Viðburðaríkur og skemmtilegur lokadagur

Listaverkin kláruðNámskeiðin á lokadeginum voru haldin fyrir hádegi, enda þurfti ýmislegt að klára til að allt yrði fullkomið á lokakvöldvökunni.

Gabríela afmælisbarnÍþróttahópurinn fóru í sund, sum börnin í sturtu, önnur voru úti og einnig var hægt að horfa á stuttmyndir kvikmyndagerðar fyrri ára, bara æðislegt. Svo þurfti auðvitað að byrja að pakka niður farangrinum, nema auðvitað fínu fötunum sem átti að klæðast um kvöldið.

Í hádeginu var skyr og smurt brauð og í kaffinu skúffukaka og tekex með heimalöguðu marmelaði.

Gabríela Gunnars átti 12 ára afmæli og fékk sína skúffuköku skreytta, einnig afmælisgjöf frá sumarbúðunum. Alltaf gaman að eiga afmæli í Ævintýralandi.

 

RuslatínslaEftir kaffi var flautað til ruslatínslu ... á meðan yngri börnin fyrr í sumar vildu sem flest taka þátt buðu sig fram þrír að þessu sinni. Þau fengu að velja sér eitthvað tvennt úr verðlaunakassanum fyrir dugnaðinn og fengu einnig kókosbollu og/eða gos í aukaverðlaun.

TrampólíniðÍþróttahúsið og útisvæðið voru opin og svo skömmu fyrir kvöldmat fóru börnin og skiptu um föt fyrir lokakvöldverðinn og lokakvöldvökuna.

 

Í matinn voru hamborgarar, franskar, sósa og gos og féll heldur betur í kramið hjá krökkunum. 

 

Kvöldvakan var hreint æðisleg.

Sýning listaverkagerðarByrjað var á listaverkasýningunni og gátu sýningargestir látið teikna af sér andlitsmynd og einnig fengið andlitsmálningu. Listaverkin voru meiriháttar flott.



DanssýninginÍþróttahópurinn fór í skotbolta og svo var smá leikatriði þar sem tvær stelpur léku stráka og tveir strákar léku stelpur ... þeir voru málaðir og léku dragdrotningar.



Dansinn var alveg stórkostlegur, ótrúlega flottur.

Starfsfólkið lék leikritið um Mjallhvíti og dvergana 7 í aðeins breyttri útgáfu ...


Sykurpúðar grillaðirÍ matsalnum var síðan boðið upp á ís, mynd kvikmyndagerðar sýnd, hryllingsmynd með tómatsósublóði ... börn/unglingar sem voru að koma í sumarbúðir og það var einn morðingi á meðal þeirra .... Tekið skal fram að handritið var eftir krakkana sjálfa ... Frábær mynd með mögnuðum leik.

Eftir það var farið út í blankalognið sem ríkti og boðið upp á grillaða sykurpúða, starfsfólkið dansaði um með stjörnuljós og nokkrir "froskar" voru sprengdir.

Allir fengu skúffukökuAð lokum var boðið upp á ávexti í kvöldkaffi og svo var haldið beint í háttinn en áður en ljósin voru slökkt fengu börnin viðurkenningar/umsagnir frá umsjónarmönnunum sínum.

Í morgun var hlaðborðið góða og svo leið bara tíminn ógurlega hratt og rútan kom og svona ...

Þetta var frábær vika og krakkarnir alveg einstakir. Bestu þakkir fyrir skemmtilegar samverustundir!

 

Lokakveðjur ... í bili frá Kleppjárnsreykjum.

Nýjustu myndirnar eru hérna: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d6.html


Ævintýrabarkinn og spennandi leynigestur

KortagerðFrábær dagur í gær þar sem Ævintýrabarkinn, kertagerð, dagbókargerð og fleira kom við sögu.

Fyrir hádegi og eftir morgunverðarhlaðborðið var val um að fara í sund eða sturtu, íþróttahúsið og útisvæðið. Þátttakendur í Ævintýrabarkanum æfðu sig á fullu, enda næstsíðasta æfingin.

Í hádeginu var pasta og heimabakað hvítlauksbrauð sem rann vel niður. Þá voru hádegisfundirnir og síðan námskeiðin góðu.

Leynigesturinn tekur lagiðÍ kaffinu var sandkaka og einnig ávextir. Eftir kaffi fór hópur á reiðnámskeið, aðrir í Spilaborg eða útisvæði, svo var boðið upp á kertagerð og korta- og dagbókargerð, einnig var síðasta æfingin haldin fyrir Ævintýrabarkann.

Ísbíllinn kíkti við á Kleppjárnsreykjum og fóru nokkrir krakkar og keyptu sér ís. Bara sniðugt!

... og gefur eiginhandaráritanirÍ kvöldmat var pítsa og var heldur betur tekið til matar síns, enda eru pítsurnar hennar Sigurjónu víðfrægar um víða veröld.

Þá var það Ævintýrabarkinn ... og leynigesturinn sem beið í felum úti í íþróttahúsi ... Leynigesturinn reyndist vera hún Anna Hlín úr Idol og vakti söngur hennar mikla lukku. Krakkarnir fengu að sjálfsögðu eiginhandaráritun hjá henni á eftir.

SigurvegararnirSvo hófst keppnin sjálf og stóðu keppendur sig frábærlega vel.

Keppendur kvöldsins voru Alexzandra, Eydís Sara, Gabríela Mist, Halldóra Vera, Hulda Hrund, Hulda R, Ingibjörg Bergrós, Íris Árnad, Melkorka, Sandra, Sigurbjörg, Suzanna Soffía og Unnur Jón

Alexzandra í fyrsta sætiSigurvegarar voru: 1. sæti: Alexzandra, 2. sæti Eydís Sara, 3. sæti: Hulda R og Sandra. Þær fengu verðlaun en allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl. Miklir hæfileikar hjá öllum börnunum og erfitt fyrir dómnefndina að velja sigurvegarana.

Í kvöldkaffi voru ávextir og svo bara farið til koju, spennandi dagur fram undan, sjálfur lokadagurinn með lokakvöldvökunni og alles.

 

Stórkostlegar söng- og hæfileikakveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

Nýjar myndir má finna hérna:

 

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d5.html

 

 


Sund, kertagerð, diskó og fleira stuð

Sund í góða veðrinuFyrir hádegi í dag var farið í sund í sól og hita, einhverjir fóru á karaókíæfingu fyrir Ævintýrabarkann annað kvöld, aðrir voru á útisvæði og margir fóru í kertagerð.

KertagerðKertagerðin var ógurlega skemmtileg og mörg, flott kerti urðu til. Börnin finna sér góðan stein sem þau mála, einnig mála þau skel sem vax er sett í og límt á steininn eða fá sprittkerti til að líma á hann.

 

Herbergistékk sumarbúðastjórans, afar spennandi athöfn, fór fram og í ljós kom að krakkarnir ganga einstaklega vel um. Mikið gleði yfir því ...

 

Flott kertiHádegismaturinn: kakósúpa og tvíbökur og síðan nóg af ávöxtum.

Hádegisfundir hvers hóps með umsjónarmanni fóru í að ræða framkomu við aðra og einelti og stóðu fundirnir í u.þ.b. hálftíma. Mjög góðar, gagnlegar og skemmtilegar umræður.

Síðan var farið á námskeiðin! Myndlist, dans, kvikmyndagerð og íþróttir.

 

Námskeið í umhirðu húðarÍ kaffinu var boðið upp á sandköku, eggjabrauð og melónur. Hluti barnanna fór á reiðnámskeið kl. 16 og síðan aftur á sama tíma á morgun.

Síðan var það námskeið í umhirðu húðar og almennri snyrtingu. Ellý talaði um að ungar stelpur ættu alls ekki að mála sig daglega, allt í lagið smávegis við ákveðin tilefni.

Í kvöldmat var kjúklingur, franskar, sósa og gular baunir, æðislega gott og mikið, mikið borðað.

 

TískusýningGlæsileg tískusýning var haldin og það þótti t.d. ákveðið tilefni hjá stelpunum til að mála sig smá.

 

Svo var diskótek strax á eftir.

 

DiskóVeðrið er búið að vera stórkostlegt og fannst börnunum gott að kæla sig aðeins með því að skreppa á útisvæðið, mikill hiti var í dansinum.

Í kvöldkaffi voru ávextir og svo var það bara draumalandið. Spennandi dagur á morgun en annað kvöld verður Ævintýrabarkinn og þá verður nú gaman.

 

Diskó- og stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

 

Nýjar myndir á http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d4.html


Húllumhæ og mikið fjör

ÍþróttahópurinnNámskeiðin voru fyrir hádegi í gær, smábreyting þar sem þetta var húllumhædagurinn.

 

Íþróttahópurinn var úti og fóru krakkarnir í skemmtilega leiki á stóra útivellinum. Ekki séns að hægt sé að vera inni í iþróttahúsi, þó skemmtilegt sé, í svona dásamlegu veðri.

 

ListaverkagerðEllý fór upp á fjall með myndlistarhópinn og voru sköpuð ódauðleg listaverk úti í yndislegri náttúrunni. Ekki er að efa að sýning listaverkagerðarinnar verður mögnuð á lokakvöldvökunni, enda einstaklega hugmyndarík börn þar innanborðs. SJá má hluta hópsins á myndinni til hægri.

 

KvikmyndagerðKvikmyndagerðin er á kafi í tökum og brá sumu starfsfólkinu (sem ekki vissi) nokkuð í brún þegar fjöldi barna arkaði í búningum burt frá sumarbúðunum með ferðatöskur á eftir sér. Þetta var allt hluti af bíómyndinni sem verður gaman að sjá á miðvikudagskvöldið. Börnin semja handritið sjálf að vanda og má búast við mikilli spennu, höfum við heyrt, með dassi af hryllingi ... Sjá mynd hér til vinstri af Davíð upptökumeistara og nokkrum af leikurunum.

 

 

DanshópurinnDansinn var æfður grimmt en stelpurnar sem eru þar semja hann sjálfar og ef að líkum lætur verður sýningin algjört æði, við hlökkum mikið til að sjá hópinn á lokakvöldvökunni, eins og aðrar sýningar. Sjá mynd af þeim hérna til hægri.

 

KókosbollukeppninEftir hádegismatinn, grjónagraut og síðan melónur, var hinn daglegi hádegisfundur barnanna með umsjónarmönnum sínum og síðan var farið út á útisvæðið og hátíðin sett.

 

Byrjað var á kókosbolluboðhlaupi sem var frekar mikið fyndið og einnig æsispennandi.

 

FánaleikurSíðan var fánaleikurinn góði. Hópnum skipt í tvö lið, Draum og Martröð, og síðan var barist af kappi um þvottaklemmur sem allir vita að er hinn mesti fjársjóður ... Þau sem ekki nenntu í leikinn (um tíu talsins) léku sér á útisvæðinu eða fengu flott tattú hjá Ellý.

 

Heitar vöfflur nammi nammÍ kaffinu var boðið upp á heitar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma, eða sultu fyrir þá sem vildu í stað súkkulaði. Það var a.m.k. mikið borðað af þessum góðu vöfflum hennar Sigurjónu og saddir og sælir krakkar drifu sig í næstu ævintýri þegar kaffitíminn var búinn.

 

 

SkartgripagerðEftir kaffið var boðið upp á skartgripagerð, tattú, keilukeppni (Wii), bandfléttur og útisvæði. Einnig kíkti spákerling í heimsókn, Grafarvogs-Gudda, sem sagði þeim að þau væru góðir krakkar og gætu framkvæmt allt það sem þau vildu í lífinu ef þau stæðu með sér. Gabríela Mist sigraði í keilukeppninni, sannkallaður keilumeistari þar á ferð.

Grillaðar pylsur voru í kvöldmatinn og  fóru í tonnatali, enda í uppáhaldi hjá flestum krökkum.

Eftir kvöldmatinn var síðan bíókvöld þar sem boðið var upp á popp og kók í hléinu.

Frábær dagur og mikið fjör!

Sumarbúðirnar ÆvintýralandÍ dag verður nóg við að vera; sund, kertagerð, umhirða húðar með Ellý og í kvöld tískusýning og diskó. Allt um það síðar.

 

Eldheitar húllumhækveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

Nýjar myndir hér, bein leið: 

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d3.html


Mörk óttans, hárgreiðslukeppni og fleira skemmtilegt

Gaman í sundiDagurinn hófst með morgunverðarhlaðborði en þar var m.a. boðið upp á kornfleks, súrmjólk, ristað brauð og álegg.

Því næst var val um íþróttahús, útisvæði, sund, sturtu ... og svo var fyrsta karaókíæfingin, eða æfing fyrir söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann. 

Í hádegismat var asparssúpa og smurt brauð, egg, kæfa og slíkt, bara gott. 

TöffararSíðan tóku námskeiðin við fram að kaffi þegar boðið var upp á sandköku og tekex með heimalöguðu marmelaði.

Eftir kaffið hélt Ellý okkar magnaðan forvarnafyrirlestur. Börnin hlustuðu vel og svo voru umræður á eftir. Ellý sagði frá eigin reynslu og talaði um hvað það væri mikilvægt að hafa viljastyrk og virða útivistarreglur, hlýða foreldrum og skilja að reglur væru allar til að verna þau og fleira og fleira. Hún nær vel til unglinganna, enda ótrúlega mögnuð manneskja.

HárgreiðslukeppniÞar á eftir var hárgreiðslukeppni og stór hluti barnanna tók þátt í henni. Greiðslurnar hafa sjaldan verið flottari og allir fengu verðlaun og viðurkenningu. Fyrir þau sem höfðu ekki áhuga á keppninni var útisvæðið opið, einnig íþróttahúsið og svo var hægt að vera inni á herbergi stuttu fyrir kvöldmat.

Að aftanÍ fyrsta sæti ... urðu sex stelpur, þrjú módel og þrír hárgreiðslumeistarar!
1. sæti: Gabríela Gunnarsd., Kolfinna greiddi
1. sæti: Sissa, Alexzandra greiddi
1. sæti: Tanja Björk, Suzanna greiddi

2. sæti: Sandra, Nína Lee greiddi.

3. sæti: Hekla, Eydís Sara greiddi.

Rokkaðasta greiðslan: Gabríella Mist, Melkorka greiddi. Móey Pála, Gabríela Gunnarsd. greiddi

Frumlegasta: Íris,  Úlfur greiddi

Mörk óttansKrúttlegasta: Emilía Rán, Alena greiddi

Dúllulegasta: Arndís Lea, Írena Eik greiddi og Ingibjörg Birta, Karen greiddi

Mest kúl: Hulda Rafnsd., Harpa Hrönn greiddi

Töffaðasta: Edda Björg, Kolbrún Edda greiddi

Flottasta: Hulda Hrund, Unnur Jóna greiddi

Villtasta:
Dagbjört, Margrét Vala greiddi og Kolfinna, Móey Pála greiddi


Soðin ýsa var í kvöldmatinn með hrísgrjónum og karrísósu eða tómatsósu.

PúslaðEftir kvöldmat var vaðið beint í leikinn ógurlega, Mörk óttans. Nokkur börn úr hverjum hópi tóku þátt fyrir hönd hópsins.

 

Fyrsta þrautin var risapúsl hérna á útisvæðinu sem börnin voru nú ekkert rosalega lengi að fatta ...Sjá mynd til vinstri.

 

 

SpurningaleikurinnSvo var farið í íþróttahúsið í spurningaþrautina. Börnin fengu spjöld með A, B, C og D og réttu upp spjald með því sem átti við spurninguna. Sjá mynd til hægri.

 

 

ÓgeðsdrykkurinnÞriðja þrautin var ógeðsdrykkurinn viðbjóðslegi og þurftu tveir úr hverjum hópi að drekka þetta ógeð sem gekk nú misjafnlega vel að vanda.

 

Að lokum var það draugaherbergið hræðilega og það hefur aldrei verið eins mikið ógeð í fötunni sem sjálfboðaliðarnir úr hópnum þurftu að fara ofan í með höndina til að sækja Apríl sækir steinstein og rétta starfsmanni. Á meðan hljómaði viðurstyggilega draugaleg tónlist í myrkrinu (flassið á myndavélinni lýsti upp en annars var niðamyrkur), svo var reykvélin á fullu. Ellý okkar kann að reka upp hljóð, enda söngkona, og gerði ógurleg óhljóð á meðan börnin flýttu sér að leysa þrautina með steininn og komast út aftur á miklum hraða. Þegar hver og einn hópur fékk síðan að koma í smástund inn reyndi Geir að hræða úr þeim líftóruna með því að leika draug. Börnin stóðu sig eins og hetjur og virtust skemmta sér konunglega.

DraugaherbergiðBleiki hópurinn hennar Pollýjar sigraði en í honum eru: Alena, Alexzandra, Apríl, Dagbjört, Emilía Sara, Emilía Rán, Harpa Hrönn, Hekla, Hulda Hrund, Sissa, Suzanna, Tanja Björk og Unnur Jóna.

Í kvöldkaffi var boðið upp á safa og smurt brauð og síðan var lagst í koju og farið að lesa, nóg af bókum til. Bókasafnið stækkar með hverju árinu og margt skemmtilegt að finna þar. 

Ellý með viðbjóðsleg hljóðÞetta var frábær dagur og dagurinn á morgun verður enn frábærari ef það er hægt ... eða húllumhædagurinn. Meira um hann á morgun.

 

"Draugalegar" stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

Fullt af nýjum myndum á heimasíðunni, bein leið:

 

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d2.html  

 


Unglingatímabilið hafið - frábærir krakkar og mikið stuð

Gaman að spjallaSpilaborgNý hópur, síðasti hópur sumarsins, kom til okkar í gær, börn á aldrinum 12-14 ára.

Frábærir krakkar og hefur meira en helmingurinn verið hjá okkur áður.

 

Þeim mætti rok og smákuldi, miðað við það sem verið hefur, við komu en það hefur nú hlýnað alveg heilmikið.

Alveg hægt að vera á útisvæðinu samt, svo hlýnar manni auðvitað þegar er hoppað og skoppað á trampólínu, það segir sig svo sem sjálft!

 

Ellý húðflúrarFjögur námskeið heillaði þau mest þótt fleiri væru í boði: kvikmyndagerðin var vinsælust og á hæla hennar kom dansinn, einnig verður íþróttanámskeið og listaverkagerð. Það var mikið fjör í íþróttahúsinu þegar þau völdu sér. Kannski skiljanlegt að unglingarnir hafi ekki viljað fara í t.d. grímugerð sem er svo vinsæl hjá yngri börnunum.

 

KvöldkaffiÍ kaffinu var skúffukaka og einnig ávextir og í kvöldmat var kjöt og spagettí.

 

Sitt af hverju var í boði eftir kaffi, útisvæði, sund og Spilaborg. Mjög mikið fjör ríkti, krakkarnir töluðu mikið saman og kynntust vel og virðast hlakka mikið til að verja saman fjörugri og viðburðaríkri viku.

Æðisleg tattúMyndavélin stríddi okkur aðeins (heilmikið) í gær en við náðum þó skemmtilegum myndum í gærkvöldi þar sem mátti m.a. sjá þegar tattúmeistarinn Ellý gerði þvílíku listaverkin á börnin.

 

Í kvöldkaffi voru ávextir.

 

TrampólínFleiri fréttir í kvöld og þá koma fleiri myndir frá ævintýrum dagsins. 

 

Stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

 

P.s. Myndirnar eru á heimasíðunni okkar: www.sumarbudir.is

Bein leið á dag 1: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d1.html


Magnaður lokadagur - myndirnar komnar

ReiðnámskeiðEf dagurinn í gær var góður þá var þessi helmingi betri - eða kannski öðruvísi. Mikil hátíðastemmning ríkti, enda lokadagur og spenna fyrir lokakvöldvökunni fram undan.

Síðustu tökur kvikmyndagerðarNámskeiðin voru haldin fyrir hádegi að þessu sinni en ekki fyrr en eftir staðgóðan morgunverð;  kornfleks, seríós, súrmjólk, ristað brauð og álegg eða hafragraut eða bara sitt lítið af hverju.

 

 

 

Harpa Dís afmælisbarnEftir námskeiðin fóru hóparnir að pakka niður farangri sínum og sum börnin skruppu í sturtu.

Í hádeginu var skyr og smurt brauð og eftir matinn var enn og aftur farið á námskeiðin til að leggja síðustu hönd á allt saman.

Í kaffinu var skúffukaka og einnig melónur og þar sem Harpa Dís verður 12 ára á morgun fékk hún skreytta kökusneið, gjöf, kort og afmælissönginn. Frekar erfitt að halda upp á afmælið hennar á fardegi.

RuslatínsluverðlaunEftir kaffi var reiðnámskeiðsbörnunum boðið upp á korta- og dagbókargerð sem þau misstu af í gær. Spilaborg var opin, einnig íþróttahúsið og svo útisvæðið á meðan hin vikulega ruslatínsla fór fram. Sjálfboðaliðar fara um svæðið vopnaðir ruslapokum og sópum og fá svo að velja sér skemmtileg verðlaun fyrir. Ótrúlega vinsælt!

ListaverkagerðFyrir hátíðarkvöldverðinn skiptu börnin um föt og voru ótrúlega ánægð með að hamborgara, sósu, franskar og gos.

Kvöldvakan hófst með sýningu listaverkagerðarhópsins og var hún glæsileg að vanda.

 

Hver verður KörfukóngurÞar á eftir var farið út í íþróttahús þar sem íþróttahópurinn stóð fyrir skemmtilegum leik sem heitir Körfukóngur. Allir reyndu að hitta bolta í körfuna og kóngurinn sem hitti oftast er nú eiginlega drottning og heitir Silja Katrín. Allur hópurinn tók sko þátt.



DanssýningDanshópurinn sýndi frábæran dans og var eins og stelpurnar hefðu æft í margar vikur ... þær voru ótrúlegar. Við tókum þetta upp og einnig Ævintýrabarkann og mun þetta koma á bloggið sem allra fyrst.

StarfsmannaleikritiðStarfsfólkið sýndi frekar ruglað leikrit sem skemmti börnunum afar vel. Það heitir Hans og Gréta en samt villtust inn í það persónur úr öðrum leikritum, m.a. Öskubuska á flótta undan prinsinum. Yngri stjúpsystir Öskubusku varð skotin í Hans, bróður Grétu, sem flækti málin mikið.

 

Grímugerð hÍ grímugerð þessa vikuna voru sex börn en þeim tókst þó að búa til frábært látbragðsleikrit sem fjallaði um tvær eldri konur, góðar vinkonur sem hittust eftir margra ára aðskilnað. Bófar komu og rændu þeim, misheppnuð ofurhetja reyndi að bjarga þeim en tókst ekki. Ræningjarnir bundu þær og vöktu yfir þeim en eftir sólarhring sigraði svefninn þá og ofurhetjunni tókst að bjarga konunum. Þær þökkuðu ofurhetjunni og dásömuðu hetjuskapinn og fóru svo. Þá stóðu ræningjarnir upp og ofurhetjan borgaði þeim fullt af peningum, hann vildi að fólk fengi trú á sér aftur, ekki hafði gengið nógu vel hjá honum undanfarið. Frábært leikrit en handritið var að sjálfsögðu skrifað af börnunum sjálfum.

KörfudrottninginBíómynd kvöldsins, Stóra spurningamerkið, var alveg frábær. Hún stóð í heilar 30 mínútur, líklega lengsta mynd sem nokkur hópur hefur gert. Hún fjallar um hund sem er stolið og FBI rannsakar málið. Margar stórkostlegar persónur í myndinni, börnin stóðu sig mjög vel. 

Eftir þessa æðislegu kvöldstund var boðið upp á ávexti í kvöldkaffinu og allir fengu svo íspinna. Síðasti hluti kvöldsögunnar var síðan lesinn fyrir hópana og svo tók draumalandið við.

 Körfudrottningin.

 

Fyrirfram heilmiklar saknaðarkveðjur frá Kleppjárnsreykjum en í fyrramálið kveðjur þessi hressi og skemmtilegi hópur okkur.

Kíkið eftir nýjum myndum á www.sumarbudir.is, tímabil 7, dagur 6.

 


Æðislegur dagur sem lauk með Ævintýrabarkanum

Spilaborg er svo skemmtilegKortagerðGærdagurinn var gjörsamlega æðislegur og sitt af hverju óvænt og skemmtilegt gerðist, þ.á.m. glæsileg tískusýning sem hafði ekki verið plönuð, ekki að spyrja að þessum kláru krökkum sem vex ekkert í augum.

 

Að vanda hófst dagurinn með því að börnin vöknuðu ... klæddu sig, burstuðu tennur og svona. Hlaðborðið beið þeirra að vanda og allir borðuðu sig metta, fengu sér eitthvað eitt eða smökkuðu af öllum "sortum".

 

Gaman að lesa andrésblöðFlott dagbókÚtisvæðið átti að vera opið en þar sem veðrið var svo "fúlt", eins og börnin orðuðu það, var Spilaborg opnuð fljótlega.

Einnig var í boði að fara í sund, á karaókíæfingu eða í íþrótthúsið þar sem þolfimi var og sló gjörsamlega í gegn og einnig var haldin spennandi húllakeppni.

 

Mikið var við að vera á öllum vígstöðum í gær, boðið var m.a. upp á dagbókargerð við miklar vinsældir og einnig kortagerð sem vakti ekki minni lukku.

 

HúllakeppniLokaæfing fyrir ÆvintýrabarkannTinna Björk sigraði húllakeppnina með miklum yfirburðum (11,05 mín.) og í öðru sæti varð Svanhvít Birta (7,05). Nína Þöll var í þriðja sæti (3,17 mín.). Snillingar!

 

 

Í hádeginu var boðið upp á pasta og heimabakað hvítlauksbrauð við miklar vinsældir barnanna. Síðan voru hádegisfundirnir haldnir með umsjónarmönnunum. Bara snilld að hafa þessa fundi, finnst börnunum, sem hafa gaman af því að rabba saman um allt milli himins og jarðar í rólegheitunum. Ja, eða fara í skemmtilega leiki. Fer bara eftir stemmningunni.

Góðir vinirVið kíktum á námskeiðin og njósnuðum svolítið en yfirleitt er ekki auðvelt að fá upp úr hópunum hvað er í gangi, allt svo mikið leyndarmál sem á ekki að opinberast fyrr en á lokakvöldvökunni.

Ekki er alveg komið á hreint hvort stuttmynd kvikmyndagerðar á að heita Stóra spurningamerkið eða Stóra spurningin, kemur í ljós í kvöld. Grímugerðarleikritið heitir Kolruglaðir endurfundir. Íþróttahópurinn ætlar að standa fyrir leikjum á lokakvöldvökunni, leikjum sem allir geta tekið þátt í. Danshópurinn verður með heimasaminn Free Style poppdans ... vá, hvað við hlökkum til í kvöld. 

Í kvöldmat var steiktur fiskur með hrísgrjónum, karrísósu (sem er ævintýrasósa a la Sigurjóna) og svo fengu þeir tómatsósu sem vildu. Nammi, namm.

KaraókíKaraókíkeppnin var síðan eftir kvöldmat, eða Ævintýrabarkinn. Keppnin var vægast sagt afar hörð og börnin mjög jöfn að stigum, það munaði hálfu stigi þarna, einu stigi hérna ... o.s.frv. Dómnefndin var sannarlega ekki öfundsverð af starfinu. 
Á meðan stigin voru talin saman (og dómararnir slógust?) var æðisleg tískusýning sem Gummi kynnti, eða lýsti, eins og þaulvanur tískusýningaþulur. Börnin, bæði strákar og stelpur, æfðu sig einu sinni og létu svo bara vaða. Þau voru STÓRKOSTLEG, eins og það væri daglegt brauð hjá þeim að pósa á pöllunum.
SigurvegararnirEftir að stig dómnefndar voru talin saman urðu úrslitin svona:
1. sæti: Harpa Óskarsdóttir með lagið Lífið er yndislegt.
2. sæti: Hjördís Tinna með lagið Imagine (undirleikari: Gummi gítarsnillingur).
3. sæti: Hildur Sigríður með lagið Einhvers staðar einhvern tíma aftur.
3. sæti: Melkorka Jenný með lagið Með þér.

Já, þær Hildur og Melkorka voru hnífjarnar í þriðja sætinu. Fyrir fyrstu þrjú sætin voru veitt verðlaun en allir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

 

Sérstök aukaverðlaun í hæfileikakeppninni fékk Máni Emeric fyrir brúðuleikhús! Hrafn Ingi, 4 ára, sem kom í heimsókn til ömmu (Þóru) í sumarbúðirnar, tróð upp og söng Vinalagið. Hann fékk smá aukaverðlaun fyrir að þora ... Við dáðumst þvílíkt að öllum þátttakendum einmitt fyrir það, kjarkinn að standa fyrir framan stóran áhorfendahóp og syngja! Áhorfendur stóðu sig líka vel og fögnuðu innilega hverjum keppanda sem gerði þetta eflaust léttbærara.

TískusýningAllir þátttakendurAðrir keppendur voru: Berglind María, Danía Rún, Erla Svanlaug, Helena Björk, Olga Katrín, Nína Þöll, Ragna Sól, Salomé, Steinunn Margrét, Suzanna Soffia og Tinna Björk. Þær stóðu sig alveg einstaklega vel.

Skemmtiatriði, hressandi hopp og skopp í hléinu og smá uppákoma starfsmanna var einnig í gangi og það ríkti sannarlega líf og fjör eins og sjá má á myndunum á www.sumarbudir.is, tímabil 7, dagur 5.

Í kvöldkaffi var smurt brauð og safi. Næstsíðasti kvöldlesturinn fór fram og eru sumar framhaldssögurnar örugglega orðnar frekar spennandi eða fyndnar eða bara skemmtilegar en allir sofnuðu hratt og vel. Ekki miklar annir hjá næturvörðunum frekar en vanalega.

Stórfenglegar hæfileikakveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

Bein leið á milljón myndir gærdagsinshttp://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t7-d5.html


Húllumhæ, rok, pylsur og bíókvöld

KókosbolluboðhlaupHúllumhædagur var haldinn hátíðlegur í dag en hann er alla mánudaga í Ævintýralandi. 

Námskeiðin voru haldin fyrir hádegi að þessu sinni og eftir hrikalega góðan grjónagraut í hádeginu og síðan hádegisfundina var haldið út í íþróttahús þar sem húllumhædagurinn var settur. Yfirleitt er það gert utandyra en það var svo mikið rok að þessu sinni og bara meira kósí að vera þar.

Verulega skemmtilegt kókosbolluboðhlaup fór fram og sýndu börnin ótrúlega snilli við að borða kókosbollu ... með hendurnar fyrir aftan bak. 

FánaleikurinnSíðan var fánaleikurinn æðislegi, frábæri, skemmtilegi og þau börn sem vildu taka þátt í honum voru máluð í framan með stríðsmálningu, liðið Draumur fékk rauða málningu en Martröð gula. Á meðan um 50 börn börðust um þvottaklemmur léku hin börnin sér í íþróttahúsinu og fengu líka bandfléttur ef vildu. Jafntefli varð í fánaleiknum, bæði liðin jafngóð.

Í kaffinu voru heitar VÖFFLUR með súkkulaðiglassúr og rjóma en þau börn sem vildu sultu fengu hana að sjálfsögðu. Mikið, mikið var borðað af vöfflum, bæði eru þær svoooo góðar og svo voru allir svangir eftir hamaganginn og skemmtunina.

 

Skartgripa- og armbandagerðEftir kaffið var skartgripagerð og armbandsgerð í matsalnum, keilukeppni (Wii) í bláa herberginu sem kallast Framtíðin og boðið var upp á andlitsmálun, tattú og bandfléttur.

 

AndlitsmálunAlgjör 17. júní-hátíð. Rúsínan í pylsuendanum var spákonan ógurlega, Jósefína Potter frá Borgarnesi. Hún sagði þeim eflaust eitthvað spennandi en þó algjört leyndarmál. Það var þó ekki aðalmálið hvað hún sagði, heldur hver þetta eiginlega væri ... hvaða starfsmaður hefði farið í galdrabúning og þóst vera spákerling frá Borgarnesi. 

KeiluleikurTalandi um pylsuenda ... það voru grillaðar pylsur í kvöldmatinn og ekkert smá góðar!

Síðan tók við bíókvöld þar sem boðið var upp á popp og safa í hléinu. Frábær dagur!

Allir voru þreyttir en sælir þegar kvöldsagan var lesin og sumir gátu ekki haldið sér vakandi yfir henni, heldur steinsofnuðu næstum um leið og þeir lögðust í bólið. Á morgun bíða ný ævintýri og annað kvöld verður t.d. karaókíkeppnin, eða Söngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn.

Frábærar húllumhækveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

 

Nýjar myndir á heimasíðunni: www.sumarbudir.is.

Bein leið á dag 4: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t7-d4.html


Kertagerð, sippkeppni, diskótek og margt fleira

Sippkeppnin nýhafinÞetta var viðburðaríkur og skemmtilegur dagur alveg frá morgni til kvölds

Morgunverðarhlaðborðið stóð fyrir sínu að vanda og gaf börnunum kraft í kropp fyrir annir dagsins.

Valið í morgun var um sippkeppni, kertagerð, sund og íþróttahús og svo fóru þeir söngelskustu í karaókíæfingu með Gumma. Æfingu fyrir Söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann sem fram fer á þriðjudagskvöldið. Þegar leið á morguninn var hin sívinsæla Spilaborg opnuð.

Sippkeppnin var spennandi en í fyrsta sæti varð Erna Björk, í öðru þær Ólöf Björg (Lóa) og Sóley Björg sem voru hnífjafnar að stigum. Í þriðja sætinu varð Sunneva Lind.

KertagerðKakósúpa var í hádegismatinn með tvíbökum og síðan var boðið upp á ávexti.

Hádegisfundirnir voru skemmtilegir að vanda en þá tekur umsjónarmaðurinn púlsinn á líðan barnanna, þau spjalla mikið um sitt af hverju og svo er stundum farið í leiki. 

Gummi með Sing og SongLeiksýning starfsmanna fór síðan fram en þar er tekið á ýmsum málum. Góðuráðavélin Ping og Pong lék stórt hlutverk (Davíð og Inga Lára) en Gummi lék strák sem lenti í ýmsu, m.a. einelti á skólalóðinni og því að vafasamur maður (sem Geir lék) með nammi og hvolpa (svo sagði hann) vildi endilega bjóða honum upp í bílinn sinn. Þeir Sing og Song, jákvæðar hugsanir, neikvæðar hugsanir, skynsemi og óskynsemi, reyndu að hafa áhrif á Gumma og sagði Song t.d. að maður ætti ALLTAF að fara upp í bíl hjá ókunnugum. ListaverkagerðÞá hlógu nú börnin dátt, enda vissu þau betur. Allt fór vel að lokum og Gumma tókst að taka réttar ákvarðanir. Hann t.d. hafnaði því að fá Hönnu Montana sem vinkonu á MSN. Hann vildi frekar þekkja krakkana sem voru vinir hans þar en að safna fullt af ókunnugum vinum sem hann þekkti ekki neitt.

KvikmyndagerðarhópurinnSíðan var haldið á námskeiðin. Kvikmyndagerðin var í tökum og virðist stuttmyndin hjá krökkunum ætla að verða ótrúlega spennandi. Þau voru vígaleg í búningunum. Mun meiri leynd hvílir yfir leikritinu hjá grímugerð/leiklist, hvað þá dansinum og íþróttunum. Listaverkagerðin hefur skapað ótrúleg verk og eru t.d. litlu myndirnar, málaðar á gifs, alveg rosalega flottar. Lokakvöldvakan verður æðisleg og mikil tilhlökkun og spenningur ríkir alltaf vegna hennar og að sjá afrakstur allrar vinnunnar sem lögð hefur verið í námskeiðin, hvert og eitt þeirra.

GrímugerðÍ kaffinu var boðið upp á sandköku og melónur og þegar allir voru orðnir saddir og sælir var það Spilaborg, útisvæði og íþróttahús. Þeir sem eru á reiðnámskeiði fóru til Guðrúnar með rútunni og skemmtu sér konunglega. 

Veðrið var gott í dag þótt sólin léti ekki sjá sig og börnin nutu þess að vera úti. Það var logn og rigningardroparnir féllu bara á meðan börnin voru hvor eð er inni. Sérsamningur við Sigga storm!

DiskótekBörnin skiptu um föt fyrir matinn, enda diskótek strax á eftir ... en í matinn var kjúklingur, franskar, sósa og gular baunir og var hreinlega malað af vellíðan, enda er kjúklingurinn hennar Sigurjónu heimsþekktur fyrir bragðgæði, eða það hlýtur að vera.

 

TattúDiskóið var stórskemmtilegt, börnin kunna sannarlega að skemmta sér og dönsuðu mikið. Svo var notalegt að fara fram til að kæla sig og geta sest í rólegheitum og fá tattú eða bandfléttu í hárið.

Brauð og safi í kvöldkaffinu, síðan kvöldsagan og þá draumalandið!

Stuð- og diskókveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

Fullt af nýjum myndum á 

www.sumarbudir.is

Bein leið á myndir dagsins:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t7-d3.html


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband