Dagur hinnar miklu lokakvöldvöku ...

Draugur í förðunTónlistarval fyrir myndlistargjörninginnVið verðum eiginlega að biðjast afsökunar á sérlega einhæfum veðurlýsingum en veðrið var stórkostlegt enn einu sinni á degi 5, næstsíðasta deginum - degi hinnar miklu lokakvöldvöku.

 

 

 

Börnin snæddu morgunverð að eigin vali, en eins og áður hefur komið fram er heilt hlaðborð í boði af súrmjólk, púðursykri, seríosi, mjólk, ristuðu brauði, áleggi, hafragraut og kornfleksi. Það fer enginn svangur og „bensínlaus“ út í daginn með svona dásemd að morgni til. Þau settust við borðin sín, spjölluðu við umsjónarmanninn sem borðar alltaf með þeim morgunmatinn og línur voru lagðar fyrir daginn.

 

Íþróttahópur undirbýr sigAllra síðustu tökur fóru fram á vegum kvikmyndagerðar. Það þurfti líka að búa til auglýsingar til að setja upp fyrir frumsýninguna. Íþróttahópurinn æfði grimmt fyrir kvöldið, enda von á flottu atriði frá honum. Mikil spenna ríkti hjá grímugerð & myndlist enda átti að setja upp gjörning - glæsilega sýningu á listaverkum sem þau höfðu skapað síðustu dagana.

 

Hálftíma fyrir mat var síðan slökun inni á herbergjum og svo var haldið í matsalinn þar sem pastaréttur a la Ævintýraland var snæddur.

Á hádegisfundunum var talað um mikilvægi þess að koma vel fram við aðra og vera ekki áhrifagjarn. Börnin drógu miða með jákvæðum staðhæfingum sem komu miklum umræðum af stað. Elstu hóparnir fengu blað og hver og einn skrifaði nafn sitt á það, síðan voru blöðin látin ganga á milli og skrifuðu börnin eitthvað fallegt um viðkomandi. Það var ekki leiðinlegt að lesa um sig að maður væri skemmtilegur, sætur, fyndinn og góður og margt fleira uppbyggjandi og jákvætt. :)

Þá voru það námskeiðin AFTUR, á þessum degi veitir ekkert af að hafa þau bæði fyrir og eftir hádegi, mikið að gera við undirbúning og börnin ætluðu að hafa þetta stórkostlegt. Það var svo mikið stuð og gleði.

Duglegir sjálfboðaliðarSkúffukaka með glassúr og tekex með heimalöguðu marmelaði í kaffinu fyrir börnin sem renndu þessu niður með mjólk.

 

RuslatínsluverðlaunÞessi dagur leið hratt en samt ekki nógu hratt að margra mati, tilhlökkunin var allt að trylla og sem betur fer þurfti enginn að sitja og bíða.

 

 

Eins og alltaf á næstsíðasta degi var óskað eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu en þá er farið um svæðið með poka og allt rusl, visin laufblöð, bréfadrasl sem hefur fokið á svæði Ævintýralands, enginn þar hendir drasli, og margt fleira. Einhverjir tóku sér sóp í hönd og sópuðu stéttarnar sem var kannski eins gott því stutt var í Ævintýrarallí á kassabílum. Þessir duglegu sjálfboðaliðar, strákar sem stelpur, krútt sem dúllur, fengu að velja sér verðlaun úr sérstökum verðlaunakassa sem geymdi ýmis gull, eins og flottar reglustikur, áttavita og flott smádót sem gaman er að fá. Sum börnin skoppuðu úti í íþróttahúsi, önnur sippuðu og húlluðu á útisvæðinu, nóg var að gera hjá öllum.

 

Heil sjö lið tóku þátt í kassabílarallíkeppninni. Eitt barn sat undir stýri og þrjú ýttu bílnum og síðan var ekið eftir fyrirfram ákveðinni leið á nýsópuðum stéttunum ... Tímaverðir og dómarar fylgdust vel með þessari stórskemmtilegu keppni.

 

 

KassabílarallíSigurliðið: Halldóra, Andri Páll, Cristovao og Viktor Örn.

Sigurvegari í húllakeppni: Nína Mijnen

Sigurvegari í sippukeppni: Elín Efemía

 

Smám saman færðist hátíðlegur bragur yfir mannskapinn enda styttist óðum í hátíðarkvöldverðinn, þann síðasta í Ævintýralandi. Ef ekki hefði verið svona bjart hefði verið hægt að tala um jólastemningu ... eða þannig. Þau skiptu um föt rétt fyrir matinn, eins og aðalsfólk fyrri alda sem hafði fátt annað að gera en skipta um föt, og svo var haldið til kvöldverðar.

 

Eldhús dásemdanna hafði undirbúið glæsilega hamborgaraveislu með frönskum, sósu og salati og svo fengu allir gos með. Mikil sæla ríkti með þessa frábæru veislu.

Æðisleg sýningLoks rann stóra stundin upp - lokakvöldvakan. Wizard

 

Hópurinn byrjaði á því að skoða gjörning listabarnanna úr myndlistar- og grímugerðarhópnum en í stað látbragðsleikrits ákváðu þau að vera frekar með gjörning. Gjörningur myndlistar og grímugerðarÞau gengu um salinn með grímur sínar fyrir andlitinu og sýndu þau verk sem þau höfðu skapað að auki. Þetta var margfalt listamannaspjall og sýningarstjórinn var líka á svæðinu. Það eru varla til orð til að lýsa því hversu glæsilegt og skemmtilegt þetta var og varla að myndirnar nái að sýna það nema að litlu leyti.

 

 

Næst var haldið út í íþróttahús þar sem íþróttahópurinn sýndi listir sínar, meðal annars með því að fá starfsfólkið til að spreyta sig með. Skalla-grípa leikur sem var þannig að þegar börnin fleygðu boltanum og sögu grípa þá átti starfsmaðurinn að skalla boltann, og svo öfugt, mjög ruglingslegt og hrikalega fyndið.

Íþróttahópurinn á lokakvöldvökuÞá kom að leikriti starfsfólksins sem er þannig að hver og einn starfsmaður (og eldri starfsmannabörnin) dregur miða úr hatti, hlutverk sitt, sem getur verið nál eða tvinni, skófla eða húfa ... og að þessu sinni var leikritið Öskubuska! Stórmerkilegt hvað gjörsamlega óundirbúið starfsfólkið gat þó leikið en börnin höfðu voða gaman að þessu.

Ávextir voru í boði í kvöldkaffinu og glaðningur á eftir, frostpinni, sem vakti mikla lukku.

 

Bíómynd um sjóræningja, drauga og tímaflakkBíómyndin Undir Ævintýralandi var síðan frumsýnd. Handritið að sjálfsögðu eftir börnin sem líka skipuðu í hlutverk, völdu búninga, æfðu og léku. En myndin fjallar um sjóræningja sem grafa gull og fara síðan fram í tímann til að sækja það. Þeim til mikillar gremju er búið að byggja heilar sumarbúðir yfir fjársjóðinn. Þeir neyðast því til að þykjast vera sumarbúðabörn og reyna að finna gullið með öllum ráðum. Dúkka er við stjórn á tímavélinni og sú  hleypti óvart draugum með fram í tímann og þeir sveima um sumarbúðirnar. Leiðin að gullinu fannst loks inni á strákaklósetti ... en áður en gullið fannst voru allir sendir aftur í tímann á rétta staðinn sinn og sumarbúðirnar fengu að vera í friði.

 

Þegar börnin voru komin í bólið fengu þau skriflega viðurkenningu frá umsjónarmanninum sínum. Einnig kom í ljós hver fékk flesta plúsana í plúsakeppninni. Þau voru ótrúlega fljót að sofna, enda búin á því, og voru full tilhlökkunar yfir heimferðinni.

 

Plakatagerð var í miklum blómaDagskrá brottfarardagsins, dags 6 er:

Pakka niður eftir morgunmat

Horfa aftur á stuttmyndina um sjóræningja á tímaflakki

Leika sér í íþróttahúsinu

Borða kakósúpu með tvíbökum í hádeginu

Rútubörnin fara í rútuna sem leggur af stað kl. 13 og er áætlaður komutími í Perluna kl. 14.45.

 

Takk fyrir frábæra og stórskemmtilega viku!!! Heart

Myndir frá degi 5 eru hér: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T2D5.html#grid

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband