5.8.2009 | 12:28
Ævintýrabarkinn og spennandi leynigestur
Frábær dagur í gær þar sem Ævintýrabarkinn, kertagerð, dagbókargerð og fleira kom við sögu.
Fyrir hádegi og eftir morgunverðarhlaðborðið var val um að fara í sund eða sturtu, íþróttahúsið og útisvæðið. Þátttakendur í Ævintýrabarkanum æfðu sig á fullu, enda næstsíðasta æfingin.
Í hádeginu var pasta og heimabakað hvítlauksbrauð sem rann vel niður. Þá voru hádegisfundirnir og síðan námskeiðin góðu.
Í kaffinu var sandkaka og einnig ávextir. Eftir kaffi fór hópur á reiðnámskeið, aðrir í Spilaborg eða útisvæði, svo var boðið upp á kertagerð og korta- og dagbókargerð, einnig var síðasta æfingin haldin fyrir Ævintýrabarkann.
Ísbíllinn kíkti við á Kleppjárnsreykjum og fóru nokkrir krakkar og keyptu sér ís. Bara sniðugt!
Í kvöldmat var pítsa og var heldur betur tekið til matar síns, enda eru pítsurnar hennar Sigurjónu víðfrægar um víða veröld.
Þá var það Ævintýrabarkinn ... og leynigesturinn sem beið í felum úti í íþróttahúsi ... Leynigesturinn reyndist vera hún Anna Hlín úr Idol og vakti söngur hennar mikla lukku. Krakkarnir fengu að sjálfsögðu eiginhandaráritun hjá henni á eftir.
Svo hófst keppnin sjálf og stóðu keppendur sig frábærlega vel.
Keppendur kvöldsins voru Alexzandra, Eydís Sara, Gabríela Mist, Halldóra Vera, Hulda Hrund, Hulda R, Ingibjörg Bergrós, Íris Árnad, Melkorka, Sandra, Sigurbjörg, Suzanna Soffía og Unnur Jón
Sigurvegarar voru: 1. sæti: Alexzandra, 2. sæti Eydís Sara, 3. sæti: Hulda R og Sandra. Þær fengu verðlaun en allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl. Miklir hæfileikar hjá öllum börnunum og erfitt fyrir dómnefndina að velja sigurvegarana.
Í kvöldkaffi voru ávextir og svo bara farið til koju, spennandi dagur fram undan, sjálfur lokadagurinn með lokakvöldvökunni og alles.
Stórkostlegar söng- og hæfileikakveðjur frá Kleppjárnsreykjum.
Nýjar myndir má finna hérna:
http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d5.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 91039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.