Bongóblíða í Ævintýralandi

Búnar að gera kósíNýi hópurinn kom í gær og eru þetta alveg frábær börn! Skemmtileg, kát og rosalega góð! Ég veit ... við segjum þetta alltaf en þau eru samt alveg æðisleg!

Sólin tók vel á móti hópnum og byrjuðu börnin á því að setja á sig sólarvörn. Umsjónarmennirnir tóku hver sinn hóp og fóru með um svæðið og svo komu börnin sér vel fyrir í herbergjunum sem hýsa þau næstu vikuna. 

Í kaffinu var boðið upp á skúffuköku og einnig ávexti. Síðan var farið út í íþróttahús.

Kynning námskeiðaNámskeiðin æðislegu voru kynnt; grímugerð, leiklist, listaverkagerð, íþróttir, dans og kvikmyndagerð. Börnin völdu sér það námskeið sem þau verða síðan á í tvo tíma á dag allan tímann ... og endar á lokakvöldvöku þar sem afraksturinn er sýndur. Flestir völdu listaverkagerð, næstflestir kvikmyndagerð og svo skiptist nokkuð jafnt á hin námskeiðin. Í fyrsta sinn í sögu sumarbúðanna féll íþróttanámskeiðið niður, enginn áhugi var fyrir því að þessu sinni ... en börnin fá reyndar mikla hreyfingu alla vikuna. 

 

SpilaborginÍ spilaborgEftir kynningu á námskeiðum og starfsfólki var útisvæðið vinsælt en Spilaborg togaði í marga, enda margt hægt að gera skemmtilegt þar ... og svo var svalandi að skreppa smástund inn til að kæla sig frá hitanum. Mjög veðursælt er á Kleppjárnsreykjum og okkur finnst eiginlega alltaf vera sól og blíða þar. Það er t.d. algjör bongóblíða hérna í dag og sólarvörnin hefur farið í lítravís.

 

SundÍ kvöldmatnum tóku kátir krakkar vel til matar síns og var kjöt og spagettí í matinn sem vkti mikla lukku. Mikið borðað eftir ævintýri dagsins.

 

SundStór hluti barnanna ákvað að skella sér í sund og heita pottinn eftir kvöldmat, enda aldeilis veðrið til þess. Spilaborgin, íþróttahúsið og útisvæðið voru líka opin - svokallaðar stöðvar sem börnunum er boðið upp á dag hvern, fyrir hádegi og eftir kaffi, og finnst þeim ÆÐISLEGT að hafa val. Þau upplifa mikið frjálsræði vegna þessa, en reyndar er mikil gæsla, á hver fimm börn er einn fullorðinn einstaklingur. Starfsfólkið sem ber ábyrgð á börnunum er á aldrinum 19 ára til 50 ára og engir sjálfboðaliðar.

 

Á útisvæðiGummi var með gítarinn á útisvæðinu, spilaði og söng fyrir börnin og frábær stemmning myndaðist þar, eins og í fjörinu í sundlauginni og íþróttahúsinu ... og ögn meiri rólegheitum í Spilaborg.

Þá var haldið til koju og umsjónarmenn byrjuðu að lesa framhaldssöguna (hver fyrir sinn hóp) sem verður lesin á hverju kvöldi allt tímabilið. Flest sofnuðu börnin fljótt og vel en nokkur af þeim eldri áttu erfiðara með að sofna því þetta var allt svo spennandi. Næturvörðurinn spjallaði við þau og smám saman sigraði svefninn ... zzzzzzz



Gaman á útisvæðinuÍ dag hófust svo ný ævintýri í brjálæðislega góða veðrinu og verður mikið um að vera ... m.a. hádegisfundur með umsjónarmönnunum (alla dagana), hárgreiðslukeppni og fleira og fleira ... Í kvöldmatinn verða heimabakaðar pítsur og eftir mat tekur æsispennandi leikurinn Mörk óttans við. Þá þarf að leysa ofurmannlegar þrautir ... spurningakeppni, ógeðsdrykkur og draugaherbergi ... úúú.

Meira á morgun. Kíkið á myndirnar á heimasíðunni, www.sumarbudir.is. Tímabil 3, dagur 1.

Hitabylgju- og stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær síða, alveg yndislegt að geta fylgst með ormunum svona. Sé að það er greinilega mikið fjör og mikið gaman.... Bið að heilsa í sveitina:):)

Steinunn (mamma Arnórs Egils) (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 19:11

2 identicon

Bestu kveðjur til ykkar allra og sérstaklega hennar Jóhönnu minnar,frábært að skoða myndirnar,sé að þau eru sko ekki lengi að eignast vini á svona frábærum stað :-)

Tania (mamma Jóhönnu Kolbrúnar) (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 20:22

3 identicon

þetta róar mann alveg af áhyggjum yfir að skilja krílið sitt eftir svona :)

frábært að sjá þessar myndir og alla gleðina sem ríkir hjá ykkur 

Hrefna (mamma ingibjargar helenu) (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 91194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband