20.7.2012 | 21:56
Hestar og dúndrandi hæfileikar :)
Dagurinn í gær var alveg frábær ... úti rigndi en það gerði nú ekki mikið til.
Eftir morgunmat var farið í sund, eða sturtu, Spilaborg var opin og haldin var karaókóæfing.
Rigningin heillaði ekkert sérstaklega, enda svo sem nóg að gera inni.
Í hádeginu var boðið upp á grjónagraut og svo voru ávextir líka í boði, eins og svo oft.
Námskeiðin gengu afar vel og hádegisfundurinn líka sem var á undan. Mikið spjallað á fundinum og mikið skapað á námskeiðunum. :)
Ævintýrakaka var snædd í kaffinu, heimabökuð sandkaka, og einnig tekex með appelsínumarmelaði.
Reiðnámskeiðsbörnin skemmtu sér vel með hestunum og tóku ekki bara nesti með sér, heldur líka myndavélina.
Eftir kaffi fóru flestir út í íþróttahús en nokkur börn vildu vera í spilaborg og hin fóru á reiðnámskeið ásamt myndavélinni.
Fljótlega eftir kaffi hætti að rigna og mörg börn stukku út að hoppa, róla og fleira ...
Kvöldmaturinn var heldur betur góður; glænýr steiktur fiskur með hrísgrjónum og karrísósu, sum börnin sýndu byltingarkennda framkomu ... og vildu frekar tómatsósu. :)
Síðan kom að flotta Ævintýrabarkanum, söngvara- og hæfileikakeppninni sjálfri. Mikið var búið að æfa fyrr um daginn og dagana á undan. Dómnefndin lenti í stökustu vandræðum, þetta voru svo fín atriði en samlagningin talaði sínu máli og hér eru úrslitin:
1. sæti: Inga Bjarney söng lagið Someone like you m/Adele
2. sæti: Rakel Sandra söng Rolling in the deep m/Adele (texti úr áramótaskaupi).
3. sæti: Oddný Þóra söng lagið Aftur heim með vinum Sjonna
Þær fengu viðurkenningarskjal og verðlaun. Frá vinstri á myndinni: Inga Bjarney, Rakel Sandra, Davíð Þór og Oddný Þóra.
Davíð Þór sýndi spilagaldur á meðan atkvæðin voru talin og fékk auðvitað líka viðurkenningu og smá verðlaun fyrir.
Eftir kvöldhressingu, smurt brauð og safa, var haldið til koju og hlustað á framhaldssöguna á meðan augnlokin þyngdust smám saman ... zzzZZZ
Myndir frá deginum eru hér > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T6D4.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.