Hárgreiðslukeppni, pítsa og æsispennandi Mörk óttans

Gaman í sundlauginnDagur 2 hófst með morgunverðarhlaðborði þar sem hægt var að velja um m.a. súrmjólk, kornflakes, hafragraut og ristað brauð eða fá sér þetta allt saman ... sumir fara nú létt með að smakka allar "sortir".

Æfing fyrir ÆvintýrabarkannÞá voru svæðin opnuð og í boði voru útisvæði, sund, íþróttahús og Spilaborg þegar leið nær hádeginu. Einnig æfingar fyrir Ævintýrabarkann, söngvara-og hæfileikakeppnina góðu. Ekki heyrðum við betur en Life on Mars með David Bowie væri æft af einhverjum snillingnum en ... þetta kemur allt í ljós þegar Ævinýrabarkinn fer fram á þriðjudagskvöldið.

Í hádeginu var boðið upp á núðlusúpu og heimabakað brauð, bara algjört æði!

Ættarmót upp á líf og dauðaEftir mat var komið að daglegum hádegisfundi með umsjónarmanninum en þá fer umsj.m yfir stöðuna með hópnum sínum og einnig er farið í leiki ef þau langar.

 Síðan hófust námskeiðin, grímugerðin, leiklistin og þetta allt en ákaflega mikla forvitni vakti þegar auglýsingar frá kvikmyndagerð birtust um allt hús. Ættarmót upp á líf og dauða, heitir bíómyndin og verður frumsýnd á miðvikudagskvöldið ... ekkert smá forvitnilegt!

Drukkið útiKaffið var drukkið úti, enda veðrið ekkert smá æðislegt! Sandkaka og milljón ískaldar melónusneiðar sem hurfu allar eins og dögg fyrir sólu.

Hárgreiðslukeppnin

 

 

 

Sitt af hverju var í gangi eftir kaffið en líklega bar hæst hárgreiðslukeppnin. Keppendur voru í kringum 30 og hátt í helmingur þátttakenda var karlkyns sem ekki gerist oft. Sjá má myndir á sumarbudir.is þar sem hvert einasta módel sést með flottu greiðsluna sína.

1. sæti í hárgreiðslukeppninniÍ kvöldmat var pítsa ... heimabökuð og gómsæt. Allir borðuðu sig pakksadda ... líka þeir sem áttu eftir að drekka ógeðsdrykkkkkkkk, úúúúú en eftir kvöldmat hófst leikurinn hroðalega spennandi: Mörk óttans þar sem hver hópur keppir gegn hinum hópunum.

Íþróttahúsið hýsti Skottaleikinn skemmtilega og spurningakeppnina en svo var farið út fyrir íþróttahúsið til að drekka ógeðsdrykk en tveir úr hverjum hópi höfðu boðist til þess. Drykkurinn þótti ekki par girnilegur, eiginlega frekar viðbjóðslegur ... hverjum finnst súrmjólk með sinnepi góð eða hvað þetta er sem þessum eldhúskerlingum dettur eiginlega í hug að malla ofan í saklaus börnin ... hahaha. (Engar ljósmyndir fylgja skottaleik eða ógeðsdrykkju ... HELDUR KVIKMYND sem kemur inn á bloggsíðuna í dag)

Spenntir að komast í draugaherbergiðSvo færði hópurinn sig inn í matsal en tveir úr hverjum hópi höfðu boðist til að sigrast á hroðalegum þrautum draugaherbergisins, sem er inn af matsalnum. Áhorfendur gátu setið í venjulegum sætum sínum í matsalnum og hvatt hetjurnar úr hópnum sínum. Þetta gekk ótrúlega vel ... eitthvað hafði nú spurst út til yngstu krakkanna að Gummi, hinn elskulegi umsjónarmaður, væri dulbúinn sem Kvöldkaffiaðaldraugurinn svo þau voru frekar borubrött þótt þeim þætti þetta HRYLLILEG-a gaman, eins og ein 6 ára hetja orðaði það. Jú, þetta var nú bara hann Gummi og nokkrir unglingar (starfsmannabörn) léku litlu draugaskottin. 

Eftir drauga-gamanið var komið að kvöldkaffi en hver umsjónarmaður skar niður epli og appelsínur fyrir hópinn sinn,

Krossfiskar Gullfiskastelpurnar voru í miklu stuði og nokkrar fóru í koddaslag fyrir svefninn og var mikið hlegið en umsjónarmaðurinn las síðan kvöldsöguna þegar ærslabelgirnir voru komnir í kojur og smám saman færðist ró yfir allt. (ath. myndin til hægri er af Gullfiskum, ekki Krossfiskum)

Bestu stuð- og "drauga"kveðjur frá Kleppjárnsreykjum ...

Nýjar myndir á www.sumarbudir.is, tímabil 6, dagur 2 ... og svo er myndbandið komið inn á youtube og kemur á eftir inn á bloggið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband