Diskó, tattú, pítsur og leikrit

Gaman í sundiNóttin gekk vel og börnin sváfu eins og steinar, þau voru mjög góð að sofna í gærkvöldi. Sólin skein glatt þegar börnin vöknuðu og veðrið var dásamlegt fram að kaffi.

Eftir mjög svo staðgóðan morgunverð, hlaðborð með góðmeti á borð við hafragraut, kornfleks, súrmjólk, seríos og ristað brauð með áleggi var haldið út í góða veðrið, í sund og á útisvæðið. Þau sem ætla að taka þátt í Ævintýrabakanum fóru á fyrstu æfingu, en söngvara- og hæfileikakeppnin verður haldin á fimmtudagskvöldið. Eins gott að byrja strax að æfa. :)

Ping og Pong í leikritinuSvo var íþróttahúsið opnað og þangað lá straumurinn. Eftir hálftímaleik eða svo hófst leiksýning þar sem starfsfólkið og elstu starfsmannabörnin léku. Þetta var magnað forvarnaleikrit um þær hættur sem geta mætt okkur. Börnin hlógu mikið, enda fyndið leikrit þótt undirtónninn væri vissulega alvarlegur. Eineltismál voru að vanda tekin fyrir og til dæmis hvernig hægt er að bregðast við ef við verðum vitni að einelti. Barnið sem varð fyrir einelti fékk góð ráð frá Ping og Pong sem eru nokkurs konar góðuráðavél og svo voru þarna frændur þeirra, Sing og Song en sá síðarnefndi kann sannarlega ekki að gefa ráð. Sem betur fer hafði Sing vit fyrir honum og líka börnin í salnum.

Pítsur voru í kvöldmatinnEftir leiksýningu fóru börnin inn á herbergin til að ganga frá sunddótinu, sum völdu að slaka á þar fram að mat en önnur hlupu aftur út í sólina og krítuðu og léku sér fram að mat.

Eldhús fullkomnunarinnar
bauð upp á skyr og síðan safaríka ávexti. Allir borðuðu vel og fóru svo á hádegisfund, hver hópur með sínum umsjónarmanni. Á hádegisfundinum voru meðal annars umræður um leiksýninguna og öll börnin eru mjög fróð um það að það eigi ekki að fara upp í bíl með ókunnugum. Hver umsjónarmaður tekur svo púlsinn á börnunum í sínum hópi, vill fá að vita hvernig þau sváfu og hvort þeim líði vel og svo er farið í leiki sem eru uppbyggjandi og sjálfstyrkjandi, þessir fundir eru einstaklega vel heppnaðir og eru á dagskrá daglega.

Námskeiðin hófust klukkan 14. Þrjú námskeið sameinuðust að ósk barnanna, eða grímugerð, listaverkagerð og leiklist og verður þá heldur öflugur hópur sem á eflaust eftir að gera eitthvað magnað á lokakvöldvökunni sem við hlökkum svo til alla vikuna.

Og diskótek var haldið um kvöldiðÍ kaffinu var sungið fyrir Ósk umsjónarmann sem átti afmæli í dag, „var kornung í dag,“ eins og sungið var (26 ára). Börnin fengu dásamlega kryddköku með glassúr og ábyggilega tonn af melónum.

Veðrið var mjög gott eftir kaffi og börnin hoppuðu grunlaus á trampólínunum, krítuðu á stéttina, róluðu, fóru í keilu og fleira en eftir tæpan hálftíma kom þessi líka svakalega rigning. Þá var nú gott að geta flúið skrækjandi í íþróttahúsið eða í Spilaborg. 

Hluti hópsins var sóttur á reiðnámskeið og tóku með sér gott nesti. Þau létu mjög vel af sér eftir námskeiðið og taka myndavélina okkar með á fimmtudaginn.

Bandfléttur í hár líkaUpp úr klukkan hálfsjö barst svo ótrúlega góður matarilmur um allt hús og uppsveitir Borgarfjarðar að börnin stoppuðu í miðri hreyfingu. „Hvað er þetta?“ hvísluðu þau. „Ég held að verið sé að baka pítsur,“ sagði einn umsjónarmaðurinn. Og viti menn, þetta var ekki draumur, heldur voru pítsur í matinn. Og ekkert smágóðar.

Börnin höfðu þó haft orku til að skipta um föt fyrir mat, ekki bara af því að það var veislumatur, heldur vegna þess að var diskótek eftir matinn!!!

Og það var svo gaman að dansa - og þegar börnin fóru út til að anda að sér frísku lofti og kæla sig niður var boðið upp á tattú og bandfléttur í hár.

 

Maður tekur tattúgerð alvarlegaÁvextir voru í boði í kvöldkaffinu og eftir hátt & burst var framhaldssagan lesin. Þeim sem ekki sofnuðu alveg strax fannst gott að lesa svolítið, enda mikið til af bókum, blöðum og Andrésarsyrpum í Ævintýralandi.


Á morgun verður sjálfur Húllumhædagurinn og þá höfum við m.a. þemalit. Þeir verða reyndar tveir á morgun, blár og rauður. Meira að segja rjóminn með vöfflunum verður litaður, helmingur rauður og helmingur blár - en meira um það og hátíðisdaginn mikla á morgun.

Myndir frá deginum er að finna hérna > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T4D2.html#grid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband