Mörk óttans, hárgreiðslukeppni, pítsa í matinn og fleira og fleira

KaraókíæfingHér hefur verið afar gott veður í allan dag, sól og blíða til skiptis við skýjað og blíðu. Hitinn eflaust í kringum 20 stig. Við gleymdum hreinlega að kíkja á hirðveðursíðuna okkar fyrr en nú um miðnætti: http://www.yr.no/place/Iceland/Borgarfjardarsysla/Kleppj%C3%A1rnsreykir/hour_by_hour.html

Dagurinn hófst á morgunverðarhlaðborði að vanda, ristað brauð, álegg, súrmjólk, hafragrautur, kornfleks, og tóku börnin vel til matar síns.

Fjör í íþróttahúsinuStöðvarnar sem hægt var að velja um í morgun voru: íþróttahús, útisvæði, sund, föndur og svo var fyrsta karókíæfingin haldin. Næstsíðasta kvöldið verður nefnilega Ævintýrabarkinn, söngvara- og hæfileikakeppnin skemmtilega. Börnin völdu sér lag til að syngja eða eitthvað annað til að gera. Svo var bara æft.

SpilaborgÍ hádeginu var núðlusúpa og smurt brauð með eggjum, kæfu og fleira. Eftir matinn tóku svo námskeiðin við, íþróttir, grímugerð, listaverkagerð, kvikmyndagerð ... handritsgerð er langt komin, búin hjá einhverjum og nú er það bara æfing í búningum, tökur hjá kvikmyndagerð og það allt. Ó, hvað það verður spennandi að sjá afraksturinn á miðvikudagskvöldið.

HárgreiðslukeppninÍ kaffinu var sandkaka og tekex með heimalöguðu marmelaði.

Þá hófst hárgreiðslukeppnin. Fjöldi barna tók þátt í henni að vanda, m.a. tveir strákar. Það er sjaldgæft, þeim finnst flestum þetta vera svo stelpulegt eitthvað. Ekki þessum sem stóðu stelpunum ekkert að baki í töff greiðslu.

HárgreiðslukeppniÍ fyrsta sæti í hárgreiðslukeppninni voru Bjargey og Diljá (módelið). Í öðru sæti: Rakel Sif og Katítas (módelið), í þriðja sæti: Alexandra Gná og Ísabella Gná (módelið). Fríkaðasta greiðslan: Rebekka Rut og Sólborg (módel). Frumlegasta: Friðrika Hanna og Katrín (módel). Krúttlegasta: Viðar Aron og Dagur (módel). Þessi fengu smá verðlaun en allir þátttökuviðurkenningar.
Ekki amalegar greiðslur þettaAðrir sem tóku þátt voru: Emilía María, Erla Svanlaug, Eydís Angel, Eydís Ósk, Fanney Ágústa, Heiðdís Dögg, Hrafnhildur E, Jófríður, Margrét Erla, Miriam Sif, Ólöf Adda, Regína Ósk, Sandra Rún, Silja, Sólrún Bára, Tara Sól, Telma S og Þórhildur Elísabet.


Namm pítsaÚtisvæðið var opið, einnig Spilaborg og undir kvöldmat fóru flestir inn á herbergi til að bera á sig "eftirsól" og svoleiðis.

Litlir mallakútar voru orðnir svangir þegar komið var að kvöldmat en í matinn voru PÍTSUR! Bara gleði yfir því. Enda eru pítsurnar hennar Sigurjónu, hirðmatreiðslukonu Ævintýralands, frægar um allan heim fyrir bragðgæði.

SpurningakeppninSvo var komið að Mörkum óttans, ævintýraleiknum ógurlega en æsispennandi. Farið var "rólega" af stað, eða byrjað á fjörugum skottaleik í íþróttahúsinu þar sem skott úr svörtum plastpokum var komið fyrir á börnunum og þau áttu síðan að reyna að ná þeim af hinum og gæta þess í leiðinni að enginn næði skotti þeirra.

Kópahópurinn kláriÞá var það spurningakeppnin ... hvort eru 52 eða 100 vikur í árinu? Þau fóru létt með þetta, líka hve margir dagar væru í júnímánuði ... Þeim tókst að svara flestu rétt og litlu Kóparnir, yngstu stelpunar, voru t.d. með öll svörin rétt. Eins og sumar spurningarnar voru nú erfiðar.

Ógeðsdrykkur Næst var komið að ógeðsdrykknum ... eldhúskvikindin höfðu mallað saman einhverju ógeði sem er kannski gott eitt og sér en ekki sérlega girnilegt þegar það er komið í einn kokteil sem kallast ógeðsdrykkur. Súrmjólk, sinnep, majones, krydd og fleira ... oj bjakk.

HlauptuTvær hetjur úr hverjum hópi, sem höfðu boðið sig fram í þetta hryllilega hlutverk, tóku sér stöðu og þegar búið var að telja niður þá höfðu þau mínútu til að klára hálft glas af þessum hryllingi. Flestum tókst það og fengu þá stig fyrir hópinn sinn.

Síðasta þrautin var ógurleg ... eða að hlaupa (með styrkri aðstoð Heiðu umsjónarmanns) inn í dimmt, reykfyllt (með reykvél) herbergi þar sem draugaleg tónlist hljómaði og fjórir draugar halda til. Einn aðaldraugur og þrír smádraugar ... það þarf sækja stein ofan í viðbjóðslegt vatn í fötu, rétta Heiðu steininn, hlaupa síðan hratt út og sleppa „naumlega“ frá draugunum.


Kópar skoða draugaherbergiðÁður en þrautin hófst fengu litlu Kóparnir að skoða herbergið og hitta draugana (grímulausa). Engin tónlist hljómaði, ljósin voru kveikt og þetta var allt ósköp meinlaust. Kóparnir voru beðnir um að steinþegja um þetta við hin börnin til að eyðileggja ekki spennuna. Öðrum börnum, sem töldu sig of hrædd til að þora að Ekki svo hræddar stelpurfylgjast með, var boðið að skreppa inn í Framtíð, bláa herbergið, og gera eitthvað annað skemmtilegt með umsjónarmanni, ef þeir væru of hræddir. Örfáir þáðu það. Hinir urðu bara enn spenntari.

Og svo hófst draugaherbergisþrautin. Tvær hetjur úr hverjum hópi hlupu hver á eftir annarri og komu skrækjandi af spenningi út eftir að hafa fundið steininn.

Einn keppandinn, ótrúlega hugrökk stelpa, sagði við drauginn: „Sæll Gummi minn, þú hér?“ og draugurinn varð steinhissa. Svo hljóp hún hlæjandi út.

Eftir að keppendurnir voru búnir fengu hinir krakkarnir sem vildu að prófa draugaherbergið, hver hópur í einu með umsjónarmanni sínum. Mikið skrækt, mikið hlegið.

 

Draugarnir afhjúpa sigSvo komu draugarnir fram og tóku af sér grímurnar. Jú, Gummi var víst aðaldraugurinn og litlu draugarnir voru starfsmannabörn á unglingsaldri.
Síðast af öllu fengu þau sem voru of hrædd til að þora að vera í matsalnum að koma inn og heilsa upp á Gumma og hina draugana, máta grímurnar og hræða starfsfólkið. Það þótti þeim gaman, skrækjandi starfsfólk er bara fyndið.



Gummi draugur sker ávextiÁvextir voru þvínæst bornir á borð, epli og appelsínur, sem umsjónarmenn hvers hóps skáru ofan í börnin sín. Mjög heimilislegt. Stemmningin var orðin mjög róleg en samt mikið spjallað um ævintýri kvöldsins. Svo var bara háttað og farið í bólið og síðan hlustað á kvöldsöguna þar til svefninn sigraði. Allir þreyttir, enda mikið búið að hamast, bæði inni og úti.

 

Nýjar myndir eru komnar inn á heimasíðuna, www.sumarbudir.is, bein leið hér:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2009-t4-d2.html

 

AppelsínubrosFunheitar og æsispennandi kveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband