Húllumhæ, diskó og vöfflur með súkkulaði og rjóma

Diskóið að hefjastHárgeiðslukeppnin 1. sætiDiskótekið var æðislega skemmtilegt í gær og mikið dansað og tjúttað. Ekki var amalegt að slaka svolítið á inn á milli og fá sér tattú eða bandfléttur í hárið. Kvöldið heppnaðist mjög vel og þreyttir og sælir krúttmolarnir sofnuðu fljótt og vel. Á myndinni hægra megin má sjá stelpurnar sem lentu í fyrsta sæti í hárgreiðslukeppninni á laugardaginn. Fleiri myndir eru á heimasíðunni, www.sumarbudir.is. Tímabil 1, dagar 1, 2, 3 og 4 og svo kemur meira inn á morgun.

 

Húllumhædagurinn settur, Svanhildur og ÞóraGóð pítsaÍ dag var húllumhædagur og því voru námskeiðin fyrir hádegi, eða frá 10-12. Verið er að græja myndband til að setja á Facebook-síðu sumarbúðanna. Vonandi verður hægt að setja það inn hérna líka, best að spyrja Davíð og ef hann segir já þá birtist það hér. Húllumhædagar eru alltaf mjög skemmtilegir en þá eru leikir og fjör og einnig rólegheit og kósíheit fyrir þá sem það vilja. Skartgripanámskeið eða kertagerð og bara eitthvað fjölbreytt. Myndin vinstra megin er að tveimur pítsuaðdáendum úr hópnum. En pítsa var í matinn á laugardaginn. Kjúklingar í gær, grillaðar pylsur í kvöld. Þetta er náttúrlega bara rosaflottur matseðill fyrir sísvanga krakka. 

Frá Reykjum í Hrútafirði, eldgömul myndGummi, Davíð og PollýLjósmyndin hér til vinstri er síðan í gamla daga þegar við vorum á Reykjum í Hrútafirði og þar má sjá Davíð sem sér um kvikmyndagerðina í dag. Hann er í dökku peysunni. Davíð er fyrir miðju á myndinni til hægri með þeim Gumma (leiklist) og Pollýju (dans).Gamla ljósmyndin hangir uppi á vegg í sumarbúðunum, ásamt fleiri skemmtilegum myndum sem m.a. Sissa ljósmyndari tók. Pollý er líka "gamalt" sumarbúðabarn en hún kom á unglingatímabilið eitt árið og sigraði í hæfileikakeppninni með flottu dansatriði, ásamt vinkonu sinni. Síðan þá hefur hún bara dansað.


Grjónagrautur og ávextir voru í boði í hádeginu og MIKIÐ borðað, enda býr Sigurjóna til besta grjónagraut norðan Alpafjalla.

ReiðnámskeiðiðHádegisfundur barnanna með umsjónarmönnunum í dag fór í að ræða leiksýningu sem var í gær, en þá lék starfsfólkið forvarnaleikrit fyrir börnin. Fyndið leikrit en með alvarlegum undirtóni. Spjallað var um það hve mikilvægt það er að hugsa jákvætt og hafa trú á eigin getu. Börnin voru mjög áhugasöm og málin rædd í þaula.

Vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma voru í kaffinu og það fannst börnunum ekki leiðinlegt. Ekki starfsfólkinu heldur ...


Hluti af pítsufjallinu fyrir bökunÍ kvöld var slegið upp bíókvöldi. Svona eins og í alvörubíói á Ísland var boðið upp á hlé og þá fengu börnin popp og Svala. Bara æðislegt!

Sérleg veðursíða sumarbúðanna, www.yr.no , spáir sæmilegasta veðri á morgun, hægviðri, nokkuð svölu og smárigningu eftir hádegið.

Hérna til vinstri má sjá örlítinn hluta af pítsunum síðan á laugardaginn. Öll borð í risastóru eldhúsinu voru full af mismunandi pítsum, eins gott að ofninn bakar margar í einu.

Hér fyrir ofan til hægri er mynd frá reiðnámskeiðinu. Umhverfið sem farið er um er ótrúlega fallegt.

 

 

Bestu sumarkveðjur frá Kleppjárnsreykjum. Endilega kíkið á fleiri myndir á www.sumarbudir.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl verið þið!!! Var að skoða myndir frá ykkur og frábært að sjá hvað allir eru að skemmta sér vel... Sé að krakkarnir mínir eru að skemmta sér konunglega... Bið að heilsa Auðunni, Malín og Jóel.. Þið megið segja þeim að ég hafi verið að skoða myndirnar af þeim...Kær kveðja Kolla Bjö

Kolla Bjö (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband