Ævintýrabarkinn og fleira fjör

SundMikið var um að vera í dag að vanda.

 

Eftir morgunverð var val um sund, íþróttahús og útisvæði og svo var æfing fyrir Ævintýrabarkann, söngvara- og hæfileikakeppnina sem var haldin í kvöld.

 

 

Síðasta karaókíæfinginVeðrið var frábært þótt sólin skini ekki stöðugt, heldur sýndi sig bara af og til.

Um helmingur þátttakenda æfði lögin sem þeir ætluðu að syngja en hinn helmingurinn æfði aðra og ekki síðri hæfileika.

 

Á reiðnámskeiði Tíminn leið hratt og allt í einu var kominn hádegismatur. Í dag var pasta og heimabakað hvítlauksbrauð með. Mjög, mjög gott.

Eftir mat var komið að hádegisfundunum og síðan námskeiðunum. Skömmu fyrir kaffi fór hópur á reiðnámskeið og fékk með sér gott nesti. Þau voru komin aftur fyrir kvöldmat.

Í kaffinu var skúffukaka og tekex með heimalöguðu marmelaði. 

Áhorfendur á ÆvintýrabarkanumEftir kaffi var útisvæði opið, íþróttahúsið og Spilaborg. Skömmu fyrir kvöldmat fóru börnin inn á herbergin sín og skiptu um föt - allir vildu vera fínir á Ævintýrabarkanum.

Í kvöldmatinn var fiskur, hrísgrjón og ævintýrasósa a la Sigurjóna (ógurlega góð karrísósa) og einnig tómatsósa fyrir þá sem vildu það heldur.

SiguratriðiðÆvintýrabarkinn var frábær skemmtun. Börnin sungu eða sýndu önnur flott atriði. Þegar dómnefnd hafði borið saman bækur sínar voru úrslitin þessi:


1. sæti: Magnús Anton Magnússon og Esra Elí Newman sem sýndu rosalega flott fimleikaatriði.
2. sæti: Kharl Anton Leigh sem tók Michael Jackson-dans
3. sæti: Bjargey Birgisdóttir og Diljá Sól Jörundardóttir sem sungu Maístjörnuna. Og Sigfinnur.

Sigurvegarar í ÆvintýrabarkanumAðrir þátttakendur í Ævintýrabarkanum:
Erla Svanlaug, Hrafnhildur, Ísabella Gná, Kristinn Hallur, Margrét Erla, Silja, Sólborg, Steinunn,  Þórhildur Elísabet og Þorvaldur Máni.

Þeir sem lentu í fyrstu þremur sætunum fengu verðlaun og allir fengu viðurkenningarskjöl.


Höfrungar sigruðu Mörk óttansÍ kvöldkaffinu var smurt brauð og safi. Afhentar voru viðurkenningar fyrir Mörk óttans, sápukúlusprengikeppnina, keilukeppnina og fleira.

Síðan var það bara kvöldsagan og draumalandið þar á eftir. Á morgun er lokadagurinn og hann er alltaf svolítið mikið öðruvísi en hinir dagarnir. Spennan í hámarki fyrir kvöldið, lokakvöldvökuna þar sem börnin sýna það sem þau hafa stefnt að alla vikuna á námskeiðunum, afraksturinn.

 

Fleiri nýjar myndir eru á  heimasíðunni:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t4-d5.html

 

Bestu kveðjur úr góða veðrinu og góða skapinu á Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband