Hott hott á hesti og allt hitt

Kertagerð Enn skín sólin eins og mest hún má og verður víst ekkert lát á fyrr en um helgina.

Börnin vöknuðu hress og kát í morgun og drifu sig í morgunmat. Margir kíktu í sund á eftir, kertagerð var í föndurstofunni, útisvæðið opið og svo var haldin karókíæfing en keppnin fór fram nú í kvöld.

Yfir 40 kerti voru búin til, stórframleiðsla í gangi en börnin voru mjög spennt fyrir því að búa til kerti til að taka með heim. Kertin voru mjög skemmtilega skreytt og fjölbreytt.

Kvikmyndagerð í tökumKeppendur kvöldsins í Ævintýrabarkanum ákváðu að taka frekar æfingu en að skemmta sér í sundi en skutluðust svo í snögga sturtu og þaðan í kertagerð.

Gómsætur grjónagrautur var í hádeginu og var mikið borðað af honum, einnig ávöxtunum sem voru líka í boði.

Þá voru það hádegisfundirnir með umsjónarmönnunum og síðan var haldið á námskeiðin. Tíminn líður ótrúlega hratt í sumarbúðunum, á morgun verður lokakvöldvakan þar sem öll atriðin verða sýnd, afrakstur námskeiðanna svo börnin brettu aldeilis upp ermar í dag.

Hundur reiðkennarans sló í gegnÍ kaffinu borðuðu þau ævintýraköku og tekex með marmelaði.

 

Flestir skemmtu sér síðan við leik úti í íþróttahúsi eða á útisvæðinu og nokkur börn héldu á reiðnámskeið og var myndavélin með í för þangað eins og sjá má hér og á heimasíðunni.

 

Góðir hestarnirMikil spenna ríkti með kvöldið ... En fyrst var borðaður glænýr steiktur fiskur með hrísgrjónum og karrísósu, eða tómatsósu, og svo var grjónagrautur í eftirmat. Kokkurinn hafði eldað meira en nóg í hádeginu og börnunum þótti ekki amalegt að fá grautinn í eftirrétt, svo góður var hann.

Svo hófst Söngvara- og hæfileikakeppni Ævintýralands; Ævintýrabarkinn!

Atriðin voru  einstaklega flott og miklir hæfileikar í gangi. Dómnefndin gaf hverjum og einum stig jafnóðum og síðan voru þau talin saman. Svo jafnt var þetta að tvö atriði fengu jafnmörg stig í þriðja sæti. Á meðan dómnefndin reytti hár sitt og reiknaði sáu ofurhugar um að hoppa af trampólíni yfir á dýnu, íþróttahópurinn var með sýninguna sína.

En hér eru úrslitin í Ævintýrabarkanum:
Frábæru Ævintýrabarkarnir1. sæti    Gyða Ragnarsdóttir > Happy ending

2. sæti    Þórdís Ásta, Thea Lív og Áslaug > Lífið er yndislegt

3. sæti    Kolbrún Matthíasdóttir > Jar of hearts

3. sæti    Linda Björk > Mundu eftir mér (sló saman íslensku og ensku útgáfunni)



Íþróttasýningin var æðislegHugsanlega mun íþróttahópurinn sýna eitthvað meira á morgun en það kemur í ljós. Þetta var stórsýning hópsins og fór fram í kvöld þar sem íþróttahúsið verður undirbúið annað kvöld fyrir forsetakosningarnar á laugardaginn. Þeir voru stórkostlegir, strákarnir. Hoppuðu hver á fætur öðrum af trampólíni yfir hástökksslá á dýnu og sá sem stökk hæst (Teddi) stökk 240 cm. Næsta hæð var ekki til á stöngunum þannig að sláin var sett ofan á þær, líklega um 250 cm, en höfuðið og gusturinn frá kraftmiklu stökkinu urðu til þess að hún féll. Glæsileg sýning og börnin voru mjög spennt, hvöttu strákana áfram og klöppuðu við hvert einasta stökk, sama hvernig það fór.

Börnin fengu síðan ávexti í kvöldkaffi og eftir að þau voru komin í bólið var framhaldssagan lesin í hverju herbergi. Síðan sofnuðu allir hratt og vel, stór dagur að koma, lokakvöldvakan um kvöldið og við hlökkum svo til.

Hér er slóð á myndir dagsins: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T3D4.html#grid

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband