Húllumhæ í roki, bíókvöld og vöfffffflur ...

Gummi útskýrir fánaleikinnListaverkin verða tilNokkuð hvasst var hjá okkur í gær en gott veður að öðru leyti.

Námskeiðin voru haldin fyrir hádegi þar sem heilmikil dagskrá átti að hefjast eftir matinn, eða húllumhæ!

 

Grjónagrautur og melónur voru í hádegismatinn og mikið, mikið borðað!

Að hádegisfundum loknum var blásið til hátíðarhaldanna. Svanhildur sumarbúðastjóri með gjallarhorn og páfagaukinn Gorían (sem getur talað ef ýtt er á takka á honum) lýsti komandi hátíð sem minnir einna helst á 17. júní. 

 

FánaleikurByrjað var á fánaleiknum en þar skiptast börnin í tvö lið, Draum og Martröð. Þau eru máluð með stríðsmálningu og svo er barist um dýrmætar þvottaklemmur, brjálæðislega skemmtilegur ærslaleikur sem kemur öllum í gott stuð.

Þeir sem ekki vildu vera með fóru í Spilaborg og þar var m.a. boðið upp á bandfléttur í hár og fleira.

Vöfflur með súkkulaði og rjóma .... nammmmmÍ kaffinu var boðið upp á vöfflur með súkkulaði og rjóma og grétu börnin nánast af gleði yfir þeirri dýrð og borðuðu á sig gat, svona nánast.

 

BandflétturEkki var allt búið ... því margt var í boði eftir kaffi, m.a. tattú, bandfléttur, keilukeppni (Wii), skartgripagerð og spákonan ógurlega frá Borgarnesi, Jósefína Potter. Að vanda fannst krökkunum meira spennandi að giska á hver umsjónarmannanna væri í gervi hennar en það sem Einbeittir í keiluleikhún sagði. Aumingja Jósefína. En voða fannst krökkunum samt spennandi að fara til hennar. Íþróttahúsið var opnað þegar allir sem vildu höfðu farið til hennar.

 

 

SkartgripagerðÍ kvöldmat voru grillaðar pylsur með öllu og börnin voru ekki óánægð með það.

 

Eftir matinn var bíókvöld og í hléinu fengu börnin popp og Svala.

 

 

Popp og SvaliFleiri nýjar myndir eru komnar inn á heimasíðuna, www.sumarbudir.is, en þar má finna allar upplýsingar um starfsemina.

Við viljum líka vekja athygli á að 12 laus pláss eru á unglingatímabilið um verslunarmannahelgina en þá koma 12-14 ára börn. Dagskráin er aðeins öðruvísi þá og í stíl við hærri aldur. Ótrúlega spennandi vika!

Rok- og sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband