Unglingatímabilið hafið - frábærir krakkar og mikið stuð

Gaman að spjallaSpilaborgNý hópur, síðasti hópur sumarsins, kom til okkar í gær, börn á aldrinum 12-14 ára.

Frábærir krakkar og hefur meira en helmingurinn verið hjá okkur áður.

 

Þeim mætti rok og smákuldi, miðað við það sem verið hefur, við komu en það hefur nú hlýnað alveg heilmikið.

Alveg hægt að vera á útisvæðinu samt, svo hlýnar manni auðvitað þegar er hoppað og skoppað á trampólínu, það segir sig svo sem sjálft!

 

Ellý húðflúrarFjögur námskeið heillaði þau mest þótt fleiri væru í boði: kvikmyndagerðin var vinsælust og á hæla hennar kom dansinn, einnig verður íþróttanámskeið og listaverkagerð. Það var mikið fjör í íþróttahúsinu þegar þau völdu sér. Kannski skiljanlegt að unglingarnir hafi ekki viljað fara í t.d. grímugerð sem er svo vinsæl hjá yngri börnunum.

 

KvöldkaffiÍ kaffinu var skúffukaka og einnig ávextir og í kvöldmat var kjöt og spagettí.

 

Sitt af hverju var í boði eftir kaffi, útisvæði, sund og Spilaborg. Mjög mikið fjör ríkti, krakkarnir töluðu mikið saman og kynntust vel og virðast hlakka mikið til að verja saman fjörugri og viðburðaríkri viku.

Æðisleg tattúMyndavélin stríddi okkur aðeins (heilmikið) í gær en við náðum þó skemmtilegum myndum í gærkvöldi þar sem mátti m.a. sjá þegar tattúmeistarinn Ellý gerði þvílíku listaverkin á börnin.

 

Í kvöldkaffi voru ávextir.

 

TrampólínFleiri fréttir í kvöld og þá koma fleiri myndir frá ævintýrum dagsins. 

 

Stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

 

P.s. Myndirnar eru á heimasíðunni okkar: www.sumarbudir.is

Bein leið á dag 1: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t8-d1.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 91194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband