GARG og gaman

Garg og gamanBörnin þutu út úr óhugnanlegu herberginu þar sem draugarnir réðu ríkjum. Undarleg hljóð heyrðust, tónlistin var óbærileg og allt í myrkri. Þau öskruðu og görguðu og svo .... úps, stopp. Förum aðeins til baka og tökum allt í réttri röð.

Dagurinn hófst á frábæru morgunverðarhlaðborði sem bíður barnanna dag hvern þegar þau eru komin á ról. Þar mátti hafragrautur, súrmjólk, kornfleks, ristað brauð og fullt af áleggi, gott ef ekki leynist þarna kavíar ... (grín).

 

Gaman í sundi

 

Eftir morgunverð var útisvæðið opið, sundlaugin og íþróttahúsiðog Gummi æfði karaókíþátttakendur og Guðrún bauð þeim sem vildu að koma með í gönguferð. 

KaraókíæfingÍ hádegismat var núðlusúpa og með henni smurt brauð með eggjum, kæfu og gúrku. Eftir matinn var daglegur hádegisfundur hvers hóps með umsjónarmanni sínum.

Námskeiðin tóku svo við og í listaverkagerð voru m.a. búin til stórkostleg listaverk, málað á striga sem gerður var úr bleyttu gifsi, eða eitthvað svoleiðis magnað. Kvikmyndagerðin hóf tökur og er handritsgerðin búin og allt farið af stað. Leiklist og grímugerð sameinuðust og í dag verða grímurnar málaðar, síðan handritið fínpússað. Dans er æfður á fullu í  dansinum hjá Pollý og hoppað og skoppað í íþróttunum, mikið skemmtilegt fyrirhugað að gera á hjá öllum á lokakvöldvökunni.

Sigurvegarar hárgreiðslukeppninnarEftir kaffi var spilaborgin opin, útisvæði, íþróttahús og ... hárgreiðslukeppnin fór fram. Að þessu sinni tóku bara stelpur þátt í henni en síðast voru strákar hátt í helmingur þátttakenda. Á heimasíðunni, www.sumarbudir.is, má finna fjölda mynda frá keppninni. Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin, villtustu hárgreiðsluna og þá frumlegustu. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjöl.

Pítsur voru í kvöldmatinn og hefur sjaldan farið jafnmikið magn af mat á jafnstuttum tíma og þá. Hvílíkt góðar pítsur.

ÓgeðsdrykkurMörk óttans voru síðan haldin en það er hrikalega spennandi leikur þar sem skottaleikur, spurningakeppni, ógeðsdrykkja og draugahús koma við sögu. Tveir til fjórir aðilar úr hverjum hópi tókust á við hverja þraut fyrir hönd hópsins síns, algjörar hetjur. Eftir æsispennandi draugahúsleik tók Gummi niður draugagrímuna og hneigði sig við mikið lófaklapp.

DraugaherbergiðUmsjónarmenn skáru síðan niður ávexti ofan í börnin sín og eftir kvöldkaffið var lesin framhaldssagan og síðan farið að sofa. Frábær dagur á enda runninn.

Æsispennandi drauga- og pítsukveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

P.s. Fullt af myndum á heimasíðunni, www.sumarbudir.is.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband