Húllumhæ, vöfflur, fánaleikur og fleira ...

Faraóinn málaðurBúðarleikur eða hvaðHúllumhæ-dagurinn var mjög skemmtilegur. Byrjað var á námskeiðunum strax eftir morgunverð en vanalega eru þau eftir hádegisfundinn með umsjónarmönnunum. Það vakti athygli að "hugmyndasnauði" kvikmyndagerðarhópurinn var íklæddur búningum og með ýmsa leikmuni hjá sér en krakkarnir þar sögðust bara vera í búðaleik ... Okkur er nú farið að gruna ýmislegt. Önnur námskeið voru á fullu að vanda og allt var myndað. Lokakvöldvakan (miðvikudagskvöld) nálgast hratt og þá þarf að ljúka öllu til að sýna afraksturinn.

 

Flott grímaKörfubolti á útisvæðiÞar sem mjólkurbíllinn klikkaði var ekki hægt að vera með grjónagraut í matinn eins og átti að vera, heldur skellti Sigurjóna í pastarétt og bakaði hvítlauksbollur með. Það smakkaðist mjög vel.

Á hádegisfundinum var mikið spjallað um starfsmannaleikritið deginum áður og í því var margt sem börnin þurftu að úttala sig um, eins og einelti og slíkt. Leikritið fékk þau greinilega til umhugsunar og þá er tilganginum náð.

 

Sápukúlusprengikeppni BirtaEftir fundinn var húllumhædagurinn settur. Sól og rigning skiptust á, enda eru þetta sannarlega tilbreytingarríkar og fjölbreytilegar sumarbúðir ...  Flestir skelltu sér í fánaleikinn skemmtilega sem gekk frábærlega vel. Börnunum var skipt í tvo hópa, Draum og Martröð, þau máluð með stríðsmálningu í framan og svo var hamast. Draumur sigraði á endasprettinum eftir harða baráttu.

 

Vöfflur með súkkulaði og rjómaÍ kaffinu voru vöfflur með súkkulaði og rjóma og rann þetta gúmmulaði vel niður í mannskapinn, enda ekkert smá gott.

 

Sápukúlusprengikeppni var haldin að vanda á húllumhædegi og í fyrsta sæti varð Thea en henni tókst að sprengja 69 sápukúlur á einni mínútu.

 

Spákerlan Jósefína PotterEinnig var keilukeppni, skartgripagerð, bandfléttur, tattú, opin Spilaborg og útisvæði ... og svo kom hún skeiðandi frá Borgarnesi spákerlan ógurlega, Jósefína Potter. Að vanda var mikill spenningur fyrir henni, ekki endilega því sem hún segði, heldur því hvort þetta væri nokkuð alvörugaldrakerling. Margir giskuðu á að Inga Lára hefði klætt sig í spákonugervið en auðvitað var þetta alvörunni ... sko ...

Brostu strákur, brostuGrillaðar pylsur voru síðan í kvöldmatinn, nammi, namm!

Um kvöldið var bíókvöld þar sem börnin gæddu sér á poppi og safa í hléinu. Svo var það kvöldsagan eftir að allir voru háttaðir eða lesin spennandi bók fyrir hvern hóp. Bók sem skipt er niður á kvöldin. Börnin njóta þess vel að láta lesa fyrir sig og sofna rótt á eftir ... eða á meðan lesið er.

Fleiri myndir, dagar 4 og 5, er að finna á www.sumarbudir.is

 

 

Stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 91194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband