Lokakvöldvaka - leynigestur - 17. júní hátíðahöld

Trommað á 17. júníÁ leið út í íþróttahúsLokadagurinn, miðvikudagurinn hófst með morgunverði að vanda en svo var farið á námskeiðin í klukkutíma. Síðan var farið að pakka niður og gera allt klárt.

Skyr og smurt brauð með eggi og kæfu var í hádegismatinn og heilmikil ánægja með það. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir gat dagskrá 17. júní hafist. Þar sem úti var grenjandi rigning ákváðum við að hafa skrúðgönguna inni sem var auðvelt þar sem þetta eru heilmikil húsakynni. Trommur og fánar í flottri skrúðgöngu ... en á meðan laumaðist sumarbúðastjórinn með leynigestinn út í íþróttahús. Skömmu seinna þrömmuðu börnin þangað og sungu á leiðinni: Hei og jibbí jei, það er kominn 17. júní ... tra la la ...

Leynigesturinn var í felum á bak við flotta sviðið sem einn starfsmaðurinn (Ellý) smíðaði og skreytti í fyrra.

Leynigesturinn Anna HlínOg sjá, Anna Hlín birtist allt í einu og var fagnað hressilega. Hún söng tvö lög, annað án undirleiks og hitt var eftir hana sjálfa, mjög flott lag sem heitir Valgerður

Eiginhandaráritun og myndatökurEftir sönginn myndaðist löng biðröð þar sem alla langaði til að fá eiginhandaráritun. Anna Hlín var einstaklega ljúf og yndisleg, fyrir utan það hve vel hún syngur. Hún fór ekki fyrr en allir voru búnir að fá eiginhandaráritun og mynd af sér með henni.

 

 

Í kaffinu var skúffukaka og einnig tekex með smjöri og heimalögðuðu marmelaði. Þegar allir voru búnir að drekka hoppaði Sigrún næturvörður um matsalinn í fínum búningi og færði börnunum sælgæti í poka. Allir fengu nammi af því að það var 17. júní!

 

KókosbolluboðhlaupNammi á 17. júníSíðan voru opnar stöðvar, íþróttahús og spilaborg. Útisvæðið datt út því að enga langaði út að leika í rigningunni á svona hátiðisdegi, stutt í lokakvöldvökuna og mikil eftirvænting ríkti.

Æðislega spennandi og gómsætt kókosbolluboðhlaup fór fram og tóku vitanlega allir þátt í því ... líka starfsfólkið sem stóð sig ekkert sérstaklega vel, nema í því að borða kókosbollu ...

 

 

HamborgaraveislaHátíðakvöldverðurinn samanstóð af hamborgurum, frönskum, sósu og gosi. Að vanda voru börnin afar ánægð með matinn og borðuðu þar til þau stóðu á blístri.

MyndlistinSvo kom að lokakvöldvökunni. Allir klæddust í sitt fínasta púss og byrjað var á myndlistarsýningunni sem haldin var í Oz.  Þema sýningarinnar var geimurinn. Verkin vöktu verðskuldaða aðdáun og myndlistarhópurinn var hreykinn af afrakstri vikunnar.

Sjá myndina hér að ofan.

 

 -       -         -

 


ÍþróttahópurinnÞá var haldið út í íþróttahús þar sem íþróttahópurinn fór á kostum. Hópurinn var með fótboltasýningu og einnig leik þar sem áhorfendur voru einnig þátttakendur. Mikil lukka með þessa flottu sýningu. Geir og hópurinn hans hér til vinstri.

 

 

Börnin hverfa - leikritSíðan kom að leiklistarhópnum. Leikritið hét Krakkarnir hverfa og var æsispennandi. Þar var bæði söngur og spenna. Börnin sungu lag við frumsaminn texta eftir þau sjálf og var ótrúlega flott. Sjá mynd til hægri.

 

DanshópurinnDanssýningin var dásamleg! Dansinn var skemmtilegur og hress, nokkurs konar 17. júní gríndans þar sem dúskar, hattar og grímur komu við sögu. Bara æðislegt! Sjá mynd til vinstri.

Kvikmyndagerðin sýndi myndina sína við mikinn fögnuð. Grínhryllingsmynd í hágæðaflokki. Ferlega fyndin og skemmtileg. Kannski verður bútur úr henni sýndur hér á blogginu ...


StarfsmannaleikritiðLokaatriðið var leikritið Geiturnar þrjár sem starfsfólkið lék, og voru ýmis viðbótarhlutverk til að allir starfsmennirnir fengju að vera með. Geiturnar voru að vísu fjórar ... svo var vindur, brú (sem þurfti tvo starfsmenn til að leika), vatn, Öskubuska, prinsinn hennar, Rjauðhétta, Hjarrjý Póttér og fleiri og fleiri ... jamm, ótrúlega ruglað leikrit!

Ávextir voru síðan í kvöldkaffinu.

 

 

 

 

Kvikmyndin aftur á fardegi

 

Í gær var vaknað beint í morgunverðarhlaðborðið á fardeginum og á meðan beðið var eftir rútunni horfðu börnin m.a. á grínhryllingsmyndina aftur og svo var mynduð flott farangursröð sem sjá má á heimasíðunni, www.sumarbudir.is, ásamt fjölda skemmtilegra mynda.

Við þökkum kærlega fyrir frábæra viku!

P.s. Í dag kom nýr barnahópur til okkar á Kleppjárnsreyki, búið er að mynda þau bak og fyrir og færsla kemur inn á morgun, laugardag, einnig myndir á heimasíðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 91194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband