Frábærar sýningar á lokadegi

Lokaundirbúningur fyrir sýningunaMikið hefur þessi vika verið fljót að líða. Lokadagurinn var í dag og brottför á morgun.

 

Eftir staðgóðan morgunverð voru námskeiðin haldin. Ljúka þurfti listaverkum og æfa fyrir kvöldið. Námskeiðin voru einnig á dagskrá eftir hádegismatinn (skyr og smurt brauð), ásamt lokahádegisfundum með umsjónarmönnum sem fór að mestu í að pakka niður farangri ... nema fínu fötunum auðvitað. Þau átti að nota í kvöld.

 

Plaköt um allt húsGummi sat sveittur við að klippa stuttmynd kvikmyndagerðarhópsins og gera allt tilbúið fyrir kvöldið og á meðan sátu börnin "hans" og horfðu á gamlar, rosalega skemmtilegar myndir frá fyrri tíð. Það kunnu þau sannarlega vel að meta., enda myndirnar hver annarri skemmtilegri.

Eftir kaffið (sandkaka og melónur) fóru einhverjir út í íþróttahús og aðrir í Spilaborg og útisvæði. Flestir tóku þó þátt í ruslatínslunni en þá er næsta svæðið í kringum sumarbúðirnar hreinsað og sópað. Allir fengu verðlaun fyrir.

Veðrið var bara dásamlegt. Cool

ÍþróttahópurinnEftir hátíðakvöldverðinn þar sem boðið var upp á hamborgara, franskar, sósu og gos kom að lokakvöldvökunni sjálfri sem hófst í íþróttahúsinu.


GogL sýnir MeistaraþjófanaÍþróttahópurinn byrjaði lokakvöldvökuna með glæsilegum ásadansi, sem var nú bara rétt byrjunin á sýningu þeirra, og síðan sýndu leiklistar- og grímugerðarhóparnir sameinuðu GogL frábært leikrit sem heitir Meistaraþjófarnir. Það var ekkert annað en stórkostlegt.

Sýning listaverkagerðarStarfsfólkið sýndi næst leikrit um Rauðhettu, hrikalega gelgju. en mamma hennar var eilífðargelgja, amman elliær, úlfurinn geðvondur, veiðimaðurinn alltaf fullur en riffillinn edrú og bjargaði málum. Dvergarnir sjö komu reglulega inn á sviðið til að kíkja á Rauðhettu. Jamm, stórlega ruglað leikrit sem börnin skemmtu sér konunglega yfir ...Mikið hlegið.

Þá var haldið inn í matsal en inn af honum er diskóherbergið þar sem sýning listaverkagerðar var. Frábær listaverk upp um alla veggi og borð vöktu mikla hrifningu allra viðstaddra ... sem voru allir.

Plakat kvikmyndagerðarBörnin fengu síðan kvöldkaffið sitt, ávexti, og síðan sýndi íþróttahópurinn myndband með sjálfum sér, mjög flott.

Þvínæst var börnunum boðið upp á ís ... jamm, lokakvöldið sjálft, og síðast sýndi kvikmyndagerðin stuttmyndina Klikkaður heimur. Hún var bæði fyndin og spennandi og stóð algjörlega undir væntingum, eins og öll hin atriðin.

Umsjónarmennirnir kláruðu framhaldssögurnar fyrir hópana sína þegar börnin voru komin upp í rúm og allir voru ánægðir með kvöldið ... og hlökkuðu líka til að fara heim og segja frá öllum ævintýrunum.

 

SpilaborgTakk fyrir okkur, þið voruð frábær.

Saknaðarkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

P.s. Nýjar myndir eru á www.sumarbudir.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband