Frábærir fyrstu dagar - 2009

TrampólínÞað er búið að vera svoooooo gaman bæði í gær og í dag og enginn tími til að blogga.

 

Fyrsti hópur sumarsins kom í sumarbúðirnar upp úr hádegi í gær og virtust stilltustu og bestu krakkar sem komið hafa. Okkur finnst þetta reyndar alltaf en samt ... þetta er FRÁBÆR hópur.

 

SundMikið hefur verið myndað í dag og í gær en gengur frekar hægt að koma öllum myndunum inn í kerfið en það kemur. Þær verður að sjá á www.sumarbudir.is, hinni virðulegu heimasíðu sumarbúðanna, einnig fjölmargar myndir síðan í fyrra.

 

Börnunum var sýnt svæðið við komu og allar reglur kynntar ... sérstaklega aðalreglan sem er að SKEMMTA sér og njóta þess að vera í sumarbúðum. Það var farið í sundlaugina og heita pottinn seinnipartinn og þar sannaðist þessi góða regla heldur betur ...

 

Fjórar skvísurHóparnir sem börnunum er skipt niður í heita Hafmeyjar, Krossfiskar, Sæljón, Gullfiskar og Höfrungar. Hver hópur hefur sinn umsjónarmann.

 

Börnin völdu sér námskeið fljótlega eftir komu.

Heiða sér um listaverkagerðina, Pollý um dansinn, Davíð og Ósk um kvikmyndagerðina, Guðmundur sér um leiklistina og Geir um íþróttirnar. Allt frábærir umsjónarmenn sem börnin sem hafa komið áður þekkja frá fyrri árum. Í íþróttahúsinuÞeir halda vel utan um börnin sín sem geta alltaf leitað til þeirra með alla hluti. Það eykur öryggiskennd barnanna mikið. Umsjónarmennirnir sjá um að koma börnunum í ró á kvöldin, lesa framhaldssögu fyrir þau og í gærkvöldi, fyrsta kvöldið, settu börnin met í að sofna hratt og vel. Næturvörðurinn hafði lítið að gera.

 

Í morgun, laugardag, beið morgunverðarhlaðborð; brauð, álegg, seríos, hafragrautur, kornflakes og fleira. Í hádeginu var núðlusúpa og brauð og rann ljúflega niður.

 

Mörk óttansFrá kl. 13-14 voru hádegisfundir þar sem hver hópur var með umsjónarmanni sínum og staðan tekin, farið í leiki, spjallað og annað skemmtilegt.

 

Þá hófust námskeiðin, sem standa frá kl. 14-16 alla daga. Afrakstur námskeiðanna verður síðan síðan sýndur á lokakvöldvökunni á miðvikudagskvöldið kemur.

 

Þótt það sé í raun hernaðarleyndarmál ... hefur spurst út að kvikmyndagerðin sé með hryllingsmynd í smíðum, svona gamanhryllingsmynd ... Börnin semja sjálf handritið og skipa í hlutverk. Það verður ótrúlega spennandi að sjá myndina. Svipuð leynd hvílir yfir hópnum í leiklistinni en börnin þar semja líka leikritið sitt sjálf. Mörk óttansBúningasafnið er frábært, kápur og kjólar af mömmum okkar, frakkar af pöbbum okkar og annað bráðskemmtilegt sem krakkarnir elska að klæðast. Hópur Pollýjar semur dansinn sem verður æfður og síðan sýndur og börnin hennar Heiðu eru byrjuð að skapa mögnuð listaverk en lokakvöldvakan hefst alltaf á því að boðið er til listaverkasýningar þar sem líta má verkin augum og dást að þeim. Algjörlega alvörunni listaverkasýning. Hópurinn hans Geirs mun svo sýna listir sínar í íþróttasýningunni á lokakvöldvökunni. Bara æðislegt. Snilldarkrakkar.

Í kaffinu fengu börnin m.a. brauð og sódaköku og eftir kaffið voru opnaðar stöðvar, eins og við köllum það.

ÓgeðsdrykkurHárgreiðslukeppni fór fram seinnipartinn og tók hluti stelpnanna þátt, enginn strákur að þessu sinni. Þetta var æsispennandi keppni þar sem „hvert hárið var glæsilegra“ og svo voru úrslitin kynnt.

 

Í fyrsta sæti voru Anna Kristín og Ásdís Linda. Í öðru sæti: Halldóra Vera og Erla Svalaug og í því þriðja: Inga Bjarney og Ólöf Rún. Þær fengu að velja sér verðlaun, eitthvað flott í hárið. Allar fengu stelpurnar viðurkenningarskjöl, enda glæsilegt handbragð á hverju höfði. Myndir koma fljótlega.

 

Hin börnin voru á útisvæði og þegar óvænt rigning heimsótti okkur í góða veðrið var haldið áfram að ærslast í íþróttahúsinu. Frá kl. 18-18.30 voru það herbergin en svo lokkaði ótrúlega góður matarilmurinn ...  og í matinn voru gómsætar pítsur a la Sigurjóna snilldarkokkur og hirð hennar. Það var ekki hætt að borða fyrr en allir voru pakksaddir.

Hetja í draugaherbergiÍ kvöld voru Mörk óttans, æsispennandi ævintýraleikur sem hefur aldrei áður verið svona hrikalega draugalegur, það voru algjörar hetjur sem þorðu inn í draugaherbergið. Reykvélin spúði reyk og Gummi lék draug með glæsibrag. Eins gott að Þóra og Sigurjóna hjálpuðu skríkjandi hetjunum við raunina að finna stein ofan í ógeðslegu vatni sem var í fötu ... og það eftir þennan líka hroðalega ógeðsdrykk.

 

Fleiri hetjurKrossfiskar og Sæljón sem eru strákahópar sameinuðust í keppninni og kölluðu sig Krossljón, þeir komu, sáu og sigruðu, ásamt Hafmeyjunum (stelpuhópur) en hóparnir tveir voru hnífjafnir að stigum.

 

Á morgun ... fleiri ævintýri og fleiri myndir.

 

Sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra frá ykkur :)

Knús

Ellen (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:51

2 identicon

æðislega gaman að heyra hvað það er svona gaman hjá ykkur :D og góðar myndir :D

Hulda (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband