegra kerta var búinn til. Stelpurnar völdu sér bláskel sem vaxi var varlega hellt í og kveik komið fyrir. Þegar vaxið fór að storkna var hægt að skreyta með glimmer og fleira flottu dóti - eftir smekk hverrar og einnar.

Um kvöldmatarleytið var slegið upp pylsupartíi! Pylsur með öllu og appelsín með. Mikið, mikið borðað.

 

 

Vöffllur með bleikum rjómaDRAUGALEIKURINN var í diskóherberginu og nokkrar hetjur voru meira en til í að sækja eina glóstiku og fljúga út með hana á ljóshraða þrátt fyrir mögulegar forynjur í myrkrinu. Sú fljótasta vann fyrir hópinn sinn. Svo komu „draugarnir“ fram, tóku af sér grímurnar og hneigðu sig. Þetta var svona spennuleikrit með þátttöku stelpnanna. Já, og draugarnir ógurlegu voru nú bara Gummi, Davíð og Dagbjört sem fengu mikið klapp.

Nú héldu stelpurnar að dagskránni væri lokið og fóru á náttfötunum inn í matsal til að fá kvöldhressinguna. Þar beið þeirra poppkorn og safi og síðan var haldið bíókvöld fyrir þær, óvænt og ótrúlega skemmtilegt.

 Síðan voru tennur burstaðar vel og vandlega, farið upp í rúm og kvöldsagan lesin. Svo var bara sofnað rótt og vel.

Myndir dagsins eru hér > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T5D3.html#grid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 90700

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband