Kertagerð, karaókí, hárgreiðslukeppni og sykurpúðaát

Flott kertiDagur 5, gærdagurinn, var viðburðaríkur eins og allir hinir dagarnir. Margt var við að vera og nokkrar stöðvar opnar, sundlaugin, íþróttahúsið, útisvæðið og svo var karaókíæfing. Hluti hópsins fór í kertagerð sem er afar vinsæl hjá öllum aldurshópum sem koma til okkar.

Eftir guðdómlegan hádegisverð, pasta og pítsusnúða, voru hádegisfundirnir með umsjónarmönnunum á dagskrá en síðan hófust námskeiðin. Mikið var æft, enda sjálf lokakvöldvakan í kvöld þar sem afrakstur námskeiðanna verður sýndur.

Frumlegasta hárgreiðslanÍ gær var líka haldin hárgreiðslukeppni og tóku bæði strákar og stelpur þátt í henni. Keppnin sló gjörsamlega í gegn og hefur ekki verið jafnmikill fjöldi þátttakenda í allt sumar. Þessi börn eru ótrúlega virk og hafa einlægan áhuga á öllu sem er í boði. Það er virkilega gaman að vera með þeim ... unglingavandamál hvað!

Sigurvegarar í hárgreiðslukeppninni og hlutu verðlaun voru: Birta og Sara, sem lentu í fyrsta sæti. Inga Lóa og Eyrún Ósk í öðru sæti og Karitas og Danival í því þriðja. Frumlegasta hárgreiðslan var líka verðlaunuð en hana áttu Þórhildur Tinna og Halldóra Guðrún. Allir þátttakendur fengu að sjálfsögðu viðurkenningarskjöl
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->

Keppendur kvöldsinsEftir kvöldmat var komið að karaókíkeppninni, eða Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum. Börnin buðu upp á sjö atriði og stóðu sig öll mjög vel. Eftir að dómnefnd hafði ráðið ráðum sínum, slegist og rifist (djók) og stigin talin saman kom í ljós að Svanhildur Alexzandra Elínborgardóttir hafði fengið flest stig. Í öðru sæti varð Íris Árnadóttir og í því þriðja Sigurbjörg Hannah Guðmundsdóttir. Verðlaunin voru vegleg fyrir efstu þrjú sætin og allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal.

Ellý, söngþjálfari með meiru, kom, sá og sigraði og tók óvænt lagið og ákvað María umsjónarmaður að svara þessu með öðru lagi og hún hafði sér til aðstoðar Hrafnhildi og Ingu Láru.

SykurpúðapartíKvöldið var nú aldeilis ekki búið því að á útisvæðinu var haldinn Gummasöngur, eða Gummi umsjónarmaður spilaði á gítar og söng á meðan börnin gæddu sér á sykurpúðum, grilluðum og ógrilluðum. ÆvintýrabarkinnMiðað við magnið sem fór af sykurpúðum þá var nú ekki reiknað með að börnin hefðu lyst á kvöldkaffi ... en jú, jú, þau borðuðu samloku, skoluðu henni niður með safa og fóru létt með það. Það er mjög gaman að gefa þessum börnum að borða, þau hafa endalausa lyst, þessar elskur.

Fjöldinn allur af myndum er kominn inn á www.sumarbudir.is. Tímabil 8, dagur 5.

Frábærar stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband