Frábært veður og ævintýrin að hefjast

Rútan nýkominNýr hópur kátra krakka kom í sumarbúðirnar í dag. Mikill spenningur ríkti að vanda á meðan beðið var eftir rútunni og svo ók hún í hlað á réttum tíma og börnin streymdu út. Nokkur voru þegar komin, þau sem voru keyrð á staðinn.

Á leiðinni með rútunni sagði starfsmaður þeim í hvaða hópi þau væru og skellti límmiða framan á peysuna. Gullfiskur fékk gulan miða, Hafmeyja bleikan og svo framvegis. Svo biðu umsjónarmennirnir eftir ungunum sínum og á örskömmum tíma voru hóparnir allir á sínum stað. 

Börnunum var sýnt svæðið og fór hver hópur fyrir sig með umsjónarmanninum í skoðunarferð. 

Kynning í íþróttahúsinuSvo var bara komið kaffi og börnin voru boðin velkomin í mötuneytinu með skúffuköku sem var nú ekki óvinsælt.

Eftir kaffi var haldið út í íþróttahús þar sem starfsmanna- og námskeiðakynningar fóru fram. Börnin geta valið um námskeið í ýmsu, m.a. kvikmyndagerð, íþróttum, grímugerð, leiklist, dansi og listaverkagerð.

Á útisvæðiÁ morgun hefjast síðan námskeiðin og standa í tvo klukkutíma á dag allan tímann. Síðan er afrakstur þeirra sýndur á lokakvöldvöku; íþróttasýning, myndlistarsýning, stuttmynd, grímulátbragsleikrit og leiksýning. Bara spennandi. Börnin völdu líka hvaða safategund og álegg á brauð þau vildu í kvöldkaffinu en slíkt er í boði til skiptis við ávexti.

 

ÍþróttahúsEftir kynninguna og val á námskeiðum var val um hvað gera skyldi fram að kvöldmat ... börnin fá alltaf val og það elska þau, enginn sem segir að nú fari allir í göngutúr eða allir að föndra. Einhverjir völdu útisvæðið, aðrir íþróttahúsið og enn aðrir Spilaborg en þar er afar margt í boði; pool, borðtennis, fótboltaspil, alls kyns borðspil, púsl að ótöldum milljón bókum sem hægt er að kíkja í. Syrpurnar með Andrési önd og félögum eru líklega vinsælastar en þær eru margar til í sumarbúðunum.

 

Í kvöldmat buðu Sigurjóna listakokkur og hitt snilldarfólkið í eldhúsinu upp á kjöt og spagettí sem rann vel ofan í mannskapinn.

Gaman í sundiSitt af hverju var í boði eftir kvöldmat en sundlaugin var laaaaangvinsælust og fóru flestir þangað. 

Þegar komið var að háttatíma völdu börnin lýðræðislega hvaða framhaldssaga yrði lesin en umsjónarmaður hvers hóps les fyrir hópinn sinn fyrir svefninn. Ótrúlega róandi og notalegt. 

Oft gengur hálfilla að sofna strax á nýjum stað en sundlaugarferðin fyrsta kvöldið hjálpar alltaf mikið til við að ná ró.

Veðrið var rosalega gott í dag, algjör bongóblíða og spáin einstaklega góð fyrir morgundaginn líka þegar ný ævintýri hefjast. Þetta er afar góður hópur en meira en helmingur barnanna hefur verið áður í Ævintýralandi.

Eldheitar sólarkveðjur frá Kleppjárnsreykjum þar sem sólarvörnin mun án efa fljóta í stríðum straumum á morgun ...

P.s. Myndir frá fyrsta degi eru á heimasíðunni, www.sumarbudir.is, tímabil 6, dagur 1.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður greynilega fjör hjá ykkur þessa vikuna. Góða skemmtun.

Sirrý (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband