Færsluflokkur: Bloggar

Klikkað fjör í gangi

Flott sundlaugGaman í sólinniDagurinn byrjaði frábærlega, sól og hiti og mikið fjör hjá krökkunum. Margt skemmtilegt var í boði og svo auðvitað námskeiðin eftir hádegið.

 

Börnin hámuðu í sig grjónagraut, ávexti og brauð í hádeginu og húllumhæ-dagurinn er að hefjast. Þá verður margt í boði. Mesta spennu vekur fánaleikurinn, sem krakkarnir kalla yfirleitt hermannaleik, hópurinn skiptist í tvö lið sem etja kappi og mikil útrás verður fyrir hlaup og spennu. Hægt verður síðan að fá tattú, bandfléttur og svo verður tenniskeppni. Til að GamanGleðihafa ekta 17. júní-stemmningu verður spúkí Harry Potter-spákonutjald.

 

Eldhúsgengið guðdómlega hrærir nú í vöfflur og í sumarbúðunum er vissulega hægt að fá sultu á þær með rjómanum en flestir kjósa súkkulaðiglassúr fram yfir sultuna. Það er ekkert smá gott ... mmmmmm, svona svipað og bolla á bolludaginn.

 

Góður kjúklingurHárið þarf að vera fíntÍ kvöld verða grillaðar pylsur, nammm, og síðan vídeó. Tvær myndir í boði, fyrir yngri og svo fyrir þau eldri. Popp og safi með. Hægt að velja um að vera á útisvæði líka.

 

Það gekk bara vel að sofna í gær, allir þreyttir eftir veruna í sólinni. Já, og í gær kláruðust nær allar birgðir af sólvörn og fer Þóra til Borgarness á eftir til að kaupa meira. Hver umsjónarmaður hefur þá sólvörn í bakpokanum sínum og passar að börnin sín sólbrenni ekki.

Hver sigrar í Mörkum óttansÍ sólinniMeira blogg í kvöld.

Bestu sumarbúðakveðjur úr sveitinni í hita, sól og feiknafjöri!

 

 

P.s. Þeir sem hafa farið inn á www.sumarbudir.is og á myndir, og fá ekkert nema myndir síðan í Jamms best að hella úrSkapað af hjartans lyst (list)fyrra þurfa að "rífressa" hjá sér, hellingur af myndum 2008 er þarna núna.

Gekk bara ótrúlega hægt að koma þeim inn.

 

Til að stækka myndirnar þarf að klikka á þær með músinni. Helst tvisvar! :)

Náttfatadiskó, gönguferð, drukkið úti og húllumhæ-dagur á morgun

Mörk óttans að hefjastDraugahúsið hroðalegaLeikurinn Mörk óttans gekk afar vel í gærkvöldi. Þrír hópar, hver með nokkrum börnum innanborðs, þurftu að leysa hrikalegustu þrautir. Ja, alla vega eina verulega hræðilega ... komast í gegnum „draugahúsið“. Einn úr hverjum hópanna þriggja þurfti að komast í gegnum það undir hvatningahrópum sumarbúðastjórans sem jók á spennuna með því að reka á eftir ... hehehe.

Draugahússverkefnið var að fara inn í dimmt herbergi (draugahúsið) þar sem reykvélin var á, bara hljóðið í henni er draugalegt, og finna stein ofan í fötu fullri af viðbjóði (uppskriftin: mold, arfi, gras, fullt af vatni, súrmjólk, banani, smjörvi og Ógeðsdrykkur drukkinnRisapúsluppþvottalögur) sem þau vissu auðvitað ekki hvað innihélt, síðan hlaupa út um þröngar dyr og beint í fangið á umsjónarmanninum sínum.

 

Liðin voru öll frábær en þeir sem náðu að leysa allar þrautirnar á stystum tíma voru úr hópi Höfrunga, Hildur Harðardóttir, Iðunn Hlíf Stefánsdóttir og Sigríður Ragna Sigurðardóttir. Þær fá verðlaun afhent á lokakvöldvökunni!

 

 

3 hressir3 hressarMikið fjör og mikið gaman í dag, eins og tilheyrir í góðum sumarbúðum. Kakósúpan og ávextirnir runnu einstaklega vel ofan í mannskapinn í hádeginu. Þar sem veðrið var svo gott ákvað eldhúsdeildin guðdómlega að færa kaffitímann út. Krakkarnir fengu ávexti, brauð og kökusneið í dag. Gaman hvað þau eru dugleg að borða ávexti.

Í kvöld gæddu þau sér á kjúklingi og frönskum, salati og sósu. Þau borðuðu einstaklega mikið og verða hnöttótt eftir vikuna ... eða yrðu ef þau hreyfðu sig ekki svona mikið.

GönguferðKörfuboltiKrossfiskarnir skruppu í góðan göngutúr í morgun. Þeir krakkar sem ætla að taka þátt í karaókókeppninni æfðu í dag og margt var brallað að vanda. Náttfatadiskó fer nú fram og líka er hægt fá tattú eða bandfléttur. Það er sívinsælt.

 

Húllumhæ ... svona Ævintýralands-17. júní, verður á morgun og verið er að undirbúa hátíðahöldin. Um kvöldið verður síðan horft á skemmtilega mynd, popp og svaladrykkur, alveg eins og bíó. Reyndar er hægt að velja um að leika úti eða horfa á vídeó. Alltaf val í Ævintýralandi J

Sund 2005Veðurspáin er himnesk fyrir næstu tvo daga, samkvæmt norsku veðursíðunni www.yr.no (sett inn orðið Kleppjárnsreykir). Ekki er tími til að horfa á sjónvarp á svona stóru heimili, hvorki fréttir né veðurfréttir!
Hitinn á morgun verður 15-17°C eftir hádegi og glampandi sól og svipað á laugardag. Það byrjar síðan að rigna eftir hádegi á sunnudag sem kemur sér bara vel, undirbúningur fyrir lokakvöldvökuna verður á fullu þá, lokaæfingar á leikritum, forsýning á stuttmyndinni fyrir kvikmyndagerðarhópinn, íþróttahópurinn fínpússar atriðið og allt í þeim dúr.

Nú eru að hlaðast inn hundruðir mynda frá fyrstu dögunum og þær má finna undir „myndir“ á heimasíðunni, www.sumarbudir.is endilega kíkið. Myndirnar með þessarri færslu stækka ef klikkað er á þær með músinni og enn meira ef klikkað er aftur.

Með bestu sumarbúðakveðjum frá Kleppjárnsreykjum.


Allt komið á fullt - grímugerðin vinsælust - pítsa í kvöldmat

HamstrahjóliðJæja, dagur eitt er búinn og allt hefur gengið frábærlega vel. Börnin mættu hress og kát rétt fyrir kl. tvö í gær með rútunni en þau sem komu með foreldrum voru aðeins fyrr á ferðinni. Byrjað var á því að sýna börnunum herbergin og síðan fór hver hópur með umsjónarmanni sínum í skoðunartúr um svæðið. Starfsemin er byggð þannig upp að ekkert barn er nokkru sinni eftirlitslaust, alltaf einhverjir fullorðnir með þeim.

 

GamanAllir staðir eiga sér nafn. T.d. heita svefnálmurnar Draumaveröld og Draumaheimur. Ævintýrahjólið, skemmtilegt útileikfang, fékk nafnið Hamstrahjólið af börnunum. Trampólínin eru líka alltaf jafnvinsæl. Fjórir í einu fá að vera í hamstrahjólinu en einn í einu á trampólínunum. 

Gott leiksvæði fyrir framanKrakkarnir komu sér síðan fyrir í herbergjunum sínum og vinir fá alltaf að vera saman, að sjálfsögðu. Í kaffitímanum gæddu börnin sér á melónum, brauði og skúffuköku.

Eftir kaffi var allt starfsfólkið kynnt fyrir hópnum og þeir sem halda utan um námskeiðin kynntu það sem fram fer á þeim í tvo tíma á dag. Grímugerðin sló gjörsamlega í gegn og flestir völdu hana. Inga Lára, Guðmundur og Árni sjá um allt þar. Grímur skreyttarKvikmyndagerðin var næstvinsælust en þar ráða ríkjum Davíð og Sandra. Pollý er með dansnámskeiðið, létt hipp hopp. Kristín Eva sér um íþróttahópinn sem hefur risastóran völl til afnota. Hún kennir þeim ýmsar listir og leiki og æfir jafnframt með þeim flott atriði fyrir lokakvöldvökuna.

Kvikmyndahópurinn í hvíldKrakkarnir búa til gifsgrímu (ein á mann) og mála hana. Á lokakvöldvökunni er sýnt látbragðsleikrit með grímurnar en börnin semja handritið sjálf og skipa í hlutverk. Í kvikmyndagerðinni er það svipað, börnin semja æsispennandi handrit og leika svo af hjartans lyst fyrir framan myndavélina. Úr verður stuttmynd sem sýnd er á lokakvöldvökunni.

Sigurjóna og guðdómlega eldhúsfólkið hafði framreitt kjötbollur með spagettí í kvöldmat. Það rann heldur betur vel niður í kátan hópinn.

DansnámskeiðStöðvar voru opnar eftir kvöldmatinn og gátu börnin valið um sundlaugina, íþróttahúsið, útisvæði og spilaborg (púl, borðtennis, spil, tafl, föndur og fleira). Um 90% barnanna kaus sundlaugina og síðan spilaborg á eftir.

KvöldsaganKvöldsaga (framhaldssaga) var lesin fyrir þau börn sem vildu og ró var komin á hópinn upp úr kl. 22. Að sögn Svanhildar sumarbúðastjóra er hópurinn alveg einstakur (hehehe, hún segir þetta alltaf) og ekkert nema eintómir kátir englar í honum, en tæplega 80 börn dvelja hérna núna.

 

Sigurjóna og Anna hræra í vöfflurÍ morgun vaknaði hópurinn glaður og glorhungraður og haldið var í matsalinn. Þar beið morgunverðarhlaðborð að vanda; kornflakes, Cheerios, súrmjólk, hafragrautur, brauð og álegg. Bara velja, krakkar mínir. Bannað að vera svangur í sumarbúðum!
Í hádeginu var boðið upp á núðlusúpu, smurt brauð og ávexti ... en í kvöld verður pítsa!!! Sumarbúðapítsurnar eru hrikalega góðar.

ÓgeðsdrykkurÍ dag er veðrið svo gott að grímugerðin er úti. Algjör snilld, enda mikil áhersla lögð á útiveru. Í kvöld verða Mörk óttans og verið er að útbúa djúsí draugaatriði til að gera þetta meira krassandi.

Þeir sem taka þátt þurfa að fara í gegnum ýmsar raunir, m.a. drekka ógeðsdrykk og komast í gegnum draugahús ... Viltu sólvörn væniVinningshópurinn fær verðlaun. Ógeðsdrykkurinn er sagður óhugnanlegri en hann er ... og þeir krakkar sem komast í gegnum það að drekka eitt glas af t.d. súrmjólk með sinnepi ... eða bara eftir því hvað viðbjóð eldhúsliðinu dettur í hug að búa til, þykja miklar hetjur af hinum krökkunum! Það má búast við klikkuðu fjöri í kvöld.

Með færslunni eru nýjar og gamlar myndir, þar sem lítill tími hefur enn sem komið er gefist til að mynda. Svo sannarlega verður bætt úr því.

Með bestu sumarbúðakveðjum frá Kleppjárnsreykjum í góða veðrinu!


Dregið í getraun. Þau heppnu frá Reykjavík, Selfossi og Kópavogi!

Apr�l dregur � getraunVið vorum með lauflétta getraun í bæklingi okkar, sem fór inn á öll heimili landsins fyrir nokkrum vikum. Mikill fjöldi svara barst og þegar dregið var duttu eftirtaldir krakkar í lukkupottinn:

1) Kristinn Andri Kristinsson, 10 ára frá Reykjavík, hann fær vikudvöl í sumarbúðunum.
2) Alexandra Björg Ægisdóttir, 10 ára frá Selfossi, hún fær 50% afslátt af dvalargjaldi.
3) Ingibjörg Sæberg Hilmarsdóttir, 11 ára úr Kópavogi, sem fær 25% afslátt af dvalargjaldi.

Á myndinni sést Apríl Helgudóttir draga úr innsendum lausnum.

4 starfsmennNú í júní hefst tíunda starfsárið okkar og við erum staðsett að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.

Skráning hefur gengið afar vel og stutt er í að allt fyllist.
Nánari upplýsingar er að finna á www.sumarbudir.is.

Svo ætlum við að vera mjög dugleg að blogga í sumar og birta líka myndir frá starfseminni; af kvöldvökum, námskeiðum (leiklist, íþróttir, myndlist, grímugerð, kvikmyndagerð, dans/söngur, ævintýranámskeið), gönguferðum, kókosbollukappáti, úr matsalnum, sundlauginni og fleira og fleira.

Við hlökkum mikið til að byrja, hreinlega teljum niður dagana. Fyrsta tímabilið hefst 10. júní nk. og þá leggur ævintýrarútan af stað frá Perlunni (ath. ekki BSÍ).


Bloggsíða Sumarbúðanna Ævintýralands

Vöfflur með súkkulaðikremi og rjóma NAMMMStuð í sundiÁ þessari síðu mun verða bloggað um starfsemina okkar í sumar, birtar myndir frá námskeiðum, kvöldvökum og úr daglegu starfi. Haldin eins konar dagbók og geta foreldrar og aðrir ástvinir kíkt á síðuna og fylgst með börnunum sínum. Auðvitað geta foreldrarnir líka hringt og spurt um börnin og skilað kveðju en það er ábyggilega gaman að geta kíkt á krúttin sín hér. Við höfum ekki bloggað áður, heldur haldið úti heimasíðu í nokkur ár þar sem allar upplýsingar er að finna, www.sumarbudir.is.

Elskan hún Inga Lára setur bandfléttu í hárKvikmyndagerðarhópurinn við upptökurSkráning í sumarbúðirnar hófst 1. apríl sl. og hefur farið vægast sagt mjög vel af stað. Smile

Við getum ekki beðið eftir að starfsemin hefjist, snemma í júní, og verður ótrúlega gaman þegar fjörið byrjar og börnin koma. Í maí hittist allt starfsfólkið á námskeiði eins og venjulega. Þar verður farið yfir allt ferlið, skyndihjálp, 123-töfrar-aðferðina og annað sem hefur tryggt farsælt starf í 10 ár og það sem mestu skiptir, glöð og hamingjusöm börn!


« Fyrri síða

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband