Hádegisfundir, kortagerð og Mörk óttans!

KortagerðVeðrið leikur við okkur í dag, sól og blíða, en í gær var skýjað og stöku skúrir.

Morgunverðarhlaðborðið var gott að vanda og gátu börnin valið á milli súrmjólkur, ristaðs brauðs, kornflakes og fleira ... eða bara fengið sitt litið af hverju. 

Geir og HöfrungarKaraókíæfing var í morgun fyrir þá sem ætla að taka þátt í hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum. Íþróttahúsið var opið, sundlaugin og útisvæðið. Einnig var föndrað og búin til glæsileg kort. Bara gaman!

Í hádeginu var boðið upp á núðlusúpu og brauð. Það rann ljúflega niður ... sannarlega lystug börn á þessu tímabili, enda er Sigurjóna alsæl með matarlystina hjá þeim. 

Eftir matinn tóku við hádegisfundir hjá hópunum. Þeir voru hver í sínu horni, jafnvel inni á herbergjum, þar sem umsjónarmaðurinn tók púlsinn á hópnum sínum og farið var Hafdís og Hafmeyjarí leiki. Pollý hvatti Flugfiskana sína til dáða varðandi kvöldið en umræðuefni hópanna var mikið til um Mörk óttans sem allir hlökkuðu til að taka þátt í. Það þurfti tvo úr hverjum hópi til að drekka ógeðsdrykk, fjóra í spurningakeppnina og tvo til að fara í Krossfiskar (hluti hópsins)draugaherbergið ógurlega. Ekki stóð á sjálfboðaliðunum í þetta svo í sumum tilfellum þurfti að draga um hverjir tækju þátt. 

 

Í kaffinu var sódakaka og ávextir og eftir kaffið var haldin Gummi og Sæljóninhárgreiðslukeppni. Snöggklipptir strákarnir tóku ekki þátt en þátttakan var þeim mun meiri hjá stelpunum því 36 stelpur skráðu sig. Á heimasíðunni sjást allar hárgreiðslurnar ... Inga Lára og GullfiskarVerðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin, krúttlegustu hárgreiðsluna, villtustu hárgreiðsluna og þá dúllulegustu. Sigurvegarar fengu að velja sér verðlaun úr kassa sem var fullur af einhverju flottu í hárið.

 

 

 

Ósk og KóparPítsa var í kvöldmatinn og allir borðuðu á sig gat! Svo var það bara leikurinn góði; Mörk óttans!

 

 

Pollý og FlugfiskarHaldið var út í íþróttahús þar sem æsispennandi skottaleikur fór fram fyrst. Hann er þannig að krakkanir setja á sig skott (úr svörtum ruslapoka) og eiga svo að gæta þess að enginn steli af þeim skottinu á meðan þeir reyna að ná sem flestum skottum af hinum börnunum. Hárgreiðslukeppni, sigurvegararSíðan hófst spurningakeppni og frábært að heyra hversu vel börnin voru inni í öllum málum ... Spurningarnar voru misléttar en tveir hópar gátu svarað öllum rétt. Stig þar.

 

 

Ógeðslegur ógeðsdrykkurÞá var það ógeðsdrykkurinn. Hann hefur sjaldan verið viðbjóðslegri og lyktaði meira að segja illa. Einhverjir naskir áttuðu sig á því að sinnep var líklega í drykknum og jafnvel laukur ... Fyrr um daginn voru umsjónarmenn búnir að ráðleggja krökkum úr hópnum sínum að drekka hratt og kyngja strax, ekki draga kvölina á langinn. Einni stelpunni þótti ógeðsdrykkurinn reyndar voða góður, hún reyndi a.m.k. að telja okkur trú um það, litla krúttið, og við trúðum henni auðvitað, smekkur er svo misjafn.

Draugurinn kemur í dyrnar Svo var það draugaherbergið að síðustu sem er mikil þolraun, enda heitir leikurinn Mörk óttans! Tveir úr hverjum hópi þurfa að hlaupa eins hratt og þeir geta eftir matsalnum og inn í dimmt, reykfyllt herbergi þar sem mjög svo draugaleg og ógnvekjandi tónlist hljómar. Fjórir „draugar“ eru í felum þar inni. Davíð hljóp með börnunum, einu í einu, inn í herbergið, hjálpaði þeim að finna stein neðst í fötu sem var full af slímugu ógeðsvatni og stuggaði síðan draugunum frá svo hægt væri að hlaupa ofboðslega hratt til baka líka. Þetta gekk allt að óskum og þvílíkar hetjur sem þetta voru. Nokkrir urðu meira hræddir en aðrir og þeir hlógu í lokin þegar Gummi umsjónarmaður tók af sér grímuna og brosti breitt til þeirra, hann var þá aðaldraugurinn og ekkert smá hrikalegur. 

AppelsínubrosFlugfiskarnir hennar Pollýjar sigruðu Mörk óttans en litlu munaði á stigum, enda klárir krakkar í öllum hópunum. Í kvöldkaffi var boðið upp á ávexti og melónur og svo fóru allir að sofa eftir að umsjónarmenn lásu kvöldsöguna.

 Kíkið endilega á allar myndirnar sem eru komnar inn á tímabil 2, dagur 1 og dagur 2.

www.sumarbudir.is

 

 

 

Stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeminn eini hvað það er mikið fjör hjá ykkur, allar áhyggjur um litla skottið mitt er fokið út í veður og vind:o) hlakka til að lesa um ævintýri ykkar næstu daga. Þetta blogg og myndasíðan er tær snilld..hjálpar mikið litlum mömmuhjörtum..já og væntanlega pabba líka..híhí...hafið það sem allra best og vona að veðrið leiki áfram við ykkur..

Bestu kveðjur úr rigningarborginni:o)

Jórunn Fregn Víglundsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 91194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband