Æðislegur hópur 7 - fyrsti dagur

Rútan nýkomin Frábær og skemmtileg börn, sem eiga án efa eftir að skemmta sér vel næstu vikuna, mættu í Ævintýraland í dag. 

Veðrið var nú bara ágætt, ögn kaldara en hefur verið hingað til en allt í lagi þegar sólin skein.

SpilaborgÍ rútunni fengu börnin límmiða í barminn með nafni sínu á og litur miðans sagði til um í hvaða hópi börnin væru. Bleikur miði: Hafmeyjar, gulur miði: gullfiskar og svo framvegis. Svo biðu gulu, bleiku, rauðu, fjólubláu, bláu og brúnu umsjónarmennirnir eftir hópunum sínum og heilsuðu upp á börnin sín. Umsjónarmennirnir halda utan um hópinn sinn allan tímann, vekja börnin á morgnana, borða með þeim og lesa framhaldssögu fyrir þau fyrir háttinn.Þetta vekur mikla öryggiskennd hjá börnunum, þau geta reyndar leitað til allra starfsmanna en það er svo frábært að eiga einhvern einn. Hver umsjónarmaður er með um tíu börn í sínum hópi.

Hluti hópsins í íþróttahúsinuÍ íþróttahúsinu fór fram kynning á starfsfólkinu og námskeiðunum. Þau eru á námskeiði alla vikuna, tvo tíma í senn. Listaverkagerð, kvikmyndagerð, íþróttir, grímugerð, dans. Flestir völdu kvikmyndagerð (33 börn) næst á eftir var það dansinn, svo listaverkagerð, síðan íþróttir og grímugerð. Afrakstur námskeiðanna verður sýndur á lokakvöldvökunni síðasta kvöldið, leikrit, stuttmynd, listsýning, íþróttasýning, danssýning ... alltaf glæsilegar sýningar.

Það verður þó nóg við að vera öll kvöld fram að því. Leikurinn ógurlegi, Mörk óttans, með spurningakeppni, skottaleik, ógeðsdrykk og draugaherbergi ... nánar um það annað kvöld, Söngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn, bíókvöld, diskótek og svona.

 

Inni á herbergiJá, og svo spilar maturinn stórt hlutverk, hann er sérlega barn-vænn. T.d. verða heimabakaðar pítsur annað kvöld ... nammi, namm.

SundlauginBörnin hafa mikið val, það er aldrei eitthvað eitt eða tvennt í boði, minnst þrennt og var útisvæðið, Spilaborgin (spil, leikir, bækur, borðtennis, pool, fótboltaspil, leikföng ofl) og frábæra íþróttahúsið opið og gátu börnin kynnst þessu öllu saman vel í dag.

 

Skúffukakan í kaffinu vakti mikla lukku og einnig voru ávextir í boði. Kvöldmaturinn var ógurlega góður, kjöt og spagettí sem börnin gleyptu í sig í tonnatali.

Heiti potturinnEftir kvöldmat fóru margir í sund og heita pottinn, einnig Spilaborg, útisvæðið eða kláruðu að gera kósí í herberginu sínu og höfðu það notalegt þar.

ÚtisvæðiÍ kvöldkaffi voru ávextir og þegar allir voru komnir upp í rúm byrjaði umsjónarmaður að lesa fyrir hópinn sinn framhaldssögu. Það er frábært að sjá hvað sá góði siður hefur róandi og góð áhrif á börnin. Oft er auðvitað mikið stuð fyrsta kvöldið og erfitt að sofna fyrir spenningi en umsjónarmennirnir fara ekki fyrr en ró er komin á og þá taka næturverðirnir við. 

Frábærar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

 

P.s. Fullt af nýjum myndum á heimasíðunni, www.sumarbudir.is, tímabil 7, dagur 1.

Bein leið þangað:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t7-d1.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband