Dýrlegar pítsur og dásamlegt diskó

SundAnnar dagurinn þetta tímabilið var hlýr og góður, engin sól og nokkrir rigningardropar sem sakaði ekki nema síður væri. Þetta er jákvæður og skemmtilegur hópur og svo lystugur að kokkarnir eru í sjöunda himni. Alltaf gaman að gefa lystugum börnum að borða.

Dagurinn hófst með morgunverðarhlaðborðinu dásamlega frábæra. Hægt að velja um hafragraut, súrmjólk, kornfleks, seríos eða ristað brauð með osti og heimagerðu appelsínumarmelaði. Aldeilis hægt að borða aldrei það sama á morgnana - eða alltaf það sama - eða bara prófa allt.

ÚtisvæðiEftir skemmtilegheit af ýmsum toga, sundferð, kósí heitapottssetu, athugun á kassabílunum, enda rallí fram undan og annað slíkt var kallað til fundar/leikrits úti í iþróttahúsi. Starfsmenn léku þar ótrúlega skemmtilegt leikrit með alvarlegum tóni þó, enda forvarnaleikrit.

 

Góðuráðavélin Ping og Pong gaf unglingsstúlkunni Apríl frábær ráð - og Sing (góði) og Song (vondi) vöktu mikla lukku, en þeir voru nokkurs konar samviska Apríl. Song taldi t.d. allt í lagi þótt Apríl færi upp í bíl hjá ókunnuga manninum sem var ráðalaus með móðurlausu hvolpana en Sing fékk hana til að Ping og Ponghugsa ... hvers vegna bað maðurinn ekki eigin fjölskyldu um aðstoð í stað unglingsstelpu sem hann hafði aldrei séð. Börnin voru öll sem eitt innilega sammála Sing og sögðu að Apríl ætti alls ekki að fara upp í bíl með ókunnugri manneskju. Aldrei!!! Song dró úr Apríl varðandi sjálfstraustið og hvíslaði að henni að hún gæti ekkert í stærðfræðiprófinu en Sing peppaði hana upp. Sem betur fer fór Apríl eftir því sem Sing og krakkarnir í salnum sögðu. Frábært leikrit sem tók á hættunum þarna úti og ekki síst á Facebook-samskiptasíðunni.

Eftir leiksýningu var smátími til að gera eitthvað skemmtilegt á útisvæðinu og svo kom hádegismaturinn.

FöndurstofaSumarbúðakokkalandsliðið bauð upp á skyr og safaríka ávexti og síðan var haldið á hádegisfund þar sem hóparnir funduðu hver með sínum umsjónarmanni. Á fundunum var talað um leikritið og kom í ljós að börnin vita fullvel að maður þiggur ekki far með ókunnugum en þeim fannst samt mjög áhugavert að sjá þetta í leikritinu af því að maðurinn með hvolpana var svo greinilega að plata þótt Apríl hefði næstum því trúað honum. Það voru engir hvolpar í bílnum, bara allt í plati. Á þessum hádegisfundum tekur umsjónarmaðurinn púlsinn á hópnum sínum, spyr hvernig börnin sváfu, hvernig þeim líði, það er farið í skemmtilega og uppbyggjandi leiki og málin rædd fram og til baka ef þarf. Meðal annars um einelti og nauðsyn þess að láta sem maður sjái það ekki, frekar að reyna að taka þann sem ráðist er á inn í hópinn sinn. Það var sýnt vel í leikritinu hvað slíkt getur hreinlega breytt lífi viðkomandi til hins betra. :)

Námskeiðin hófust kl. 14. Haldið var áfram með listaverkin þaðan sem frá var horfið í gær, grímurnar voru málaðar hjá grímugerðarhópnum og nú verður látbragðsleikritið æft. Kvikmyndagerðarhópurinn er langstærstur og þar sem handrit var samið í gær var hægt að byrja tökur í dag. Mikil leynd hvílir þó alltaf yfir myndinni og verðum við bara að bíða þar til á lokakvöldvökunni þegar hún verður sýnd. Sama má segja um látbragðsleikritið og íþróttasýninguna ... svakaleg leyndarmál í gangi alltaf ... en kannski getum við njósnað eitthvað og laumað upplýsingum hingað á sumarbúðabloggið.

Börnin voru náttúrlega orðin sársvöng eftir alla sköpunarvinnuna og voru heldur betur sátt við að fá ljúffenga kryddköku með súkkulaðikremi og síðan ávexti í kaffitímanum.

Ýmsar stövar voru opnar eftir kaffi; íþróttahúsið, föndurstofan, spilaborg og útisvæðið en æfingar fyrir rallíið á föstudaginn eru hafnar á fullu.

Reiðnámskeiðsbörnin voru sótt klukkan 15 og fóru með nesti og brostu hringinn þegar Siggi rútubílstjóri kom að sækja þau. Þau eru afar sátt á námskeiðinu og verða send með myndavél á fimmtudaginn og það kvöld koma svo myndir á heimasíðuna.

Herbergi KrossfiskannaUpp úr klukkan hálfsjö barst guðdómlegur ilmur um öll húsakynni og í ljós kom að kokkarnir voru byrjaðir að baka pítsur!!! Börnin fóru inn á herbergi og skiptu um föt fyrir matinn, enda átti að fara beint á ball á eftir pítsurnar ... legg ekki meira á ykkur.

Heilmikið fjör ríkti á diskótekinu, mikið dansað og svo var limbókeppni, ótrúlega spennandi. Þegar farið var fram til að slaka aðeins á var hægt að fá bandfléttur og tattú. Til að kæla sig enn betur var útisvæðið afar vinsælt.

DiskóSíðan var það kvöldkaffið - ávextir í tonnatali og mannskapurinn var greinilega nokkuð lúinn eftir annasaman og ofboðslega annasaman dag. Mikið var gott að skríða í bólið og hlusta á framhaldssöguna hjá umsjónarmanninum. zzzzZZZZZZZZZ 

Bein slóð á myndir dags 2 er hér:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T2D2.html#grid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 90769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband