Kertagerð, leikrit, kjúlli í matinn og stanslaust fjör á diskói

Í sundiEftir staðgóðan morgunverð var í boði að fara í sund, íþróttahúsið og útisvæðið. 

Flestir kusu að fara í sund og íþróttahús en útisvæðið var líka vinsælt. Morguninn leið hratt og rétt fyrir hádegisverð var kósí að slaka af í herbergjunum í smástund.

Kakósúpa var í boði í hádeginu, með tvíbökum að sjálfsögðu, og svo voru ávextir í eftirrétt.

Þá hófust hádegisfundirnir, hver hópur með umsjónarmanni þar sem farið var yfir stöðu og líðan.

 

Ping og PongÞaðan var hlaupið út í íþróttahús þar sem starfsmenn fluttu leikrit fyrir börnin. Skemmtilegt leikrit með alvarlegum undirtóni þó. Þetta var forvarnaleikrit sem er leikið á hverju tímabili. Meðal annars tekið fyrir einelti og erfið leyndarmál. Þeir Ping og Pong (góðuráðavél) lumuðu á ýmsum góðum ráðum fyrir stelpu sem upplifði einelti á skólalóðinni og hún fór eftir þeim með góðum árangri. Krökkunum fannst þetta æðislegt leikrit og verður án efa mikið talað um það á næsta hádegisfundi.

Þá hófust námskeiðin. Grímugerð og leiklist sameinuðust og heita nú G og L ... eða gogl. Þau eru að búa til grímur, ýmist heilar eða hálfar. Þau sem ekki vilja gera grímur útbúa auglýsingar fyrir lokakvöldvökuna. Leikritið þeirra heitir Meistaraþjófarnir. Meira fengum við ekki að vita, enda alltaf mikið leyndarmál hvað verið er að gera.

ListaverkagerðinÍþróttahópurinn er stór og æfir grimmt fyrir sýninguna á miðvikudagskvöldið, þau eru að gera smá myndband sem verður sett hingað inn þegar það verður tilbúið.

Listaverkagerðin gerði mörg mjög flott listaverk í gær og í dag hafa þau verið að skreyta gáminn, eins og sjá má á myndinni.


Kvikmyndagerðin pukrast að vanda. Er að búa til grínspennumynd. Þegar við reyndum að forvitnast aðeins stóðu tökur yfir og Arndís í hlutverki konu í hvítum kjól. Hún var á harðahlaupum, eins og hún væri að flýja eitthvað ... úúúú, spennandi.

 

Í kaffinu var heimabökuð sandkaka og melónur.

KertagerðEinbeitt í kertagerðEftir kaffi tók ýmislegt við, íþróttahús og útisvæði og svo var boðið upp á kertagerð esm er alltaf vinsæl.

Þar mála börnin stein eða skel og er vax og kveikur sett í skelina en sprittkerti límt á steininn. Mikil listaverk verða til eins og sjá má á myndunum og í öllum regnbogans litum.

 

Rétt fyrir kvöldmat fóru börnin í herbergin og skiptu um föt ... diskó fram undan, eða eftir kvöldmat. Allir voru því fínir í matsalnum þegar enn ein veislumáltíðin var snædd. Kjúklingar, franskar, sósa og maísbaunir. Börnin eru einstaklega ánægð með matseðilinn.

Diskó!Bandfléttur í hárSvo hófst ballið og það var hrikalega gaman að dansa og tjútta. Hægt var að slaka á inn á milli dansa með því að fara fram og fá bandfléttur í hárið eða tattú og svo var útisvæðið opið líka.

Í kvöldkaffinu var boðið upp á smurt brauð og safa.

Úrslit í Mörkum óttans síðan í gærkvöldi:

1. sæti: Höfrungar
2. sæti Sæljón
3. sæti Kópar

 

SundInn á sumarbudir.is eru komnar nýjar myndir, bein leið:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t4-d3.html

 

Eldhressar diskó- og stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl 

Þakka ykkur fyrir frábæra vefsíðu, upplýsingar og myndir.

Frábær vinna hjá ykkur í sumarbúðunum,

bestu kveðjur,

Katrín ( móðir Arndísar Höllu)

Katrín H. Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband