25.6.2009 | 00:21
Ævintýrabarkinn, sund, góður grjónagrautur og fleira og fleira!
Gærdagurinn var ævintýraríkur eins og hinir dagarnir. Karaókíkeppnin var um kvöldið og mikil tilhlökkun í gangi.
Í gangi voru námskeiðin að vanda, íþróttahúsið, útisvæðið, Spilaborg og sundlaugin svo eitthvað sé talið. Hluti barnanna fór á reiðnámskeið og eru komnar myndir þaðan inn á heimasíðuna, ásamt myndum frá öðru.
Í hádeginu fengu börnin gómsætan grjónagraut, þennan sem átti að vera í gær en tókst að gera í dag þar sem næg mjólk var komin á stórt "heimilið".
Kvöldmaturinn var góður líka, fiskur, hrísgrjón og ævintýrasósa. Nammi, namm.
Um kvöldið mættu prúðbúin börnin út í íþróttahús því Ævintýrabarkinn, söng- og hæfileikakeppni Ævintýralands, fór þar fram. Eftir þrotlausar æfingar undanfarna daga stigu hetjurnar á svið og sýndu snilldartilþrif í söng. Dómnefndin átti ekki auðvelt verk fyrir höndum, eða að velja þrjú börn í efstu þrjú verðlaunasætin en það tókst að lokum. Öll fengu þau viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna.
Í fyrsta sæti varð Stefanía Veiga sem söng lagið Þú fullkomnar mig.
Í öðru sæti varð Sóley Rún með lagið Orðin.
Í þriðja sæti varð Birta Hlín en hún söng lagið Hallelúja.
Eftir að Stefanía söng sigurlagið aftur fór fram frekari verðlaunaafhending, fyrir sápukúlusprengikeppnina sem Thea sigraði í, eins og kom fram í síðustu færslu. Einnig í sippukeppninni og Mörkum óttans.Endilega kíkið á myndirnar á heimasíðunni: www.sumarbudir.is
Í kvöld var lokakvöldvakan strax á eftir hátíðarkvöldverðinum og sýndu börnin þar afrakstur vinnunnar á námskeiðunum. Allt um það á morgun!
Stuð- og söngkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 91194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.