Kassabílar, kvikmyndagerð, sund og sæla

Nýkomin með rútunniDagur 1 byrjaði strax um tíuleytið þegar fyrstu börnin mættu á staðinn. Það var sól og það var logn og allir voru kátir. Rútan kom klukkan ellefu en þá féllu nokkrir dropar úr lofti. Við settum hraðamet í því að koma töskunum inn ... þurrum.

Umsjónarmennirnir tóku vel á móti hópunum sínum og eftir að hafa aðstoðað börnin við að koma sér fyrir í herbergjunum var sest niður og spjallað saman. Farið var í sýningarferð um svæðið, nokkur voru að sjá það í fyrsta sinn, önnur voru heimavanari, höfðu komið áður, samt alltaf gott að rifja upp. Svo þurfti að kynnast betur en það tekur aldrei neitt langan tíma.Á öðrum degi eru börnin eins og heima hjá sér, búin að kynnast hvert öðru og þá verður enn skemmtilegra. :)

Útisvæðið var vinsælt fram að mat en þá bauð eldhús dýrðarinnar upp á pasta og glóðvolgar nýbakaðar hvítlauksbollur.

Í matsalnum eftir kaffiÞá var kynning í íþróttahúsinu, starfsfólkið kynnti sig allt og síðan var sagt frá námskeiðunum.

Á síðasta tímabili var grímugerðin vinsælust en núna var hún í öðru sæti á eftir kvikmyndagerðinni, þá listaverkagerð og leiklist.

Ekki var eftir neinu að bíða, námskeiðin hófust og voru í tvo tíma, eða fram að kaffi þar sem búið var að töfra fram skúffuköku - og melónur á eftir. 

Síðan voru stöðvarnar opnar en börnin gátu valið um að fara í íþróttahúsið, Spilaborg og vera á útisvæðinu og mikið var farið á milli - enda ótrúlega gaman alls staðar.

Kassabílarnir prófaðirÍþróttahúsið er stórt og alveg einstaklega gaman að leika sér þar, mikið af tækjum og tólum og mikið og margt í boði þar.

Spilaborg er skemmtilegur staður þar sem bæði er hægt að spila pool, borðtennis, lesa, púsla, spila og leika með dót.

Á útisvæðinu eru tvö trampólín, rólur, vegasalt, stéttar til að kríta á, sippa og hoppa, körfuboltavöllur og ... kassabílar. Bílarnir voru í stöðugri notkun en á föstudaginn kemur verður haldið veglegt kassabílarallí. 

 

Hárgreiðslukeppni Ekki nóg með þetta allt, heldur var haldin hárgreiðslukeppni. Mikil þátttaka var, allir fengu viðurkenningu en í efstu sætum voru: 


1. sæti: Ásta Sigríður sem greiddi Lilju Kolbrúnu
2. sæti: Ragnheiður Sunna sem greiddi Elísabetu Láru
3. sæti: Lísa Katrín sem greiddi Heiðu Rós
Krúttlegasta greiðslan: Inga Birna sem greiddi Jóhönnu Leu
Frumlegasta greiðslan: Sema sem greiddi Öldu Maríu

Kvöldmaturinn sló í gegn - grjónagrauturinn sívinsæli, saðsami og góði. Og svo voru borðaðir ávextir í miklu magni.

SundHaldið var út í íþróttahús eftir matinn en þar var haldin mikil brennókeppni milli hópanna. Úrslitin? Jú, jafntefli, keppnisskapið á sínum stað hjá þeim öllum og árangurinn eftir því.

Þá var komið að langþráðu sundinu og gott að enda daginn í sundlauginni þar sem hægt var að hamast og síðan slaka á í heita pottinum. Útilaugin hér að Kleppjárnsreykjum er ekkert annað en dásamleg!

 

Kósí í heita pottinumEkki var alveg allt búið enn, því að nú var komið að kvöldkaffinu, smurðu brauði og safa. Sæl börn yfirgáfu matsalinn, alveg dauðþreytt líka eftir daginn, og háttuðu og burstuðu. Síðan var valin framhaldssaga hjá hverjum hópi og umsjónarmennirnir hófu fyrsta lesturinn.

Þegar ró var komin á tók næturvarslan við. Á morgun bíða fleiri spennandi ævintýri! Veðurspá er ágæt. Mjög hlýtt seinnipartinn og kannski einhverjir regndropar, hlýir þá.

Hér er beinn hlekkur á myndir dagsins: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T4D1.html#grid

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá fréttir og glæsilega myndir og mikið fjör hjá ykkur.

Kveðja Heiður mamma Ástu Sigríðar.

Heiður (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 90769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband