Ævintýrabarkinn, grettukeppni og margt, margt fleira

Notalegt í heita pottinumGærdagurinn var rosalega skemmtilegur og mikið hamast en rólegheitast líka, bara eins og hver og einn vildi. Valið sem börnin hafa í sumarbúðunum gerir það að verkum að allir eru ánægðir, enginn er píndur í gönguferð með öllum hópnum, eða í brjálaðan hasarleik, heldur er tekið tillit til þess að börn eru ólík.

Góðar vinkonur á útisvæðiDagurinn hófst á hlaðborði að vanda og gátu börnin valið um ýmislegt góðmeti í morgunverð, svo sem hafragraut, súrmjólk, ristað brauð og slíkt.  Í hádeginu var pastaréttur og heimabakaðar hvítlauksbollur með. Í kaffinu var boðið upp á sandköku og einnig melónur. Í kvöldmat var fiskur með sósu og hrísgrjónum. Sumir krakkar vilja ekki fisk og þeir örfáu sem vildu ekki fisk fengu brauð, grjónagraut og súrmjólk, voru alsælir með að vera ekki neyddir til að borða það sem var á boðstólum. Auðvitað ekki, í sumarbúðum á að skemmta sér, líka í matartímanum.

Í kertagerðFyrir hádegi var hægt að fara í sund og heita pottinn, vera á útisvæði eða í kertagerð og þeir sem tóku þátt í karaókíinu fóru á lokaæfingu hjá Gumma.

Nýlega var farin fjöruferð í Hvalfirði til að tína skeljar í kertagerðina, ekki börnin þó, heldur tveir starfsmenn. Skeljarnar voru síðan þrifnar og sótthreinsaðar vel og vandlega og eru nú hin mesta prýði þegar búið er að mála þær af börnunum og setja kertavax og kveik í þær. Líklega þarf að fara aðra ferð fljótlega þar sem kertagerðin er svo vinsæl. Sumir völdu að búa til flott kerti, fara síðan aðeins út og jafnvel skreppa í sund og heita pottinn. Eftir matinn var haldið á hádegisfundinn góða með umsjónarmanninum.

Grettukeppnin fyndnaNámskeiðin góðu tóku svo við fram að kaffi en nú er farið að síga á seinni hlutann og þurfti að leggja síðustu hönd á ýmislegt, eða a.m.k. næstsíðustu hönd ...

Eftir kaffi var spilaborg opin en þar er hægt að gera sér margt til dundurs. Óteljandi skemmtileg spil eru þar, fullt af skemmtilegum bókum sem hægt er að skoða eða lesa og fara í púl og borðtennis. Þeir sem vildu fóru á útisvæðið og svo var það ruslatínslan sem komið var inn á í síðustu færslu. Hún var reyndar degi fyrr en vanalega en allt átti að vera fínt áður en 17. júní rynni upp, þjóðhátíðardagurinn ... og lokadagurinn. Ruslatínslan stóð ekki lengi, það kom hellidemba. Þá var nú gott að fara inn í hlýjuna. Haldin var bráðfyndin grettukeppni þar sem sigurvegararnir voru eiginlega allir. Mikið hlegið. Fyrir kvöldmat fóru börnin inn á herbergin sín til að gera sig fín fyrir kvöldið en mikið stóð til, söng- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn.

Sigurvegarar í ÆvintýrabarkanumÆvintýrabarkinn gekk glimrandi vel og sýndu börnin mikla hæfileika og einnig kjark, það er ekki auðvelt að koma fram fyrir framan fjölda áhorfenda. Starfsfólkið var mjög duglegt við að sprella fyrir börnin á meðan dómnefndin slóst og reifst, afsakið, kom sér saman um vinningshafana.

Í fyrsta sæti varð Danía Rún en hún söng lag Jóhönnu Guðrúnar, Úps, ég datt ... Í öðru sæti varð Alexandra sem söng lagið Everytime we touch. Alexandra lenti í þriðja sæti í fyrra og reiknar með því að lenda í því fyrsta næsta sumar með þessu áframhaldi. Í þriðja sæti varð Inga Bjarney en hún söng lagið Nína!

Aukaverðlaun í ÆvintýrabarkanumSérleg aukaverðlaun fengu Anna Lena, Erla og Malin. Anna Lena og Erla sungu Maístjörnuna og Malín söng Bahama. Fullt af myndum frá keppninni og deginum má sjá á heimasíðunni, dagur 5.

Þetta var afar glæsilegt kvöld. Þá var það kvöldkaffið, samlokur og safi, og síðan háttatími þar sem umsjónarmaðurinn las framhaldssöguna fyrir hvern hóp. Allir sofnuðu vært og rótt.
 
Allt um ævintýri 17. júní á morgun.
 
Bestu stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 91194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband