6.8.2009 | 22:41
Viðburðaríkur og skemmtilegur lokadagur
Námskeiðin á lokadeginum voru haldin fyrir hádegi, enda þurfti ýmislegt að klára til að allt yrði fullkomið á lokakvöldvökunni.
Íþróttahópurinn fóru í sund, sum börnin í sturtu, önnur voru úti og einnig var hægt að horfa á stuttmyndir kvikmyndagerðar fyrri ára, bara æðislegt. Svo þurfti auðvitað að byrja að pakka niður farangrinum, nema auðvitað fínu fötunum sem átti að klæðast um kvöldið.
Í hádeginu var skyr og smurt brauð og í kaffinu skúffukaka og tekex með heimalöguðu marmelaði.
Gabríela Gunnars átti 12 ára afmæli og fékk sína skúffuköku skreytta, einnig afmælisgjöf frá sumarbúðunum. Alltaf gaman að eiga afmæli í Ævintýralandi.
Eftir kaffi var flautað til ruslatínslu ... á meðan yngri börnin fyrr í sumar vildu sem flest taka þátt buðu sig fram þrír að þessu sinni. Þau fengu að velja sér eitthvað tvennt úr verðlaunakassanum fyrir dugnaðinn og fengu einnig kókosbollu og/eða gos í aukaverðlaun.
Íþróttahúsið og útisvæðið voru opin og svo skömmu fyrir kvöldmat fóru börnin og skiptu um föt fyrir lokakvöldverðinn og lokakvöldvökuna.
Í matinn voru hamborgarar, franskar, sósa og gos og féll heldur betur í kramið hjá krökkunum.
Kvöldvakan var hreint æðisleg.
Byrjað var á listaverkasýningunni og gátu sýningargestir látið teikna af sér andlitsmynd og einnig fengið andlitsmálningu. Listaverkin voru meiriháttar flott.
Íþróttahópurinn fór í skotbolta og svo var smá leikatriði þar sem tvær stelpur léku stráka og tveir strákar léku stelpur ... þeir voru málaðir og léku dragdrotningar.
Dansinn var alveg stórkostlegur, ótrúlega flottur.
Starfsfólkið lék leikritið um Mjallhvíti og dvergana 7 í aðeins breyttri útgáfu ...
Í matsalnum var síðan boðið upp á ís, mynd kvikmyndagerðar sýnd, hryllingsmynd með tómatsósublóði ... börn/unglingar sem voru að koma í sumarbúðir og það var einn morðingi á meðal þeirra .... Tekið skal fram að handritið var eftir krakkana sjálfa ... Frábær mynd með mögnuðum leik.
Eftir það var farið út í blankalognið sem ríkti og boðið upp á grillaða sykurpúða, starfsfólkið dansaði um með stjörnuljós og nokkrir "froskar" voru sprengdir.
Að lokum var boðið upp á ávexti í kvöldkaffi og svo var haldið beint í háttinn en áður en ljósin voru slökkt fengu börnin viðurkenningar/umsagnir frá umsjónarmönnunum sínum.
Í morgun var hlaðborðið góða og svo leið bara tíminn ógurlega hratt og rútan kom og svona ...
Þetta var frábær vika og krakkarnir alveg einstakir. Bestu þakkir fyrir skemmtilegar samverustundir!
Lokakveðjur ... í bili frá Kleppjárnsreykjum.
Nýjustu myndirnar eru hérna: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d6.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 91039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.