FRÁBÆR lokakvöldvaka

Birta Hlín afmæliLokadagur tímabils 2 leið mjög hratt og var afar skemmtilegur. Námskeiðin voru fyrir hádegi og allir í óðaönn að undirbúa kvöldið, eða sjálfa lokakvöldvökuna þar sem afrakstur námskeiðanna yrði sýndur.

Hádegismaturinn var frábær, eða skyr og brauð, og mikið borðað að vanda.

Heilmargt var við að vera eftir matinn, m.a. pakkað niður fyrir brottförina sem var daginn eftir, eða í gær. 

Í kaffinu var haldið upp á afmæli Birtu Hlínar en hún átti 11 ára afmæli daginn eftir, haldið var upp á það á miðvikudeginum þar sem rútan fór með börnin fyrir hádegi á sjálfan afmælisdaginn. Allir fengu súkkulaðiköku en kökusneið Birtu var skreytt, m.a. með kerti sem hún blés á og óskaði sér í leiðinni. Enginn fékk að vita óskina en sumir halda því fram að óskirnar rætist ekki ef maður segir frá þeim. Birta fékk afmælissönginn og Gummi spilaði undir á gítarinn. Einnig fékk hún afmælisgjöf og afmæliskort, minna má það nú ekki vera þegar maður á afmæli!

Viðurkenning var veitt vegna keilukeppni sem var haldin á húllumhædeginum. Þorvaldur Daði Hilduson sigraði ... og gott betur, hann sló sumarbúðarmetið í keilu!

RuslatínslaEftir kaffið var ruslatínsla en þau börn sem buðu sig fram í hana fóru með poka um svæðið og tíndu í hann rusl og sópuðu líka. Allt varð mjög snyrtilegt og börnin fengu að sjálfsögðu að velja sér verðlaun úr ruslatínsluverðlaunakassanum sem geymir nú margan fjársjóðinn.

Glæsileg myndlistarsýningSkömmu fyrir kvöldverðinn fóru börnin inn á herbergi sín því nú skyldi skipt um föt fyrir kvöldið en allir vildu vera fínir á lokakvöldvökunni.

Stefán Þór, 7 ára, og faraóinn hansÍ kvöldmat voru hamborgarar, franskar og sósa og einnig gos með, hátíðarkvöldverður að hætti hússins. Þetta rann ljúflega niður í sísvanga mallakútana og þótti sérdeilis flottur lokakvöldverður.

Lokakvöldvakan hófst með því að listaverkagerð, hópurinn hennar Ingu Láru, hélt glæsilega myndlistarsýningu. Öll voru börnin með flottar slaufur sem þau bjuggu til úr dagblöðum og tóku þannig á móti gestum sýningarinnar. Þema hennar var sirkus! Listaverkin voru af ýmsum gerðum, öll einstaklega flott og þau voru líka afar stolt af sköpunarverkum sínum. Pappakassalistaverkin vöktu mikla lukku og börnin prófuðu að setja höfuðið í gatið sem var sérlega gert fyrir það og breyttust þá í blóm, faraó og fleira. Endilega kíkið á myndirnar á heimasíðunni, www.sumarbudir.is, til að sjá allar myndirnar.

Ásaleikurinn að hefjastÍþróttahópurinn, undir styrkri stjórn Geirs, sýndi svokallaðan Ásadans sem er mjög fjörugur og skemmtilegur leikur. Hann vakti mikla lukku og börnin voru alveg æðisleg!

 

GrímugerðarleikritiðHópurinn hennar Óskar, grímugerðarhópurinn, sýndi leikritið Ævintýraskógurinn, verulega skemmtilegt og glæsilegt leikrit. Börnin gerðu sjálf handritið, hvert og eitt þeirra bjó til eigin grímu frá grunni og þau máluðu þær í öllum litum ... og miðað við það hlutverk sem þau voru búin að ákveða. 

DanshópurinnPollý sér um danshópinn sem bjó til mjög töff dans og sýndi á kvöldvökunni við mikla hrifningu allra viðstaddra. Hópurinn uppskar klikkað klapp á eftir og sama má segja um öll hin atriðin.

 

LeiklistinLeiklistin var næst á svið en Hafdís hélt utan um leiklistarhópinn á tímabilinu. Leikritið (frumsamið auðvitað) fjallaði um fjórar stelpur sem fóru í sumarbúðir sem reyndust vera þrælabúðir. Þær þurftu að þrífa allan daginn. Þær struku og báðu hjálpsöm fiðrildi um að vísa sér veginn til Sumarbúðanna Ævintýralands en þær höfðu heyrt að þar skemmtu börn sér vel. Þær fundu sumarbúðirnar og var tekið opnum örmum þar. Sýningin endað á lagi en börnin sömdu textann við það. Snilldarleikrit.

Frábær hópurStarfsfólkið sýndi síðan leikrit eins og vaninn er á lokakvöldvökunni. Það hét Mjallhvít og tröllin 7 plús einn dvergur. Börnunum þótti það mjög fyndið og starfsfólkið skemmti sér líka konunglega.

Já, kvikmyndagerðin ... jú, þau blekktu alla illilega þegar þau þóttust of hugmyndasnauð til að geta gert mynd þar sem þau bjuggu til myndina Engin hugmynd! Reyndar stríddi tæknin þeim í hefndarskyni fyrir allt gabbið og ekki Bless, blessreyndist unnt að sýna hana fyrr en morguninn eftir. Það kom ekki að sök, öll börnin náðu að sjá hana áður en þau fóru heim og var mikið klappað fyrir henni, enda Engin hugmynd alveg bráðsmellin og skemmtileg mynd.

Svo var bara komið að því að kveðja ... Vikan leið ótrúlega hratt með þessum skemmtilegu og góðu börnum sem við þökkum kærlega fyrir samveruna! Sjáumst vonandi að ári!

Bestu kveðjur frá Kleppjárnsreykjum ... í hitabylgjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þvílíkt fjör þarna!

:)

Pétur (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 91194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband