Dansmeyjarnar sem hurfu, og fleiri ævintýri

Stelpur í stuðiMikið var þetta indæll dagur, veðrið var frábært, sólin skein og stundum fór hún á bak við ský sem var bara fínt.

Dagurinn hjá börnunum hófst með morgunverðinum góða og síðan voru námskeiðin, ekki veitti af, lokakvöldvakan fram undan.

 

Íþróttahópur í gönguferðSíðustu tökur kvikmyndagerðar-hópsins fóru fram og íþróttahópurinn knái sem sýndi svo ótrúlega flottar listir í gær skellti sér í sund. Grímugerð-listaverkagerð stillti upp listaverkunum og ákvað hvernig sýningin ætti að verða um kvöldið. Svo var kíkt út í góða veðrið.

Slakað var á í smástund á herbergjunum rétt fyrir matinn til að hvíla sig á sólinni, ekki veitti af ... og svo kom þessi fíni hádegisverður, eða fínasti pastaréttur. Börnin tóku vel til matar síns.

Einbeittir í kassabílarallíinuÁ hádegisfundunum var talað um hvað það skiptir miklu máli að koma vel fram við aðra og að láta ekki hafa of mikil áhrif á sig. Börnin drógu miða með jákvæðum staðhæfingum og mikið var rætt á uppbyggilegan hátt.

Þá var komið að námskeiðunum aftur og lögð var síðasta hönd á sýningar kvöldsins. Íþróttahópurinn duglegi fór í skemmtilega gönguferð og strákunum fannst ekki leiðinlegt að vaða!

Boðið var upp á skúffuköku og mjólk í kaffitímanum og einnig melónur á eftir.

Þá var nú bara komið að sjálfu kassabílarallíinu. Keppnin var æsispennandi og sigurvegararnir voru þeir Teddó, Hafsteinn Óli og Elías.

GrímugerðarsýninginEins og venjulega á næstsíðasta deginum, eða daginn fyrir brottför, var óskað eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu, við að tína saman rusl í kringum sumarbúðirnar og sópa stéttina. Að vanda buðu sig heilmargir fram og ekki leið á löngu þar til allt var orðið mjög fínt. Sérstakur verðlaunakassi tilheyrir þessum atburði og fengu börnin að velja sér verðlaun úr honum - og fannst það hreint ekki leiðinlegt. 

Hátíðarkvöldverðurinn var ekki amalegur. Eldhús gæskunnar bauð upp á hamborgara með öllu ... franskar og gos. Börnin voru búin að skipta um föt og það ríkti algjör hátíðarstemning.

Stóra stundin rann upp - sjálf lokakvöldvakan. Nú átti að sýna afrakstur þrotlausrar vinnu dagana á undan, eða í a.m.k. tvo tíma á dag ... og þessi vinna var svo skemmtileg.

LeiksýninginListaverka- og grímugerðarhópurinn var með glæsilega listaverkasýningu og börnin stóðu eins og myndastyttur með flottu grímurnar sínar á andlitinu. Hin börnin voru stórhrifin af þessum flottu verkum, og það nánast leið yfir starfsfólkið af hrifningu. 

Á eftir tók starfsfólkið Óla í skógi - og það fannst börnunum alveg stórskemmtilegt, enda fyndið lag og fyndið starfsfólk. Síðan var íþróttahópurinn kallaður fram til að hægt væri að klappa almennilega og lengi fyrir honum, þessum frábæru strákum sem voru með sýningu sína kvöldinu áður.

Ávextir í kvöldkaffinuLeiklistarhópurinn var með mjög skemmtilegt leikrit sem fjallaði um konungsveislu þar sem átti að sýna Svanavatnið og ballerínurnar æfðu og æfðu. Einni hertogaynjunni var ekki boðið svo hún setti álög á dansmeyjarnar sem ... hurfu! Með aðstoð vísindanna fundust dansmeyjarnar og álögunum var aflétt. Og jú, hertogaynjunni var boðið í veisluna, mikið var dansað og sungið og allir glaðir. Frábært leikrit hjá hópnum, frumsamið að sjálfsögðu.

Starfsfólkið sýndi síðan Mjallhvíti og dvergana sjö - algjörlega óundirbúið, og það var mjög, mjög fyndið, mikið hlegið.

Þá var það kvöldkaffið og þar voru ávextir í boði og síðan sérstakur glaðningur, eða frostpinnar á línuna ... sem fór vel í mannskapinn.

Auglýsing fyrir stuttmyndinaSíðan var komið að kvikmynd kvöldsins sem var alveg frábær. Hún heitir Heimavistarskólinn og fjallar bæði um nemendur og starfsfólk skólans. Handritið skrifað af hópnum. Ef börnin mættu of seint í skólann voru þau send til skólastjórans. Tvær stelpur skiluðu sér ekki til baka. Hin börnin leituðu að þeim og þau grunaði jafnvel að næturvörðurinn skrítni stæði á bak við þetta. Hann reyndist ekki valdur að hvarfinu en sagði börnunum að skólastjórinn gæti breytt sér í djöful. Vísindamaðurinn á svæðinu bjó til mótefni gegn djöflum og ruddist ásamt börnunum inn til skólastjórans og hellti mótefninu yfir hann. Stelpurnar reyndust vera undir borði skólastjórans og urðu frelsinu fegnar. Skemmtileg mynd og mjög svo vel leikin.

Háttatími var næstur á dagskránni og þegar börnin voru komin upp í rúm fengu þau handskrifaða viðurkenningu frá umsjónarmanni sínum og hversu mörgum plúsum þau hefðu safnað þessa daga - og þeir voru sko margir. 

Bíógestir skemmtu sér konunglegaÞau sofnuðu fljótt og vel, annir fram undan, eða að borða morgunverð, pakka niður í töskur, horfa aftur á bíómyndina Heimavistarskólinn, leika sér úti og inni, borða kakósúpu með tvíbökum í hádegismat, fara út í rútu (eða vera sótt á einkabíl) sem leggur af stað klukkan 13 og vera komin í Perluna um klukkan 14.45 og hitta elsku fólkið sitt. Heilmikil tilhlökkun var hjá þeim þótt þau hefðu skemmt sér konunglega. Við þökkum kærlega fyrir mjög skemmtilegar stundir þessa frábæru daga sem liðu allt of hratt

Hér er slóð á myndir dagsins: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T3D5.html#grid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 90769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband