Takkkkkkk fyrir frábæra viku

Frá myndlistarsýningunniGærdagurinn gekk frábærlega vel. Börnin pökkuðu niður flestu og héldu síðan áfram að undirbúa sig fyrir lokakvöldvökuna. Íþróttahús, spilaborg og útisvæði voru opin eftir kaffi en klukkutíma fyrir  mat var opnað inn á herbergin svo að þau gætu farið að punta sig fyrir hátíðina. Í kvöldverð voru hamborgarar, franskar, sósa og salat, ekkert smá vinsælt og síðan kom að kvölddagskránni.

 

 

Íþróttahópurinn sýndi fugladansinnByrjað var á myndlistarsýningunni og þar voru sýnd æðisleg listaverk. Síðan var farið út í íþróttahús. Þar sýndi íþróttahópurinn dans, Fugladansinn sjálfan við mikinn fögnuð áhorfenda.

 

LeiklistarhópurinnLeiklistin sýndi síðan leikritið Trönuberjasafa sem krakkarnir sömdu, skipuðu í hlutverk, æfðu og léku með glæsibrag. Leikritið fjallar um fólk  á elliheimili og það er alveg sama hvað þau biðja oft um trönuberjasafa þá fá þau bara appelsínusafa. Einn daginn ákveða þau að  strjúka og þá til Hondúras. Þau eru stoppuð í Leifsstöð því að vegabréfin þeirra eru útrunnin. Þegar  hjúkkurnar á elliheimilinu uppgötva að fólkið er horfið ákveða þær að  hringja ekki á lögguna því ein þeirra er á sakaskrá. Sú þekkir  leigumorðingja og semur við hann um að sækja fólkið. Þegar hann skilar gamla fólkinu á elliheimilið þá er hann mjög þyrstur  og biður um trönuberjasafa sem hann fær og nóg af honum. Gamla fólkið  hélt hins vegar áfram að fá appelsínusafa þar sem trönuberjasafinn er allt of dýr til að það sé verið að spreða honum í gamla fólkið ... jamm, eða þannig.

Danshópur 1Danshópur 2Næst var danssýning, eða raunar tvær sýningar, hvor annarri glæsilegri.

 

Þar á eftir sýndu starfsmenn leikritið Mjallhvít og tröllin við mikinn fögnuð. Starfsmenn vissu ekki hvað leikrit yrði leikið eða hvað hlutverk þeir þyrftu að leika og var mjög gaman að sjá þá leika af fingrum fram og bulla alveg út í eitt.

Tveir hópar voru í kvikmyndagerð þannig að gerðar voru tvær stuttmyndir. Sú fyrri heitir Sumarbúðirnar og fjallar um tvær vinkonur sem fara í sumarbúðir. Önnur skilur hina eftir útundan og fylgir eftir vinkonuhópi sem hin er ekki velkomin í. Úr verður einelti en sú sem skilin var útundan lætur þetta Starfsmennekki skemma neitt fyrir sér, heldur kynnist frábærum krökkum. Sætustu strákarnir vingast við hana og hún fer að hanga með þeim. Vinkonan og hópurinn hennar verða grænar úr öfund en býður henni og nýju vinunum að vera með í körfubolta. Myndin endar á því að allir spila saman körfubolta.
Seinni myndin heitir Sumarbústaðurinn. Hún fjallar um nokkrar 14-16 ára stelpur sem fara í leyfisleysi í sumarbústað. Þær nota plat-trix sem foreldrarnir falla fyrir og halda að þær séu bara allar hver heima hjá annarri og tékka ekki á því. Tvær þeirra eru svo kræfar að þær læðast bara út. Ein stelpan í hópnum á 25 ára kærasta sem á vín og fleira. Hann birtist með landaviðbjóð og hvetur allar til að smakka. Úr verður mikið drama, sjúkrabíll og læti, og myndin fjallar um hættur þess að drekka svona ungur og hvað þá einhvern viðbjóð.

Takk fyrir frábæra vikuÞetta bjuggu börnin alveg til sjálf og voru áhugasöm um að koma þessum boðskap til skila.

Þessi vika með unglingunum var einstaklega skemmtileg og við þökkum kærlega fyrir frábæra samveru og góða viku. Myndir frá lokakvöldvökunni o.fl. er á síðunni okkar,  www.sumarbudir.is, tímabil 8, dagur 6.

 

Hrikalega miklar saknaðarkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband