18.5.2009 | 19:33
Dregið í getrauninni!
Jæja, þá er komið að því!
Búið er að draga í getraun Sumarbúðanna Ævintýralands 2009 og vinningshafar ERU:
1. verðlaun: Vikudvöl í sumarbúðunum sumarið 2009:
ELÍN MIST SIGURÐARDÓTTIR, 7 ÁRA.
2. verðlaun: 50% afsláttur af dvalargjaldi sumarið 2009
ANITA ÓSK HARALDSDÓTTIR, 7 ÁRA.
3. verðlaun: 25% afsláttur af dvalargjaldi sumarið 2009:
ÞÓRHILDUR VALA KJARTANSDÓTTIR, 12 ÁRA.
4. verðlaun: Vöffluveisla fyrir 5 hjá Erluís, Fákafeni 9, Reykjavík:
SÓLEY ARNGRÍMSDÓTTIR, 11 ÁRA.
5. verðlaun: 2.000 kr. gjafabréf hjá Erluís, Fákafeni 9, Reykjavík:
VIÐAR ARON JÓNSSON, 8 ÁRA.
Svo styttist bara og styttist í að sumarbúðirnar hefjist. Bara æði! Við hlökkum ótrúlega mikið til að gera allt tilbúið á Kleppjárnsreykjum (Borgarfirði).
Minnum á heimasíðuna www.sumarbudir.is
Þar má finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar, meira að segja hægt að stjórna heilum hestakór þar.

Vegna fyrirspurna viljum við koma á framfæri að eingöngu fullorðið fólk á aldrinum 19-50 ára ber ábyrgð á börnunum, einn aðili á hver fimm börn, og engir sjálfboðaliðar í vinnu hjá okkur. Starfsmenn hafa fengið tilsögn hjá sálfræðingi og öðru fagfólki áður en starfsemin hefst.
Maturinn í sumarbúðunum er æðislegur, bara frábær. Ótrúlegt hvað börnin geta troðið sig út og samt hlaupið um allt skömmu seinna. Sigurjóna, kokkurinn okkar, er snillingur í að búa til pítsur, kjúklinga, franskar, kakósúpu, vöfflur með súkkulaði og rjóma, skúffukökur og fleira og fleira.

Á unglingatímabilinu er m.a. fjallað um skaðsemi fíkniefna og þrif og umhirða húðar er kennt á sérstöku námskeiði.
Sumarbúðirnar Ævintýraland eru fjölmenningarlegar og óháðar í trúmálum.
Meginstefnan í starfseminni er að efla einstaklingsvitund og sjálfsmynd barnanna. Kenna þeim að virða hvert annað sem einstaklinga og vinna saman sem hópur. Börnin þurfa að fylgja settum reglum og virða umhverfi sitt. Þetta frelsi innan rammans hefur hugnast þeim vel, það er t.d. hægt að velja um einhvern daginn að fara í sund, gönguferð, flugdrekagerð, skartgripagerð, fótbolta og fleira. Næsta dag er svo einhverju skipt út. Aldrei: Jæja, krakkar, allir að koma í göngutúr núna! Sumarbúðastjórinn okkar var í þannig sumarbúðum þegar hún var lítil og þá byrjaði draumurinn um Ævintýraland að myndast og að börnin hefðu valfrelsi.
Sjáumst bráðum!
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.