14.6.2009 | 20:15
Skotbolti, sipp og diskótek!
Dagurinn í dag hófst á morgunverðarhlaðborði að vanda og þeir sem upplifðu valkvíða gerðu bara það eina rétta í stöðunni og fengu sér sitt lítið af hverju. Það er einmitt helsta regla matsalarins að allir eigi að borða sig sadda ... góð regla. Í hádeginu var boðið upp á kakósúpu, tvíbökur og ávexti og í kaffinu var kaka og melónur. Kvöldmaturinn var náttúrlega bara æðislegur, veisla að vanda, eða kjúklingur og franskar sem vakti mikla lukku. Hvernig endar þetta? Pítsa í gær, kjúklingar í dag ...
Reiðnámskeið hófust í dag sem hluti barnanna sækir næstu daga. Snillingurinn hún Guðrún Fjeldsted heldur utan um þau og hefur gert síðan við fluttum í Borgarfjörðinn.
Í íþróttahúsinu var skotbolti sem sló algjörlega í gegn. Einnig var haldin sippukeppni sem var æsispennandi. Sigurvegari var Ingvar, Inga í öðru sæti og Auðunn í því þriðja.
Klukkan 18 var opnað inn á herbergin svo að börnin gætu puntað sig því að nú er að hefjast diskótek! Hvorki meira né minna ... Þá verður hægt að tjútta við skemmtilega tónlist. Reykvélin verður ræst og diskóljósin auka heldur betur á stemmninguna.
Þeir sem verða þreyttir á dansinum ... eða dansa ekki ... geta setið í góðu yfirlæti, fengið tattú og bandléttur í hár eða spilað borðtennis, púl eða púslað ... ýmislegt í boði.
P.s. Nýja myndakerfið okkar á heimasíðunni okkar er eitthvað stríðið við okkur í augnablikinu en viðgerð stendur yfir. Það eru þó komnar rúmlega 100 myndir frá fyrstu tveimur dögunum inn á: www.sumarbudir.is
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.