3.8.2009 | 23:16
Sund, kertagerð, diskó og fleira stuð
Fyrir hádegi í dag var farið í sund í sól og hita, einhverjir fóru á karaókíæfingu fyrir Ævintýrabarkann annað kvöld, aðrir voru á útisvæði og margir fóru í kertagerð.
Kertagerðin var ógurlega skemmtileg og mörg, flott kerti urðu til. Börnin finna sér góðan stein sem þau mála, einnig mála þau skel sem vax er sett í og límt á steininn eða fá sprittkerti til að líma á hann.
Herbergistékk sumarbúðastjórans, afar spennandi athöfn, fór fram og í ljós kom að krakkarnir ganga einstaklega vel um. Mikið gleði yfir því ...
Hádegismaturinn: kakósúpa og tvíbökur og síðan nóg af ávöxtum.
Hádegisfundir hvers hóps með umsjónarmanni fóru í að ræða framkomu við aðra og einelti og stóðu fundirnir í u.þ.b. hálftíma. Mjög góðar, gagnlegar og skemmtilegar umræður.
Síðan var farið á námskeiðin! Myndlist, dans, kvikmyndagerð og íþróttir.
Í kaffinu var boðið upp á sandköku, eggjabrauð og melónur. Hluti barnanna fór á reiðnámskeið kl. 16 og síðan aftur á sama tíma á morgun.
Síðan var það námskeið í umhirðu húðar og almennri snyrtingu. Ellý talaði um að ungar stelpur ættu alls ekki að mála sig daglega, allt í lagið smávegis við ákveðin tilefni.
Í kvöldmat var kjúklingur, franskar, sósa og gular baunir, æðislega gott og mikið, mikið borðað.
Glæsileg tískusýning var haldin og það þótti t.d. ákveðið tilefni hjá stelpunum til að mála sig smá.
Svo var diskótek strax á eftir.
Veðrið er búið að vera stórkostlegt og fannst börnunum gott að kæla sig aðeins með því að skreppa á útisvæðið, mikill hiti var í dansinum.
Í kvöldkaffi voru ávextir og svo var það bara draumalandið. Spennandi dagur á morgun en annað kvöld verður Ævintýrabarkinn og þá verður nú gaman.
Diskó- og stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!
Nýjar myndir á http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d4.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 91039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þessum myndum. Krakkarnir skemmta sér greinilega vel. Bið að heilsa Úlfi og Sóley Ebbu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.