Húllumhæ, vöfflur, afmælisbarn ... og Jósefína Potter

Húllumhædagur setturÍ dag var húllumhædagurinn haldinn hátíðlegur þannig að dagskráin var aðeins frábrugðin venjulegum degi. Eftir að börnin vöknuðu, klæddu sig og borðuðu morgunverð af hlaðborðinu girnilega og góða var haldið á námskeiðin. Samfelld hátíðardagskrá var nefnilega fram undan eftir hádegið, og þá voru kaffitími og kvöldmatur talinn með ...enda hátíð þar líka eins og lesa má um hér aðeins neðar.

Hádegisfundir voru haldnir eftir æðislegan grjónagraut í hádegismatinn, plús melónur, og síðan var hátíðin sett af Svanhildi sumarbúðastjóra. Starfsfólkið var allt frekar furðulegt til fara, með skrýtna hatta, undarleg eyru og slíkt, bara fjör sem gerði stemmninguna enn meiri.

 

FánaleikurAð vanda hófst húllumhæið á fánaleiknum frábæra. Þar kepptu liðin Draumur og Martröð um að ná sem flestum þvottaklemmum af andstæðingnum og eftir mikinn hamagang sigraði Draumur, 10-2, flott afmælisgjöf fyrir einn Draumverjann, Jóhönnu Ósk, sem átti 12 ára afmæli í dag. Veðrið var algjörlega himneskt og nokkrir strákar rifu sig úr að ofan, hitinn var að fara með þá, sögðu þeir.

 

Sápukúlusprengikeppnin að hefjastEinnig fór sápukúlusprengikeppni fram og boðið var upp á bandfléttur og tattú sem var sannarlega vinsælt. Það þarf að vera nokkuð oft með bandfléttur og tattú til að allir geti fengið á tímabilinu.

Flestar sápukúlur sprengdi Telma S. Í öðru sæti varð Sigfinnur og því þriðja Birta. Það er ekki auðvelt að sprengja svona margar sápukúlur á stuttum tíma eins og þau gerðu, æðislega flott hjá þeim.

 

Vöfflur ... ummmmÍ kaffinu hélt hátíðin aldeilis áfram en þá var boðið upp á nýbakaðar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma.

Sumir fengu sér kannski bara súkkulaði, aðrir vildu sultu ... þetta var bara eins og hver og einn vildi. En flestir vildu súkkulaði og rjóma á vöffluna sína.

 

Jóhanna Ósk, 12 áraAfmælisbarnið var heiðrað sérstaklega, fékk skreytta vöfflu og afmælispakka. Sérleg afmælisterta, blá að lit, spilaði afmælissönginn fyrir hana og á eftir söng allur salurinn; börnin og starfsfólkið. Það er aldrei leiðinlegt að eiga afmæli í Ævintýralandi. Til hamingju, Jóhanna Ósk hafmeyja, með 12 ára afmælið.


Svo hélt gleðin áfram
þegar allir voru úttroðnir af vöfflunum gómsætu. Flesta langaði að heimsækja spákonuna spennandi, Jósefínu Potter frá Borgarnesi, mjög svo dularfulla kerlu sem segir eitthvað fallegt þótt hún sé ... ja, furðuleg. Börnin reyndu mikið að giska á það hver starfsmannanna þetta væri en auðvitað var þetta alvöru sko ... en þetta er aðalspennan við spákerluna, skiptir litlu hvað hún segir ... bara, hver ætli þetta sé? pæla þau.

KeilukeppniÍ matsalnum dunduðu nokkur börn sér við að búa til ægifagra skartgripi, önnur (aðallega strákarnir, hmmm, mjög skrýtið) voru í spennandi keilukeppni (tölvuleikur), enn önnur fengu tattú, bandfléttur, andlitsmálun eða fóru í vinabandagerð. Svo var útisvæðið vinsælt líka. Guðmundur Jökull sigraði með glæsibrag í keilukeppninni.

 

AndlitsmáluninGrillaðar pylsur voru í kvöldmatinn og vöktu mikla lukku. Algjör hátíð sem endaði á bíókvöldi eftir kvöldmat. Í hléinu var boðið upp á popp og svala. ÆÐI!

 
Svo voru kvöldsögurnar lesnar fyrir hópana og allir sofnuðu rótt eftir viðburðaríkan dag.

 


Flott tattú Fleiri nýjar myndir eru inni á www.sumarbudir.is

 

 

Bein leið inn á dag 4:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t4-d4.html

 

 

 

Eldhressar húllumhækveðjur frá Kleppjárnsreykjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband