Húllumhæ og mikið fjör

ÍþróttahópurinnNámskeiðin voru fyrir hádegi í gær, smábreyting þar sem þetta var húllumhædagurinn.

 

Íþróttahópurinn var úti og fóru krakkarnir í skemmtilega leiki á stóra útivellinum. Ekki séns að hægt sé að vera inni í iþróttahúsi, þó skemmtilegt sé, í svona dásamlegu veðri.

 

ListaverkagerðEllý fór upp á fjall með myndlistarhópinn og voru sköpuð ódauðleg listaverk úti í yndislegri náttúrunni. Ekki er að efa að sýning listaverkagerðarinnar verður mögnuð á lokakvöldvökunni, enda einstaklega hugmyndarík börn þar innanborðs. SJá má hluta hópsins á myndinni til hægri.

 

KvikmyndagerðKvikmyndagerðin er á kafi í tökum og brá sumu starfsfólkinu (sem ekki vissi) nokkuð í brún þegar fjöldi barna arkaði í búningum burt frá sumarbúðunum með ferðatöskur á eftir sér. Þetta var allt hluti af bíómyndinni sem verður gaman að sjá á miðvikudagskvöldið. Börnin semja handritið sjálf að vanda og má búast við mikilli spennu, höfum við heyrt, með dassi af hryllingi ... Sjá mynd hér til vinstri af Davíð upptökumeistara og nokkrum af leikurunum.

 

 

DanshópurinnDansinn var æfður grimmt en stelpurnar sem eru þar semja hann sjálfar og ef að líkum lætur verður sýningin algjört æði, við hlökkum mikið til að sjá hópinn á lokakvöldvökunni, eins og aðrar sýningar. Sjá mynd af þeim hérna til hægri.

 

KókosbollukeppninEftir hádegismatinn, grjónagraut og síðan melónur, var hinn daglegi hádegisfundur barnanna með umsjónarmönnum sínum og síðan var farið út á útisvæðið og hátíðin sett.

 

Byrjað var á kókosbolluboðhlaupi sem var frekar mikið fyndið og einnig æsispennandi.

 

FánaleikurSíðan var fánaleikurinn góði. Hópnum skipt í tvö lið, Draum og Martröð, og síðan var barist af kappi um þvottaklemmur sem allir vita að er hinn mesti fjársjóður ... Þau sem ekki nenntu í leikinn (um tíu talsins) léku sér á útisvæðinu eða fengu flott tattú hjá Ellý.

 

Heitar vöfflur nammi nammÍ kaffinu var boðið upp á heitar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma, eða sultu fyrir þá sem vildu í stað súkkulaði. Það var a.m.k. mikið borðað af þessum góðu vöfflum hennar Sigurjónu og saddir og sælir krakkar drifu sig í næstu ævintýri þegar kaffitíminn var búinn.

 

 

SkartgripagerðEftir kaffið var boðið upp á skartgripagerð, tattú, keilukeppni (Wii), bandfléttur og útisvæði. Einnig kíkti spákerling í heimsókn, Grafarvogs-Gudda, sem sagði þeim að þau væru góðir krakkar og gætu framkvæmt allt það sem þau vildu í lífinu ef þau stæðu með sér. Gabríela Mist sigraði í keilukeppninni, sannkallaður keilumeistari þar á ferð.

Grillaðar pylsur voru í kvöldmatinn og  fóru í tonnatali, enda í uppáhaldi hjá flestum krökkum.

Eftir kvöldmatinn var síðan bíókvöld þar sem boðið var upp á popp og kók í hléinu.

Frábær dagur og mikið fjör!

Sumarbúðirnar ÆvintýralandÍ dag verður nóg við að vera; sund, kertagerð, umhirða húðar með Ellý og í kvöld tískusýning og diskó. Allt um það síðar.

 

Eldheitar húllumhækveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

Nýjar myndir hér, bein leið: 

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d3.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband