Námskeiðin ... og allir eitthvað svo leyndardómsfullir

TrampólínHúllumhædagurinn í gær var alveg frábær og loks eru allar myndirnar komnar inn á heimasíðuna okkar, www.sumarbudir.is.

Námskeiðin voru fyrir hádegi, eins og áður hefur komið fram og það gengur illa að njósna um t.d. efni leikritsins, fá nánari upplýsingar um kvikyndina sem kvikmyndagerðin er að gera, hvernig dansinn verður, listaverkin sem fara á sýninguna og allt það. Teknar voru myndir í gær á námkeiðunum og má sjá þær hér að neðan. Með því að setja bendilinn yfir myndirnar sést textinn. Annars skýra þær sig ágætlega sjálfar svo sem ...

KvikmyndagerðinBörnin í kvikmyndagerðinni sátu í bláa salnum og plönuðu tökustaði og annað slíkt og fóru svo út í tökur, eins og sjá má á myndunum (dagur 4).  Mikill spenningur er í sumarbúðunum vegna þessarar leyndardómsfullu myndar sem verið er að gera og allir hlakka til að sjá hana en hún verður frumsýnd annað kvöld á lokakvöldvökunni.

DanshópurinnDanshópurinn æfir á fullu núna tvo dansa, annar er svona grín- og gamandans en hinn í fúlustu alvöru, eins og ein í hópnum sagði. Mikil tilhlökkun ríkir hjá okkur að sjá dansatriðið, eins og auðvitað öll hin atriðin. Pollý er náttúrlega bara snillingur og leynd hvílir líka yfir dansatriðunum, eins og flestu öðru.

 

LeiklistinLeiklistin er með söngleik í smíðum, höldum við. Efni hans er þó algjört hernaðarleyndarmál, eins og hjá kvikmyndagerðinni. Það verður a.m.k. eitthvað sungið, enda er Gummi algjört séní með gítarinn og mun þá leika undir. Mikið verður gaman að sjá leikritið leyndardómsfulla - við fáum ekkert að vita um það, ekkert!

ÍþróttahópurinnÍþróttahópurinn, ef við þekkjum Geir rétt, mun sýna einhverjar frábærar, æðislegar listir en Geir segist vera með einstaklega efnilega íþróttakrakka í hópnum sínum. Íþróttasýningin er alltaf æði og ótrúlegt hvað börnin þar geta verið liðug ...  íþróttastjörnur framtíðarinnar.

MyndlistBörnin í myndlist, eða listasmiðjunni undir stjórn Heiðu, voru á kafi í sköpun og það er alltaf mikið tilhlökkunarefni að byrja kvöldið, eftir hátíðarkvöldverðinn, á því að fara á myndlistarsýningu. Boðið er upp á hressingu, eins og á öllum flottum myndlistarsýningum, og ýmislegt skemmtilegt og óvænt verður í boði. Stundum hafa börnin í listasmiðjunni teiknað blindandi þá sem vilja og þær myndir verða yfirleitt mjög fyndnar. Nefið út á kinn, annað augað í hárinu og allt í þeim dúr ...

FánaleikurinnFánaleikurinn góði var leikinn eftir hádegið, eins og vani er á húllumhædegi, og skipt í tvö lið, Draum og Martröð. Draumverjar fengu rauða stríðsmálningu í andlitið og Martraðarliðið bláa. Svo var bara hlaupið og hlaupið og leikið. Mjótt var á mununum allan tímann en að lokum fór svo að jafntefli varð. Allir ánægðir með það, enda hörkulið bæði.

Vöfflur með súkkulaði og rjómaÞegar fánaleikurinn var búinn var kominn kaffitími og þá voru einmitt í boði vöfflur með súkkulaði og rjóma ... eða bara súkkulaði. Vöfflurnar voru borðaðar upp til agna og svo var haldið áfram með húllumhædaginn.

Hin hrikalega spákona, Jósefína Potter, vakti mikla lukku og vildu langflestir fara til hennar og láta hana segja til um framtíðina ...  Það er auðvitað leyndarmál hvað spákonan sagði en allir voru ánægðir. Annars ríkti MIKLU meiri spenningur yfir því "hver" spákonan væri en hvað hún segði. Flestir giskuðu á að Ósk umsjónarmaður væri í dularfulla spákonubúningnum en svo sagði Þóra að Ósk hefði þurft að skreppa til Borgarness og varla platar Þóra ...

SápukúlusprengikeppninSápukúlusprengikeppni fór fram en þá þarf að keppast við að sprengja eins margar sápukúlur og hægt er með því að klappa saman lófunum. Inni í matsal fór fram skartgripagerð og einnig var hægt að fá tattú og bandfléttur. Þetta síðastnefnda þarf nokkuð oft að vera í boði á tímabilinu til að allir sem vilja fái. Hver vill ekki koma heim með tattú og bandfléttu í hárinu?

Í dag var líka nóg við að vera, m.a. ruslatínsla ... en þeir krakkar sem vilja taka poka og tína upp í hann allt rusl sem þeir finna á lóð sumarbúðanna fá flott verðlaun. Allt varð fínt á augabragði og það snarlækkaði í verðlaunakassanum. Það sést ekki lengur eitt einasta fjúkandi sölnað laufblað á sveimi ... og eftir að stéttin var sópuð hefur ekki einn steinn villst þangað. Bara allt æðislega hreint og fínt hjá okkur.

Í kvöld verður svo karaókíkeppni en nánar um þetta allt saman á morgun þegar myndirnar frá deginum í dag koma inn á heimasíðuna.

Grunsamlegir gæjar (kvikmyndagerð)Á morgun er auðvitað 17. júní og það verður brjálað að gera, skrúðganga með trommuslætti, gítarspil og fánum veifað. Leynigestur kemur svo kl. 14. Það verður kókosbollukapphlaup og margt fleira stórskemmtilegt gert fyrir börnin. Bæði er þetta þjóðhátíðardagurinn sjálfur og líka lokadagurinn þar sem allir bíða spenntir eftir kvöldinu og að sjá afrakstur námskeiðanna. Allir taka þátt! Meira að segja leikur starfsfólkið leikrit sem hefur alltaf vakið mikla lukku í gegnum árin. Hvaða leikrit Svanhildur sumarbúðastjóri velur veit nú enginn, ekki einu sinni starfsfólkið sem þarf að draga miða úr hatti til að vita hvaða hlutverk það á að leika. Það getur meira að segja lent í því að leika hjálm veiðimannsins í Rauðhettu ... eða skó Öskubusku.

Ljósmyndin hérna neðst var tekin háleynilega með skrilljónfaldri aðdráttarlinsu en verið var að taka upp útiatriði í grínhryllingsmyndinni sem frumsýnd verður annað kvöld ... þetta eru sannarlega ógurlega grunsamlegir gæjar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband