Æðislegur húllumhædagur og sjálfur Haffi Haff leynigesturinn ...

ÍþróttahópurHoppað í sundlauginaÞað hefur verið ótrúlegt stuð hjá okkur. Nóg við að vera frá morgni til kvölds. Námskeiðin ganga mjög vel og allt er að smella saman í leiklist, grímugerð og kvikmyndagerð, handritin orðin tilbúin og æfingar/tökur hafnar af fullum krafti.

Dansinn og íþróttirnar ganga líka rosalega vel og frábær atriði að komast á koppinn. Það verða tveir hópar í dansinum og því tveir dansar sýndir á lokakvöldvökunni.

Umsjónarmenn hafa verið dularfullir og ekki viljað gefa of mikið upp um innihald atriðanna en við vitum þó að önnur kvikmyndin fjallar um einelti og hvernig sá sem verður fyrir finnur góðan vin og allt fer vel að lokum. Ekkert var gefið upp um hina myndina .... garg!

 

KvikmyndagerðEftir snyrtinámskeiðið sem Ellý hélt (í fyrradag) var haldin tískusýning úti í kvöldsólinni og voru frábær tilþrif sýnd á „pallinum“. Meira að segja umsjónarmennirnir voru frekar kúl ... þegar þeir gengu eftir pallinum.

 

Húllumhædagurinn í gær var alveg stórkostlegur. Þar sem laugardagar eru nammidagar var haldið í sjoppuferð og bætt við birgðirnar. Unglingatímabillin eru mjög frábrugðin öðrum tímabilum og finnst krökkum sem hafa komið áður og verið yngri, mikill munur á. Þau fara seinna að sofa, vakna seinna, dagskráin er öðruvísi og allt bara miklu frjálsara, eða þannig.

 

KókosbolluboðhlaupHúllumhæið hófst á kókosbolluboðhlaupi sem var mjög spennandi og bragðgott ... og síðan hófst fánaleikurinn æsispennandi þar sem krakkarnir skiptust í tvö lið, Martröð og Draum, sem börðust um ... klemmur!

 

Vera SifÍ kaffinu var boðið upp á heitar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma og vakti það þvílíka gleði. Borðuð voru nokkur tonn af vöfflum, enda mannskapurinn glorhungraður eftir öll hlaupin. Vera Sif átti afmæli, varð 12 ára. Hún fékk afmælisgjöf, afmælissöngurinn var sunginn og allir fengu ís, ávaxtaklaka, í tilefni dagsins.

 

FánaleikurinnEftir kaffið var ýmislegt í boði, m.a. skartgripagerð, tattú, bandfléttur og spákonutjald. Spákonan þótti mjög glúrin og sagði krökkunum margt um glæsta framtíð sem beið þeirra. Verst að hún var tímabundin og gat ekki haldið áfram eftir kvöldmat, það var enn biðröð þegar kallað var í kvöldmat, grillaðar pylsur með tómat, sinnep og steiktum ... eða eftir smekk.

 

Boðið var upp á bíósýningu eftir matinn og það vakti heldur betur lukku en það besta var þó eftir ... sjálfur leynigesturinn. Á hverju ári hefur verið boðið upp á spennandi leynigest sem skemmtir krökkunum á unglingatímabilinu. Páll Óskar hefur komið a.m.k. tvisvar, ef ekki oftar, Hildur Vala kom árið sem hún varð Idol-stjarna en í ár fannst okkur enginn annar koma til greina en ... sjálfur HAFFI HAFF.

 

Haffi sló í gegnLeynigesturinnKrakkarnir voru óvænt kallaðir inn í matsal þar sem búið var að koma fyrir flottum græjum. Þau vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið þegar ungur maður stökk upp á eitt borðið og hóf að syngja. Tryllt öskur heyrðust í stelpunum og þær stóðu í engu að baki aðdáendum Bítlanna í gamla daga ... nema þessar rifu kannski ekki í hárið á sér og fleygðu sér í gólfið grátandi, onei. Strákarnir reyndu að sussa á þær til að það heyrðist eitthvað í tónlistinni en það tókst ekki strax ... þetta var gjörsamlega æðislegt. Haffi var alveg yndislegur og fannst mjög gaman. Stelpurnar vildu láta mynda sig Aðdáendurmeð honum eftir tónleikana og hann fór ekki fyrr en allar áttu mynd af sér með honum. Strákarnir stilltu sig aðeins betur ... en skemmtu sér ekki síður en stelpurnar. Þær sem ekki voru með myndavél voru myndaðar af okkur og geta nálgast myndirnar á heimasíðunni, www.sumarbudir.is. Þar eru komnar ótrúlega margar myndir inn, tímabil 8, dagar 3 og 4.

 

Bandbrjálaðar stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum ... úúúúúú ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband