1.4.2009 | 20:03
Vá, hvađ tíminn líđur ... ţađ er komiđ vor einu sinni enn
Nú er skráning hafin í bestu sumarbúđir á jarđríki ţótt víđar vćri leitađ, a.m.k. ađ okkar mati, og gengur svona líka glimrandi vel ađ skrá.
Viđ hlökkum ótrúlega mikiđ til ţegar sumarbúđirnar byrja núna 12. júní á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirđi og getum lofađ sama fjörinu og í fyrra og árin ţar á undan. Sama gamla og góđa starfsfólkiđ verđur og nýtt og skemmtilegt fólk líka. Einn fullorđinn á hver fimm börn. Svo verđur bloggađ reglulega og settar inn myndir til ađ ćttingjar og vinir geti fylgst međ skemmtilegum ćvintýrunum sem börnin upplifa ţessa viku sem ţau dvelja hjá okkur.
Síđustu árin höfum viđ fengiđ af og til skemmtilega leynigesti og sérlega sumargesti. Eitt áriđ kíkti Birgitta Haukdal nokkrum sinnum og í fyrra mćtti sjálfur Haffi Haff á unglingatímabiliđ um verslunarmannahelgina viđ miklar vinsćldir. Einu sinni kom Örn Arnarson sundmađur og Páll Óskar hefur veriđ góđur vinur okkar gegnum tíđina og mćtti árlega til unglinganna og spjallađi viđ ţá um lífiđ og tilveruna. Hann er frábćr fyrirmynd, drekkur ekki eđa reykir og hefur aldrei gert. Viđ vonum ađ leynigestur/sumargestir sumarsins hressi, kćti og bćti, eins og ţeir fyrri.
Námskeiđin í myndlist, leiklist, grímugerđ, dansi/söng, survivor og kvikmyndagerđ verđa í tvo tíma á dag og endar međ ţví ađ afraksturinn verđur sýndur á síđustu kvöldvökunni. Karaókíiđ, Mörk óttans, skartgripagerđin, húllumhć-dagurinn, Ćvintýrabarkinn og fleira og fleira ... Öll námskeiđ eru auđvitađ innifalin í dvalargjaldinu ... nema reiđnámskeiđiđ sem hin frábćra og góđa Guđrún Fjeldsted á Ölvaldsstöđum sér um.
Viđ urđum mikils heiđurs ađnjótandi nú á vordögum en Svanhildur Sif, stofnandi sumarbúđanna, var tilnefnd til Samfélagsverđlauna Fréttablađsins fyrir metnađarfullar sumarbúđir. Mikil gleđi og mikill heiđur. Frábćrt ađ finna ađ góđa starfiđ okkar sé mikils metiđ.
Ćvintýraland byggir starfsemi sína upp ţannig ađ börnum er skipt niđur í litla, aldursskipta hópa sem allir hafa umsjónarmann sem fylgist međ hópnum sínum og heldur utan um hann allan tímann. Mikiđ valfrelsi er hjá börnunum, reyndar innan ákveđins ramma, og svo eru ţađ frábćru námskeiđin og mikil afţreying fyrir alla, orkubolta sem rólegheitabörn. Sund, íţróttir, útivera, uppbyggjandi leikir, skemmtanir. Tekiđ er á mörgu í leikriti sem starfsfólkiđ sýnir vikulega ţar sem börnum er kennt ađ varast hćttur, bregđast viđ einelti og slíkt og í fyrra var komiđ inn á hvert ţau geta leitađ ef eitthvađ ţjakar sálina. Lögđ er áhersla á virđingu viđ ađra, sanngirni og jákvćđni. Viđ erum óháđ í trúmálum.
Maturinn er kapítuli út af fyrir sig og fá börnin ađ borđa sem ţau kunna ađ meta og ţess er gćtt ađ ţau fái nóg af grćnmeti og ávöxtum .... sem ţau hakka í sig í tonnatali. Ein strangasta regla sumarbúđanna er ađ enginn fari svangur út úr matsalnum ... og viđ erum ekki ađ tala um ađ mat sé pínt neinn ... Vöfflur međ súkkulađi og rjóma nefni ég sérstaklega, ţćr slá alltaf í gegn, enda er eins og bolludagurinn sé kominn svona um mitt sumar. Sannarlega bragđgott og starfsfólkiđ hlakkar líka óhemjumikiđ til vöffludaganna. Ţađ er pítsuveisla vikulega, lokakvöldiđ er bođiđ upp á hamborgara, franskar, kokkteilsósu og salat sem skolađ er niđur međ gosdrykk, kjúklingaveisla og fleira og fleira. Afmćlisbörn fá alltaf veislu, köku (sjá mynd) og gjöf frá sumarbúđunum. Hin börnin fá ađ sjálfsögđu líka köku!
En ađ öđru og líklega mun nytsamlegra: Bćklingar ćttu ađ vera komnir á flest heimili en viđ ćtlum ađ setja hérna tímabilin og aldurinn, svona fyrir ţá sem hafa ekki enn fengiđ hann í hendur. Börnin verđa í aldursskiptum hópum.
Tímabil 1: 12. júní - 18. júní 7-12 ára
Tímabil 2: 19. júní - 25. júní 7-12 ára
Tímabil 3: 26. júní - 2. júlí 8-12 ára
Tímabil 4: 3. júlí - 9. júlí 8-12 ára
Tímabil 5: 10. júlí - 16. júlí 8-12 ára
Tímabil 6: 17. júlí - 23. júlí 8-12 ára
Tímabil 7: 24. júlí - 30. júlí 10-12 ára
Tímabil 8: 31. júlí - 6. ágúst 12-14 ára
Hćgt er ađ hringja alla virka daga frá kl. 10-20 og skrá í síma 551 9160 og 551 9170.
Ég minni á ađ Ćvintýrarútan fer frá PERLUNNI vikulega. Flottar sumarbúđir verđa ađ velja flottan stađ fyrir komu og brottför, ekki satt?
Um bloggiđ
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.