2.8.2009 | 02:01
Mörk óttans, hárgreiðslukeppni og fleira skemmtilegt
Dagurinn hófst með morgunverðarhlaðborði en þar var m.a. boðið upp á kornfleks, súrmjólk, ristað brauð og álegg.
Því næst var val um íþróttahús, útisvæði, sund, sturtu ... og svo var fyrsta karaókíæfingin, eða æfing fyrir söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann.
Í hádegismat var asparssúpa og smurt brauð, egg, kæfa og slíkt, bara gott.
Síðan tóku námskeiðin við fram að kaffi þegar boðið var upp á sandköku og tekex með heimalöguðu marmelaði.
Eftir kaffið hélt Ellý okkar magnaðan forvarnafyrirlestur. Börnin hlustuðu vel og svo voru umræður á eftir. Ellý sagði frá eigin reynslu og talaði um hvað það væri mikilvægt að hafa viljastyrk og virða útivistarreglur, hlýða foreldrum og skilja að reglur væru allar til að verna þau og fleira og fleira. Hún nær vel til unglinganna, enda ótrúlega mögnuð manneskja.
Þar á eftir var hárgreiðslukeppni og stór hluti barnanna tók þátt í henni. Greiðslurnar hafa sjaldan verið flottari og allir fengu verðlaun og viðurkenningu. Fyrir þau sem höfðu ekki áhuga á keppninni var útisvæðið opið, einnig íþróttahúsið og svo var hægt að vera inni á herbergi stuttu fyrir kvöldmat.
Í fyrsta sæti ... urðu sex stelpur, þrjú módel og þrír hárgreiðslumeistarar!
1. sæti: Gabríela Gunnarsd., Kolfinna greiddi
1. sæti: Sissa, Alexzandra greiddi
1. sæti: Tanja Björk, Suzanna greiddi
2. sæti: Sandra, Nína Lee greiddi.
3. sæti: Hekla, Eydís Sara greiddi.
Rokkaðasta greiðslan: Gabríella Mist, Melkorka greiddi. Móey Pála, Gabríela Gunnarsd. greiddi
Frumlegasta: Íris, Úlfur greiddi
Krúttlegasta: Emilía Rán, Alena greiddi
Dúllulegasta: Arndís Lea, Írena Eik greiddi og Ingibjörg Birta, Karen greiddi
Mest kúl: Hulda Rafnsd., Harpa Hrönn greiddi
Töffaðasta: Edda Björg, Kolbrún Edda greiddi
Flottasta: Hulda Hrund, Unnur Jóna greiddi
Villtasta: Dagbjört, Margrét Vala greiddi og Kolfinna, Móey Pála greiddi
Soðin ýsa var í kvöldmatinn með hrísgrjónum og karrísósu eða tómatsósu.
Eftir kvöldmat var vaðið beint í leikinn ógurlega, Mörk óttans. Nokkur börn úr hverjum hópi tóku þátt fyrir hönd hópsins.
Fyrsta þrautin var risapúsl hérna á útisvæðinu sem börnin voru nú ekkert rosalega lengi að fatta ...Sjá mynd til vinstri.
Svo var farið í íþróttahúsið í spurningaþrautina. Börnin fengu spjöld með A, B, C og D og réttu upp spjald með því sem átti við spurninguna. Sjá mynd til hægri.
Þriðja þrautin var ógeðsdrykkurinn viðbjóðslegi og þurftu tveir úr hverjum hópi að drekka þetta ógeð sem gekk nú misjafnlega vel að vanda.
Að lokum var það draugaherbergið hræðilega og það hefur aldrei verið eins mikið ógeð í fötunni sem sjálfboðaliðarnir úr hópnum þurftu að fara ofan í með höndina til að sækja stein og rétta starfsmanni. Á meðan hljómaði viðurstyggilega draugaleg tónlist í myrkrinu (flassið á myndavélinni lýsti upp en annars var niðamyrkur), svo var reykvélin á fullu. Ellý okkar kann að reka upp hljóð, enda söngkona, og gerði ógurleg óhljóð á meðan börnin flýttu sér að leysa þrautina með steininn og komast út aftur á miklum hraða. Þegar hver og einn hópur fékk síðan að koma í smástund inn reyndi Geir að hræða úr þeim líftóruna með því að leika draug. Börnin stóðu sig eins og hetjur og virtust skemmta sér konunglega.
Bleiki hópurinn hennar Pollýjar sigraði en í honum eru: Alena, Alexzandra, Apríl, Dagbjört, Emilía Sara, Emilía Rán, Harpa Hrönn, Hekla, Hulda Hrund, Sissa, Suzanna, Tanja Björk og Unnur Jóna.
Í kvöldkaffi var boðið upp á safa og smurt brauð og síðan var lagst í koju og farið að lesa, nóg af bókum til. Bókasafnið stækkar með hverju árinu og margt skemmtilegt að finna þar.
Þetta var frábær dagur og dagurinn á morgun verður enn frábærari ef það er hægt ... eða húllumhædagurinn. Meira um hann á morgun.
"Draugalegar" stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.
Fullt af nýjum myndum á heimasíðunni, bein leið:
http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d2.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 91039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.